Vikan


Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 10

Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 10
IBjg Minnstu munaði að Porsche-inum glæsilega yrði stolið rétt á meðan blaðamaður staldraði við. þá sem eru að bíða eftir af- greiðslu á barnum. „Ég ætla að breyta uppganginum þannig að umferðin á milli hæða verði meiri. Markmiðið er ekki að fá fleiri inn á staðinn heldur að ná sem mestri verslun út úr hverjum gesti." Við héldum því næst á skrif- stofu Þorsteins sem er í sama húsi. Hann var spurður um framtíðaráformin og hvort hann hefði kannski hug á að opna nýjan skemmtistað sem væri í líkingu við þann fýrsta, Pussycat. „Veistu það að kommúnista- flokkur Danmerkur fékk á sín- um tíma að gjöf stórt hótel í Kaupmannahöfn sem Þjóð- verjar höfðu haft til afnota í seinni heimsstyrjöldinni. Mér var fýrst boðið að taka hluta hússins á leigu. En þar eð þessi flokkur er á hvínandi kúpunni peningalega, eins og svo marg- ir aðrir, þá stendur nú til að selja húsið. Ég var meira að segja búinn að fmna kaupend- ur að húsinu. Ég talaði síðan við flokkinn í gær og fékk þá vitneskju um að einhverjir eru að yfirbjóða okkur. Á hinn bóginn kemur ennþá til greina að ég kaupi eða taki á leigu fyrstu hæðina sem er býsna stór. Þarna langar mig að opna stóran og myndarlegan nætur- klúbb. Ef maður ætlar nú til dags að opna skemmtistað verður maður eins og heima á íslandi að opna stóran stað sem unnt er að fylla af fólki á föstudögum og laugardögum, hina dagana liggur reksturinn niðri því þá koma engir gestir." Aldrei bragðað áfengi Þorsteinn Viggósson er sum sé ekkert að því komin að slaka á klónni og láta sér einn lítinn og þægilegan veitinga- stað nægja — eins og LA? „Nei, það held ég ekki. Ég er ekki ánægður nema ég hafi í nógu að snúast og hafi mörg járn í eldinum. Aðalatriðið hjá mér er að hafa það gott um leið og ég er að vinna, skal ég segja þér. Ég vil hafa gaman af því sem ég er að gera. Ef ég kemst að því að svo er ekki, og ég er að fara út fýrir þennan ramma, þá hætti ég.“ Hann hefúr komið nálægt fleiru en veitingarekstri á síð- ustu árum. Hann tók til dæmis þátt í stofnun fyrirtækisins Von Veritas sem rekið er af íslend- ingum í Danmörku á svipuð- um nótum og SÁÁ heima á Fróni. „Ég lagði töluverðan pening í fyrirtækið á sínum tíma sem ég á þar enn. Á hinn bóginn vildi ég ekki hafa frek- ari afskipti af þessu eftir að ég kynntist nánar aðaleigendun- um. Ég vil ekki hafa fleiri orð um það. Þeir sem vinna á Von Veritas hafa unnið geysilega gott starf og með ólíkindum er hvað þeim hefúr orðið ágengt á erfiðum tímum.“ Þorsteinn var því næst spurður að því hvort hann væri sjálfur alkóhólisti. „Ekki svo ég viti. Raunin er nefnilega sú að ég hef aldrei látið áfengi inn fyrir mínar varir. Þegar ég var lítill strákur heima á Eskifirði stóð mér ógn af drukknum mönnum og ég kallaði þá alla fyllibyttur, án til- lits til þess hvort þeir voru drukknir allt árið eða fengu sér neðan í því einn dag á ári. Mig hefur bara aldrei langað í vín. Margir hafa því undrast hvernig ég gæti síðan eytt æv- inni í það að selja öðru fólki brennivín. Þannig er að þetta er atvinna mín. Mér væri í sjálfu sér sama þó ég stæði í því alla daga að selja fólki gos- drykki eða vatn.