Vikan


Vikan - 13.07.1989, Síða 9

Vikan - 13.07.1989, Síða 9
V/IÐTAL Danir hafa því ijárfest gífurlega á Englandi til dæmis og margir hafa flutt búferlum þangað. Ef þú býrð þar en sækir þar ekki vinnu máttu hagnast ansi vel án þess að verða skattlagður. Þú þarft bara að sýna fram á að þú getir framfleytt þér án þess að vera upp á þjóðfélagið kominn. Sagt er að vextirnir af hinum danska fjármagni, sem komið er til Englands, dugi til þess að borga erlendar skuldir Dana.“ í þann mund rak inn nefið Tryggvi Ólafsson listmálari sem búsettur er í Kaupmanna- höfn. „Ertu alltaf að svindla og græða, Steini?" spurði hann. Greinilegt var að þeir Þor- steinn eru ekki neinir perlu- vinir. Fyrir mörgum árum hafði eitthvað slest upp á kunningsskapinn. „Ég réð Tryggva þá í vinnu hjá mér þegar ég var að innrétta skemmtistað. Mér fannst hann ekki standa sig sem skyldi og rak hann,“ hvíslaði Þorsteinn. „Það bætir heldur ekki úr skák að Tryggvi er ffá Norðfirði," sagði hann stundarhátt. „Þekk- irðu þessa vísu, Tryggvi? Ekki blindar andans ljós Norðfjarðarbúa. Ef ég segði um þá hrós, yrði ég að ljúga. — Eða var það „Eskifjarðar- búa?““ spurði Þorsteinn og hló glettnislega. Síðan hélt hann áffarn spjaflinu eins og ekkert hefði í skorist. „Um þessar mundir rek ég þrjá staði, veitingahús uppi í sveit, „hanastélsbarinn" LA hérna í Kaupmannahöfn og síðan lítinn matsölustað sem heitir Charlottenborg og er hérna í næstu götu við Gottes- gade. Hann rek ég ásamt félaga mínum sem var þar yfirþjónn áður en staðurinn lenti í minni eign. Ég hef ekki lengur áhuga á að reka þessa staði eingöngu á eigin reikning. Mér flnnst skemmtilegra að hjálpa mönn- um að komast af stað eða vinna með þeim þangað til þeir geta tekið við þessu al- gjörlega sjálfir." Blaðamanni varð nú litið út um gluggann á Café Olé. Þor- steinn hafði lagt bílnum sínum beint fyrir utan, gljáandi Porsche sem líklega hefur kostað skildinginn. Það vildi svo til að í sama mund sá hann ungan mann vera að brjástra við að stinga lykli í hurðar- skrána bílstjóramegin. Þor- steinn hafði einmitt getið þess stuttu áður að í síðustu viku hefði bílnum verið stolið. Blaðamaður hnippti í hann og gerði honum viðvart um hvað var að gerast. Það skipti eng- um togum - Þorsteinn þaut upp úr stólnum og hljóp út. Ungi maðurinn lagði á flótta um leið og hann kom auga á bíleigandann sem var orðinn heldur illilegur. Tveir félagar hans voru í för með honum. Þorsteinn hfjóp náungann uppi, sló hann utan undir svo hinn síðarnefndi féll í götuna. Hann reis upp og þremenning- arnir hlupu eins og fætur tog- uðu í burtu. Þorsteini var mik- ið niðri fýrir þegar hann kom inn aftur og var honum heitt í hamsi. Hann hringdi strax í lögregluna sem kom að vörmu spori og tók af honum skýrslu. „Ég er skapstór maður," sagði Þorsteinn þegar hann var sestur á ný, „og ég læt engan komast upp með ranglæti gagnvart mér.“ Við pöntuðum meira kaffi og héldum spjall- inu áffam. Að baða fólk upp úr tequila Þorsteinn kvaðst vera farinn að verða áþreifanlega var við að hann væri orðinn nokkrum árum eldri en þegar hann hóf fýrst veitingarekstur í Kaup- mannahöfn. „í gærkvöld kom til mín stúlka í LA og kvaðst eiga að skila til mín kveðju frá föður sínum sem eitt sinn hafði verið fastagestur í Pussy- cat. f síðustu viku kom til mín piltur og skilaði kveðju ffá for- eldrum sínum sem fýrst höfðu hist og kynnst í Bonaparte.“ Hvernig er tíðarandinn í skemmtanalífinu um þessar mundir? „Fólk kemur ekki niður í bæ um helgar fýrr en eftir mið- nætti. Þess vegna verður sú krafa æ háværari að á fleiri stöðum megi vera opið fram eftir nóttu. Til mín á LA kemur mjög fátt ffam eftir kvöldi, um miðnætti fyllist síðan staður- inn. Samt er það svo að margir eru á leiðinni á diskótek. Verð- ið á veitingum þar er orðið mjög hátt. Á hinn bóginn selj- um við kokkteilana á mun lægra verði. Nefna má til dæm- is að hjá mér fær fólk algjöran „kanónukokkteil", sem er mjög vinsæll, áður en það fer á dansstaðina. Reyndar heitir hann „Blár LA“. f honum eru tveir sentílítrar af tequila, appelsínulíkjör og blár bols. Fyrir þetta þarf fólk ekki að borga nema 20 krónur danskar hjá mér en 80-90 á diskó- tekunum. Enda er það svo að ég sel svo mikið af tequila um helgar að ég gæti baðað fólk upp úr drykknum þeim. Ég held að diskótekin fari að syngja sinn svanasöng í bili. Kaffihúsin eru orðin mjög vinsæl, einkum þau sem einnig er hægt að kaupa vín á og sterka, áfenga drykki, eins og til dæmis LA. Unga fólkið í dag drekkur ekki eins mikið brennivín og áður tíðkaðist og fer betur með það. Það drekk- ur heldur ekki nema á föstu- dögum og laugardögum. Áður var algengt að það færi auk þess út á miðvikudögum, fimmtudögum og sunnudög- um. í miðri viku lætur unga fólkið sér nægja að fá sér vatn, kók eða kaffi. Sumir fá sér kannski einn bjór en láta líka þar við sitja. f þessu er mikil breyting fólgin. Söluhæstur í Höfn Við kláruðum kaffið okkar og stukkum út í bíl. Ferðinni var heitið á LA. Blaðamaður sökk niður í þægilegt sætið á Porsche-sportbílnum hans Þorsteins. Innan örfárra mín- útna vorum við komnir þangað. „Þú sérð að staðurinn er sannarlega ekki stór að fer- metratölu," sagði hann. Blaða- maður leit í kringum sig og sá að þarna yrðu sáttir þröngt að sitja við að skola niður guða- veigunum. „Ég held að ég selji fyrir flestar krónurnar á hvern fermetra hér í Kaup- mannahöfh,“ sagði hann stoltur. „Staðurinn gengur svo vel að ég gæti lifað góðu lífi af honum einum. Hér vinna fjórir auk mín, sem reyni að hafa auga með rekstrinum um helgar." t Upp á næstu hæð liggur þröngur stigi og þar er álíka mikið (eða lítið?) pláss og á neðri hæðinni. Til þess að komast að stiganum þurfa gestir að komast á bak við Frá þessu skrifborði er einum vinsælasta veitingastaðnum í Kaupmannahöfn stjómað. Þama Éara líka fram umtalsverð fasteignaviðskipti. 14. TBL 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.