Vikan


Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 54

Vikan - 29.06.1989, Blaðsíða 54
Frh. af bls. 49 Homer Barron og var af ætt landnáms- manna, stór, dökkur á hörund, áhugasam- ur, rómmikill og augun ljósari en andlitið. Strákarnir eltu hann á röndum til þess að heyra hvernig hann bölvaði negrunum, og negrarnir sungu og sungu í takt við kran- ana þegar þeir hófust og sigu. Ekki leið á löngu fyrr en hver maður í borginni þekkti hann í sjón. Hvar sem hlátrar heyrðust á strætum og torgum, með mikilli kátínu, þar mátti vita fyrir víst að Homer Barron væri nærstaddur. Svo gerðist það á sunnu- degi einum síðla að þau sáust saman í vagni með gulum hjólum og tveir hestar fyrir. Allir urðu fyrst fegnir að hún skyldi nú Ioksins hafa náð í elskhuga en svo fóru konurnar að segja sem svo: „Hvað skyldi Grierson hafa sagt: Norðurríkjamaður og daglaunamaður?" En svo voru aðrir sem sögðu að jafnvel sorgin sjálf mætti ekki megna að fá sanna sæmdarkonu til að gleyma því að vandi fylgir vegsemd, líka þeirri að vera af háum stigum — þó þeir segðu það ekki beinum orðum. Þeir sögðu ekki annað en þetta: „Aumingja Emily. Fólkið hennar ætti að koma og sjá.“ Því hún átti einhverja ættingja í Alabama en öll kynni milli þeirra höfðu slitnað fyrir mörgum árum vegna erfðamála frú Wyatt, geggjuðu konunnar. Enginn af þeini hafði verið viðstaddur jarðarförðina. Ekki var fyrr farið að hvískrast á um „vesling Ernily" en ýmsar getgátur fengu byr undir vængi. „Heldurðu annars að það geti verið?“ sagði hver við annan. „Svo sannarlega. Hvað annað...?“ Svona hvískr- uðust þær á konurnar, báru hönd fyrir munn við skrjáf í silki og atlaski á ermum og börmum meðan hófahljóðið gall við að utan. Þær þustu upp og gægðust gegnum rennitjöldin sem dregin höfðu verið fyrir í hita hádagsins. Hún bar höfuðið hátt, líka eftir að allir töldu víst að hún væri fallin. Það virtist svo sem hún fyndi nú meira en nokkru sinni fyrr til þeirrar upphefðar sem síðasta af- sprengi hárrar ættar bar að hafa og að þessi snerting hennar við hið jarðneska hefði fullkomnað ótilkvæmileik hennar. Svo virtist vera þegar hún keypti arsenik- ið, rottueitrið. Það gerðist árið eftir að fólkið fór að kalla hana „aumingja Emily" og þegar ffænkur hennar tvær sátu í heim- sókn hjá henni. „Mig vantar eitthvert eitur,“ sagði hún við afgreiðslumanninn í apótekinu. Þá var hún komin yfir þrítugt og vel á sig komin, ögn magrari en endranær, og kalt, stoltlegt blik í augunum en stríkkaði á holdi og hörundi yfir gagnaugunum og augnaum- búnaðinum. Þetta minnti á augu vitarvarð- ar sem vanur er að horfa til hafs með ýtr- ustu aðgætni. „Mig vantar eitthvert eitur,“ sagði hún. ,Já, ungfrú Emily,“ svaraði hann. „Hvaða tegund? Rottueitur eða...? Ég ræð yður til..." „Hið besta sem þið hafið. Mér er sama hvað það heitir." Apótekarasveinninn nefndi nokkur 5MÁ5AC5A nöfn. „Þetta hérna mundi nægja til að fýrir- koma fíl. En það sem þér kjósið, það er...?“ „Arscnik," svaraði ungfrú Emily. „Er það ekki gott?“ „Er... arsenik? Jú, ungfrú. En hvað ætlið þér að gera við það?“ „Ég vil fá arsenik." Maðurinn leit á hana. Og hún leit á hann aftur þar sem hún stóð keiprétt og andlitið eins og fáni sem mikið stríkkar á eftir vindi. ,Já, vissulega, ef það er nú áreiðanlega það sem yður vantar. En lög mæla svo fýrir að ég fái að vita til hvers á að nota það.“ Ungfrú Emily starði á hann og höfuðið reigðist afturábak því hún þurfti svo gaum- gæfilega að athuga manninn og láta hann skilja að hér dygðu engin andmæli, enda lét hann undan og fór innfyrir og vafði eitrið inn í pappír. Svartur sendisveinn færði henni það en afgreiðslumaðurinn lét ekki sjá sig. Þegar heim kom tók hún bréf- ið utan af. Undir myndinni af hauskúpu og krosslögðum beinum stóð skrifað: „Rottueitur". Hún bar höfuðið hátt, líka eftir að allir töldu víst að hún vceri fallin. IV Daginn eftir héldu víst allir að hún ætl- aði að fyrirfara sér og flestir álitu að það væri skást. Fyrst þegar þau sáust saman, Homer Barron og hún, sögðum við: „Þau giftast ugglaust." Svo snerist það up í þessa setningu: „Gengur hún eftir honum enn?