“ Við fórum að ræða um per- sónulegri málefni, um fjöl- skyldu hans, börn og hjóna- bönd. Hann er nú kvæntur í þriðja sinn og þriðju dönsku konunni. Hann minntist á að hann hefði gefið dóttur sinni íslenskan hest fýrir nokkrum árum. „Heldurðu að hann hafi ekki fengið hið svokallaða spatt í afturfæturna og þurft hafi að lóga honum um dag- inn.“ Númeraði sætin í Möðrudalskirkju Stundar athafnamaðurinn kannski hestamennsku? „Nei, ég hef ekki komið á hestbak síðan ég var strákur. Þá var ég í sveit hjá Jóni bónda í Möðrudal á Fjöllum. Þar man ég eftir fallegasta hesti sem ég hef í lífi mínu séð. Hann hét Burstarfells-Blesi. Jón gaf Stef- áni syni sínum hann. í Möðrudal voru margir hestar á þessum tíma. Ég minnist þess að við fórum tveir strákar með um þrjátíu hesta á engjarnar að sækja heyið. Það var ansi gaman þarna á víðáttunum. Jón var að byggja kirkjuna sína þegar ég var hjá honum. Ég man að hann lét mig rífa niður dagatal og líma á bekkina til þess að númera sætin." Þorsteinn hefur búið í Kaup- mannahöfn í tuttugu og fimm ár. — Langar hann kannski til þess að flytja heim til Islands? „Nei, ekki langar mig til þess. Á hinn bóginn skrepp ég heim öðru hverju. Ég hef líka haft gaman af því að vera með fmg- urna í eilitlum veitingahúsa- rekstri þar. Ég sakna þess að geta ekki farið einn út í náttúr- una hér eins og heima á Fróni. Hér er svo þéttbýlt að maður er aldrei einn. Heima á íslandi getur maður jafnvel fengið á tilfmninguna að vera allt í einu staddur einhvers staðar þar sem enginn hefur áður komið. Hér er ekki lengur hægt að drekka vatn úr krönunum. Ég man eftir því þegar við strák- arnir spiluðum fótbolta úti á Mjóeyri við Eskifjörð. Þegar okkur þyrsti í hita leiksins drukkum við vatn úr sprænu sem leið þarna hjá. Hér vantar þessa hreinu og tæru sprænu. Sumrin tvö á víðáttunni í Möðrudal á Fjöllum munu mér aldrei úr minni líða. Það var skrítin tilfmning að vera einn og yfirgefinn einhvers staðar í smalamennskunni á haustin og sjá ekki til nokkurs manns. Jón átti skammt í andlátið þegar ég heimsótti hann síðast, þá var hann kominn yfir nírætt. Hann mundi eftir mér, karlinn, eftir öll þessi ár. ,Já, já, Steini var á honum Skjóna," sagði hann. Þannig var að ég hélt mest upp á einn vagnhest- inn sem mér þótti ansi fjörug- ur. Ég var oft látinn aka heyi á hestvagni og auðvitað var Skjóni spenntur fýrir. Ég keyrði oft svo harkalega að ég varð að hafa bæði hamar og nagla í kerrunni hjá mér því hún vildi liðast í sundur í látunum og þá varð ég að geta gert við. Eftir þessu mundi Jón gamli. Hvað hestamennskuna varð- ar get ég alveg sagt ffá því að ég átti tvo veðhlaupahesta hérna í Danmörku. Ég fór út í þetta svona að gamni mínu til þess að prófa. Margir af fasta- gestunum hjá mér voru í þess- ari grein og ég lét tilleiðast. Annar þeirra var býsna örugg- ur, hann var yfirleitt alltaf í einu af þremur efstu sætunum. Hann varð fyrir slysi í keppni og það varð að lóga honum. Þá fannst mér nóg komið.“ Það var laugardagssíðdegi og tíminn leið hratt. Þorsteinn hafði unnið til sex um morg- uninn og átti eftir að standa aðra eins lotu af sér næstu nótt. Blaðamaður þakkaði hon- um því kærlega fyrir spjallið og góðar móttökur. — Hvernig væri að líta inn á LA í kvöld? 10 VIKAN 14. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.