Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 15

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 15
5AMBUÐIN Tœplega fertug kona: „Ekki endilega befri" „Mér hefur aldrei liðið eins vel og núna.“ Þetta segir tæplega fertug kona sem á tvær sambúðir að baki og býr núna ein með bömum sínum. Hún hóf fyrri sambúðina aðeins 17 ára gömul í litlu þorpi úti á landi. „Hjónaband var eitthvað sem allar stelp- ur dreymdi um. Það var aldrei talað um að fara í skóla á þessum tíma. Eftir landspróf fór maður að vinna og svo var það hjóna- bandið, bömin, húsið og allt sem því fylgir. En hvað átti að koma svo, það hef ég aldrei skilið. Hjónabandið var eitthvert lokatakmark. Við skildum síðan eftir átta ár, og þá flutti ég suður með börnin mín tvö, strák og stelpu. Skilnaðurinn óx mér ekkert í augum. Ég var bara fegin að losna. Þetta hjónaband var að mörgu leyti gott. Ég held meira að segja að við gætum verið hjón enn þann dag í dag ef við hefðum get- að tekist á við þau vandamál sem ollu skilnaðinum. Það sem var að hjá okkur var að við gátum aldrei rætt málin. Læddist inn þegar hann var sofnaður Kynlífið var allt í molum. Það var nokk- uð sem maður ræddi ekki við neinn og allra síst við karlmann. Svo fer þetta á sál- ina á manni. Það átti alltaf að vera að. Ég hélt náttúrlega í fyrstunni að þetta ætti að vera svona, og beit á jaxlinn. Þar til allt sprakk. Það var orðið þannig að ég fór allt- af seinna að sofa en hann. Ég læddist inn þegar hann var sofhaður til þess að vekja hann ekki. Seinni sambúðin var ekki endilega betri. Það vom allt aðrar forsendur fyrir hendi. Kynlífið var í fínu lagi og það yfirgnæfði allt annað. Ég leit þannig á að fyrst það væri í lagi þá hlyti þetta að vera gott hjóna- band. Ég hafði flutt suður þegar ég skildi og hann var með þeim fyrstu sem ég kynntist hérna. Ég varð yfir mig ástfangin og ekki leið á löngu þar til við vomm farin að búa saman. Ég leit alltaf öðmvísi á þetta seinna hjónaband. Mér fannst það vera samband sem myndi vara fyrir lífstíð. Fólk lítur alvarlegar á seinni sambúð því það er eitthvað sem á að endast. í rauninni leið allt of stuttur tími á milli þessara sambúða. Ég var ekki búin að átta mig á hlutunum og var hálfáttavillt. Svo vill það oft verða svo að fólk verður ástfangið af ástinni og sér hlutina þar af leiðandi ekki í réttu ljósi. Það vantar allt jarðsamband og fólk svífúr um á bleiku skýi. En þegar mesta ástarvíman var runnin af... Þetta hjónaband entist í tíu ár. Það gekk allt ágætlega hjá okkur fyrst en svo fór ég að sjá hvern mann hann hafði að geyma, þegar mesta ástarvíman var runnin af okkur. Hann vildi eiga mig fyrir sig. Hon- um var illa við að ég hefði samband við annað fólk og tæki þátt í félagslífi. Hann drakk mikið og þegar sá gállinn var á hon- um barði hann mig sundur og saman. Ég kenndi sjálfri mér líka um það ogfannst ég eiga það skilið. Fólk fyrirgerir tilfinningum sínum undir svona kringumstæðum. Þetta átti allt að lagast. Hann sá líka eftir þessu þegar runnið var af honum. Þá gekk allt vel. Hann var sérfræðingur í að halda mér í einhvers konar sálarkreppu. Hann yrti kannski ekki á mig í viku. Andrúmsloftið var ískalt. Ég varð að læðast um húsið. Svo datt hann í það og þá átti náttúrlega að ræða málin. En það endaði alltaf á einn veg; með barsmíðum. Þetta hafði slæm áhrif á krakkana. Við áttum tvö börn saman og svo vorum við með börnin frá mínu fyrra hjónabandi. Ég reyndi að hlífa þeim og reyndi að fela þetta fyrir þeim. Dóttir mín naut þess aldrei að vera hjá pabba sínum því hún hafði svo miklar áhyggjur af mér: að hann væri að berja mig. Tveimur árum áður en við skildum fékk ég nóg af barsmíðunum og tók yngri börnin með mér til vinkonu minnar. Eldri krakkarnir voru hjá pabba sínum. Ég tók íbúð á leigu og bjó þar í níu mánuði. Þá birtist minn maður og vildi reyna aftur. Ég vissi svo sem að það myndi ekki ganga en hann sagðist ætla að bæta sig. Allt fór í sama farið aftur. Það entist í ár en þá var hann líka tilbúinn að skilja. Nú eru liðin þrjú ár frá því ég skildi og mér hefúr aldrei liði eins vel og núna. Ég er sjálfs míns herra og ég held að ég myndi ekki fara út í annað hjónaband, alla vega ekki nema að vandlega athuguðu máli. Ég myndi frekar vilja samband. Ég er búin að vera í sambandi með manni í hálft ár. Hann er líka fráskilinn og við erum sam- mála um að hjónabandið sé ekki fyrir okkur. Hann er í rauninni fyrsti karlmaður- inn sem ég get talað við á jafúréttisgrund- velli og við getum rætt alla hluti. Hann á mig ekki; við erum tveir einstaklingar og þannig viljum við hafa það.“ Rúmlega þrítug kona: „Allt sama tóbakið" Rúmlega þrítug kona, sem nú er í sinni seinni sambúð, segist flnna af- skaplega lítinn mun á sambúðunum. .,Er þetta ekki allt sama tóbakið?“ sagði hún þegar hringt var til hennar og hún spurð hvort hún vildi spjalla svolítið um seinni sambúð. „í rauninni eru engar tvær sambúðir eins, einfaldlega vegna þess að fólk er mis- munandi og það er ekki sanngjarnt að bera fólk saman á þeim grundvelli. Ég ber ekki saman þessi sambönd mín. Það getur bara gert illt verra, sérstaklega í áheyrn núver- andi maka. Sumar eru alltaf að tala um hvernig fyrri maðurinn gerði þetta og hitt. Það held ég að geti verið mjög slæmt. Ég hóf þessa sambúð tveimur árum eftir að ég skildi. Oft finnst mér eins og þeim sem eru búnir að slíta samvistum hætti til að ana út í annað hjónaband, grípa gæsina þegar hún gefst. Þá er fólk oft ekki búið að jafúa sig á skilnaðinum og sér hlutina ekki í réttu ljósi. Fólk sér hjónabandið í hillingum. Maður heldur að öll vandamál verði úr sögunni einungis ef maður kemst í hjóna- band aftur, þ.e.a.s. þau vandamál sem fylgja því að vera einn. Ástin blossar upp en hjaðnar fljótlega og tekur á sig aðra mynd. Vissulega er maður reynslunni rík- ari. Það eru líka ákveðnir kostir við seinni sambúð, jafnvel þó að skynsemin hafi ekki ráðið ferðinni. Þegar maður er í seinni sambúð og búinn að prófa að búa einn miðar maður frekar við það þegar eitthvað bjátar á en við fyrri sambúðina." ■ Það eru líka á- kveðnir kostir við seinni sambúð, jafn- vel þó að skynsemin hafi ekki ráðið ferð. 13. TBL.1989 VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.