“ Homer hafði nefnilega sjálfúr sagt — hann kunni vel við sig með ungum mönnum og sat oft með þeim í Elgsklúbb — að hann ætlaði sér ekki að giftast. Seinna sögðum við: „Aumingja Emily,“ þegar við sáum þau aka hjá í hestvagninum, unfrú Emily háleit í sætinu en hann með hattinn niður í augu og vindil í munnvikinu, með taumana og svipuna í hanskaklæddum höndunum. Þá sögðu sumar af konunum að þetta væri borginni til skammar, ljótt afspurnar og slæm fyrirmynd ungdóminum. Karl- mennirnir vildu ekki skipta sér af þessu en að síðustu neyddu konurnar baptistaprest- inn (Grierson-fólkið var í biskupakirkj- unni) til að gera henni tiltal. Hann vildi engum segja hvað þeim fór á milli en harð- neitaði að fara aðra ferð. Næsta sunnudag sáust þau saman í vagninum eins og venju- lega og daginn þar á eftir skrifaði prests- konan ættingjum ungfrú Emily í Alabama. Þeir gegndu kalli og komu og allir biðu í ofvæni eftir því sem verða vildi. Fyrst gerðist ekkert. Þá þóttumst við viss um að þau ætluðu að eigast. Okkur var sagt að ungfrú Emily hefði sést hjá gimsteinasalan- um og keypt silfurbúin snyrtitæki handa karlmanni og látið grafa upphafsstafina H.B. á hvern hlut fyrir sig. Tveimur dögum síðar fréttum við að hún hefði keypt al- klæðnað handa karlmanni og þar á meðal náttskyrtu. Þá sögðum við: „Þau eru gift.“ Við urðum fegin. Og mest vegna þess að þessar tvær konur af Grierson-ættinni, sem komið höfðu ffá Alabama, voru nærri því ennþá meiri stoltgikkir en hún hafði nokk- urn tíma verið. Við urðum því ekkert hissa þegar við fréttum að Homer Barron — það var þá búið að leggja allar gangstéttarnar — væri farinn. Okkur sveið það dálítið að hann skyldi hafa farið svona þegjandi og hljóða- laust en við giskuðum á að hann væri að undirbúa komu hennar til sín eða öllu heldur hefði hann tekið þetta ráð til þess að losa hana við frænkurnar frá Alabama. Enda leið ekki á löngu áður en þær færu. Og svo sem allir höfðu búist við liðu ekki þrír dagar fyrr en Homer Barron var kom- inn aftur og nágranninn sá hvar sá svarti var að hleypa honum inn um bakdyrnar. Eftir það sást hann aldrei og Emily ekki í alllangan tíma. Surtur sást oft á ferli með körfuna sína en aðaldyr hússins voru lok- aðar. Það kom fýrir að henni sæist bregða fýrir innan við glugga, svo sem eins og þegar verið var að dreifa leskjaða kalkinu, en á götum úti sást hún ekki í heilt misseri. Okkur fannst þetta einmitt vera það sem við mátti búast því að faðir hennar hafði verið búinn að ganga svo frá henni (með afskiptasemi sinni) að hún hefði verið svo innan „ills of fýlld" að hún gæti ekki dáið. Þegar við sáum hana næst var hún orðin feit og hárið byrjað að grána. Á næstu árum gránaði hún meira og meira og hárið varð stálgrátt að lokum. Þá hætti það að breyta lit. Og svona var það litt þangað til hún dó sjötíu og fjögurra ára. Það hafði þann lit sem oft má sjá á starfsömum manni í fullu fjöri. Eftir þetta voru aðaldyrnar lokaðar nema í þau sex eða sjö ár þegar hún var um fertugt og kenndi að mála á postulín. Hún útbjó kennslustofu niðri og dætur og dætradætur Sartoris voru sendar þangað með sama hugarfari og jafnreglubundið og þær voru sendar í kirkju á sunnudögum. Á þeim árum var hún gerð undanþegin skatti. En nú kom ný kynslóð til skjalanna með nýjum siðum og háttum og nemendunum fækkaði. Foreldrarnir voru hættir að senda börn sín með liti og pensla og leiðinlegar myndir úr kvennablöðum. Dyrnar lokuð- ust eftir hinum síðasta og opnuðust ekki aftur. Þegar settir voru ókeypis póstkassar á hvers manns dyr afsagði ungfrú Emily að það yrði gert hjá sér. Hún tók engum sönsum. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, með hverju árinu sem leið varð Surtur grárri og lotnari og ellilegri og alltaf gekk hann um með sömu körfuna. í desember sendum við henni alltaf 52 VIKAN 13. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.