Vikan - 13.07.1989, Side 16
50MC5LI5T
kannski væri betra að segja vinur og list-
ráðgjafi — Eugenia Ratti, sópran sem stóð á
hátindinum á árunum frá 1950 til 1970 og
kennir nú söng og leiklist í Piacenza (og
stundum einnig í Reykjavík).
Á þeirri stundu fannst mér tæknileg lýs-
ing á sönghæfileikum Jóhönnu aðeins til
að dauðhreinsa þessa ánægjulegu upplifun
þannig að ég hætti við allt slíkt. Síðan hafa
gefist ófá tækifæri til slíkrar greiningar — á
æflngum og tónleikum — eftir að hafa
hlustað á hana syngja ljóðasöng, bænir og
ástarsöngva.
Hún er sópran sem hefur til að bera
mikla tækni og frábæra blöndu af blæ-
brigðum, styrk og stjórn, sem leyflr af-
bragðs breytileika raddarinnar. Hún held-
ur tónunum á fyrirmyndar hátt og á sama
hátt blæbrigðum þeirra. Þeir eru teknir
með glæsibrag, rólegum útblæstri, leikni
og öryggi, þá lengdir og auknir að því
marki sem hún óskar. Hennar sterkasta
hlið er miðsvið raddarinnar en þar hljóm-
ar hún best; er fyllri, ljúf og rík af yfirtón-
um. Hæstu tónar hennar eru afar, afar
fallegir, þó þeir séu kannski ekki sindr-
andi, og þar er ekki að heyra minnsta vott
um óöryggi. Meðal þeirra tóna sem ég
heyrði þarna í fyrsta skiptið voru hinir
hættulegu F-tónar í „Söng næturdrottning-
arinnar" úr „Töfraflautunni" sem hún söng
af áhyggjulausu sjálfstrausti.
Notar hvert tækifæri til að
koma fram og syngja
Eftir að hafa hlustað á hana syngja fjöl-
breytta tónlist kemur í ljós að hún nýtur
sín mjög vel sem sópran í óperutónlist, en
hún er afar fjölhæf og nýtur sín því einnig
vel í ljóðasöngvum Norðurlanda og Þýska-
lands og ítölskum söngvum, sem og trúar-
legri tónlist. Ekki síst komu sönghæíileikar
Jóhanna hélt fyrirlestra í nokkrum skól-
um á ítahu í fyrravor til að æska Ítalíu
mættl kynnast íslandi örlítið. Svo vel
tókst til að áfram var haldið með fyrir-
lestrana um haustið.
Á tónleikum í Parma í tilefhi af 175 ára fæðingarafmæli Verdis. Þama er hún með
hinum vel þekkta „27 klúbbi" sem svo nefnist eftir höfðatölu meðlimanna sem em
jafnmargir og ópemr Verdis.
hennar í ljós á tónleikum þar sem henni
tókst einkar vel upp þó rödd hennar væri
ekki upp á það besta í það skiptið vegna
kvefs.
Og ekki má gleyma túlkun hennar á
Bach. Hann gerir sannarlega kröfúr til þess
að röddinni sé beitt af þeirri ögun og ná-
kvæmni að helst mætti líkja við að leikið
sé á hljóðfæri. Slíkt er í sjálfu sér fjarri
þeirri ástríðu og hlýju sem einkennir söng
Jóhönnu. Jóhanna flytur okkur Bach á
þann hátt sem ef til vill mætti kalla óná-
kvæman samkvæmt strangasta skilningi,
eigi að síður Bach sem er hárnákvæmur í
hljómfalli og einurð, en síður að því er
varðar hrein, öguð blæbrigði. Hún túlkar
Bach á þann hátt að það minnir mig per-
sónulega á rómantíska túlkun Furtwang-
ler-tímabilsins. Ef til vill er þessi túlkun
ekki í tísku sem stendur en hún er eigi að
síður afar hrífandi og ástríðufúll.
Silfurverðlaun
Þó hæflleikarnir séu óneitanlega fyrir
hendi hafa þeir einir ekki nægt til að koma
henni auðveldlega að í heimi ítalskrar tón-
listar, þar sem strangar verndarreglur eru í
gildi — að vísu ekki að 'nauðsynjalausu en
oft mjög óréttlátar í garð útlendinga. Til
að yflrstíga þessar hindranir notaði Jó-
hanna hvert tækifæri sem gafst til að
syngja og koma sér á framfæri og sýndi þá
að hún hafði mikla þolinmæði til að bera.
Eftir að hafa dvalið mörgum sinnum á
ítalíu, um lengri og skemmri tíma, tókst
þessari óperusöngkonu frá Reykjavík loks
að uppskera eins og hún hefur sáð, þegar
hún hélt nokkra athyglisverða tónleika síð-
astliðið haust, aðallega í Parma og ná-
grenni. Þeir hlutu mjög góða dóma ffá
áheyrendum jafht sem gagnrýnendum,
blöðum og sjónvarpi.
Hún hlaut silfúrverðlaun fyrir söng (Art
of Belcanto) sem viðurkenningu fyrir
hæfileika sína. Þetta var á tónleikum sem
haldnir voru til heiðurs hinum mikla bari-
tónsöngvara Rolando Panerai í bænum Ta-
biano Terme. Á eftir fylgdi hátíð í Parma í
tilefni af 175 ára fæðingarafmæli Guiseppe
Verdi, þar sem hluti af hátíðahöldunum
var skipulagður af frægum óperusöngvara-
samtökum, „27 klúbbnum" (tónskáldið
samdi einmitt 27 óperur), í samvinnu við
hinn álíka fræga Corale Verdi. Næst lá leið-
in affur til Tabiano Terme á erflða söng-
skemmtun þar sem flutt var tónlist ffá
Norðurlöndunum ásamt ítalskri óperu-
tónlist. Þessi dagskrá var síðan endurflutt í
bænum Brescia í Lombardy-héraði, á góð-
gerðartónleikum til styrktar krabbameins-
rannsóknum, einnig í miðaldakastala í
Noceto og í „Ridotto" (litla salnum) í 19.
aldar leikhúsinu Magnani í Fidenza. Við
lok tvennra síðasttöldu tónleikanna lofuðu
borgarstjórar beggja borganna söng Jó-
hönnu og létu í ljós þá von — sem er einnig
von fjölmargra annarra sem hlýtt hafa á
söng hennar — að hún kæmi sem fyrst
aftur.
Persónutöfrarnir
Ekki má gleyma að auk sönghæfileik-
anna hefur Jóhanna hæfileikann til að hrífa
fólk með sér, ekki aðeins í söngnum held-
ur og vegna þessa opinskáa persónuleika
hennar. Glaðværð hennar og bjartsýni eru
smitandi; bros hennar og glampi í augum
hverfa aðeins þegar hún hugsar um ástvini
sína svo fjarri og þá sérstaklega barnabörn-
in, Hauk Þór, Birgi Hrafn og Arnar Má.
Persónutöffar hennar hafa aflað henni fjöl-
margra og ólíkra vina. Það virðist óhugs-
andi að ókunnugri manneskju á göngu um
götur Piacenza sé heilsað hvarvetna af vin-
um og kunningjum en sú er þó raunin
með Jóhönnu. Hún er nú heiðursborgari
16 VIKAN 14. TBL. 1989