Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 23

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 23
/ Mér fannst fyrst ég ekki passa inn í þetta einhvern veginn en það breyttist fljótt, það var tekið svo elskulega á móti okkur. Ég var líka svo heppin að ienda í fámenn- um og góðum bekk. Við vorum kallaðar prímadonnurnar og urðum fljótlega mjög góðar vinkonur. Við höldum enn saman. Kennararnir voru fíka alveg frábærir. Manni fannst stundum eins og þetta væru allt ættingjar manns og vinir. Við þurftum að hafa mikið fyrir náminu og það var töluvert strangt en við vildum hafa það svona. Við vorum búnar að borga fyrir þetta og við vildum fá kennslu og fengum hana svo sannarlega því þarna er einvala kennaralið. Mér fannst ég vera að læra alian daginn meðan ég var í skólanum og veitti ekkert af. K.S.: Mér var þetta töiuvert mál að koma í skóla. Ég kom þarna inn mánuði á eftir hinum, hafði varla séð ritvél eða reiknivél áður og byrjaði á að leita að stöfunum á ritvélinni meðan hinar voru að læra að setja upp bréf. Ég gat ekki varist því að hugsa hvern andsk... ég væri búin að koma mér í núna! Ég átti líka litlum vin- sældum að fagna heima svona fyrst í stað þótt yngri sonur minn væri jákvæður. En ég hélt áfram, mér fannst ég verða að sýna hvað ég gæti fyrst ég var komin þarna. Það var líka ekki hægt annað. Það var í rauninni hún Kristín, sem svaraði í símann þegar ég hringdi í fyrsta sinn, sem kom mér í skólann og ég er henni þakklát fyrir það. Svo gekk maður undir manns hönd að hjálpa okkur. Ég tek sem dæmi hann Birgi sem kenndi mér stærðfræði. Hann ætlaði að kenna mér þetta og það tókst. Það sama mátti segja um Önnu sem kenndi mér ís- lensku. Þetta var afar strangt nám en hún var alveg einstök og þetta hafðist. Samt var stærðfræðin mér alltaf erflðust, hún hafði aldrei verið mitt fag. Katrín vinnur nú í Landsbankaútibúinu i Þorlákshöfn. „Þetta er allt annað líf. Fisk- vinnslan slitur manni út á skömmum tíma en í þessu er maður í hlýjum fötum og með ágaet laun. Mér finnst þetta varla vera vinna.“ E.S.G.: Viðtökurnar í skólanum réðu úrslitum fyrir marga sem komu þangað. Þetta var einhvern veginn svo heimilislegt og þægilegt og allir þekktu mann. Ég vann áfram í ísbúðinni með skólanum og ein- beitti mér að því að standa mig. Ég var ekki með mann eða barn þannig að ég gat það auðveldlega. Einhvern veginn varð maður að spjara sig, annað hefði verið peninga- og tímasóun. Þetta varð allt svo létt því félagsskapurinn var góður og kennararnir ákveðnir í því að láta okkur læra. Aftur út í lífið með nýja skó ... G.Þ.I.: Ég hafði alltaf hugsað mér að taka mér frí eftir skólann og fara ekki að vinna alveg strax en það fór öðruvísi. Ég fékk tifboð um vinnu í gegnum skólann. í skólanum var það alltaf stefnan hjá okkur að ráða okkur hjá einkafyrirtækjum en ekki „ríki eða borg“. Það þótti miklu fínna að vera á lögfræðistofu eða fasteignasölu eða þess háttar og allar settum við markið hátt. Mér var hins vegar boðið starf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var ekkert upprifln yfir því í byrjun en ég lét tilleiðast fyrir áeggjan að fara að skoða. Svo féll ég alveg fyrir vinnustaðnum. Fyrir mér er það meira virði að vera á vinnustað sem mér líður vel á en að hafa fáeinum krónum meira í laun. Við erum þarna tvær konur saman á fimmtu hæð með dásamlegt útsýni og góða aðstöðu. Þótt launin séu ekki góð er það svolítil bót að við fáum að sækja góð og dýr námskeið. Þetta er þekking sem kemur sér vel og verður metin mér til tekna ef ég skyldi þurfa að skipta um vinnu. Mér líður mjög vel á vinnustað því ég hef fjölbreytt starf og vinn aðallega við ritvinnslu en líka við viðverukerfl starfs- manna og get fært mig á milli verkefna. Ég er mjög ánægð. K.S.: Þegar skólanum lauk fór ég að vinna á skrifstofu í Þorlákshöfii og leið vel. Ég var þar þangað til hún varð að hætta. Þaðan lá leiðin í Kaupfélagið þar sem ég vann þangað til ég fékk vinnu sem for- stöðumaður Fiskmarkaðar Suðurnesja. Hann varð því miður ekki langlífur og mér var sagt upp. Ég var komin með það á til- finninguna að öllu sem ég kæmi nálægt yrði lokað jafhóðum og ég byrjaði. Þar með var ég orðin atvinnulaus aftur. Þetta leit alls ekki björgulega út. Svo var það að mér var boðin vinna hjá Rafvör þar sem ég er enn hálfan daginn og líkar mjög vel. Þar er ég nánast allt nema rafvirki og er minn eigin herra að miklu leyti og það hentar mér mjög vel. Ég hafði sótt um starf í Landsbankanum nokkru fyrr og var búin að gefa upp von um að fá svar þaðan en svo var mér boðin þar hálfsdagsvinna í janúar og þáði það. Þar vinn ég við bókhald og skjalavörslu. Þetta er allt annað líf. Fiskvinnslan slítur manni út á skömmum tíma en í þessu er maður inni í hlýjunni í huggulegum fötum og með ágæt laun. Mér finnst þetta varla vera vinna. E.S.G.: Atvinnuástandið var mjög svart í vor þegar ég útskrifaðist. Ég fór að leita mér að vinnu strax mánuði áður en ég átti að útskrifast og mér var varla svarað hvað þá meira. Ég fór á allar vinnumiðlanir og sótti um allt möguiegt. Mér leist ekkert á blikuna. Þarna var ég búin að leggja tíma Frh. á bls. 26 ATVmnUMAL I______-------------------------------------------- Ema Svala: „Það var kannski ekki beint spennandi tílhugsun að vera í ísbúð það sem eftir vaeri ævinnar svo ég fór að hugsa . ..“ 13. TBL. 1989 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.