Vikan


Vikan - 13.07.1989, Page 27

Vikan - 13.07.1989, Page 27
BÆKUR Höfundur ísfólksins, Margit Sandemo, í Vikuviðtali Þaft stendur alltaf ff einhver á balcvift mig þegar ég skrifa" Hver er hún, konan sem skrifar sögurnar um ísfólkið; sögurn- ar sem fá blóðið til að renna hraðar í æðum les- enda eða frjósa? Spennu- sögurnar um lífið í Noregi fyrir mörgum öldum — sögur um venjulegt fólk og samskipti þess við yfirnáttúrulegar verur, ekki síst kynmök. Mörg- um þykja þessar sögur í djarf- ara lagi og að þar sé of langt gengið í lýsingum á öllu því ótrúlega sem fyrir sögupersón- ur ber — en þeir hinir sömu láta þó ekki eitt einasta af þeim 46 heftum sögunnar sem út eru komin fram hjá sér fara, sérstaklega ekki íslenskir les- endur sem af Norðurlanda-. þjóðunum kaupa flest eintök miðað við íbúafjölda, en talið er að alls lesi um 6 milljónir manna bækurnar. Margir eru þess fúllvissir að konan sem sögurnar skrifi hljóti að vera eins konar Jackie Collins norðursins. Hún kemur því talsvert á óvart hún Margit Sandemo, höfúndur ísfólksins, auk fjölda annarra bóka. Við fyrstu sýn minnir hún helst á hlýja og góða ömmu — ömmu sem seg- ir börnunum sögur og ævin- týri, nema hvað þessi amma segir „fullorðnum" börnum sögur og ævintýri. „Þetta ERU ævintýri fyrir fúllorðna og ég hef oft verið beðin um að skrifa sögur við hæfi barna, því mínar sögur þykja of grófar og of mikið um kynlíf í þeim. En stór hluti les- enda minna eru unglingar - alla vega eru þeir duglegastir að skrifa mér — og ef ég feri að fera sögurnar niður á plan sem ætti að hæfa þeirra aldri þá veit ég að þeir myndu ekki lesa þær.“ — Myndirðu segja að sögurn- TEXTI: BRÝNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Margit Sandenio með Marit Kjellevold og kærasta hennar, David Pedersen, en Marit vann spumingakeppni um ísfólkið. ar þínar væru Dallas bók- menntanna? „NEI! Alla vega vona ég að svo sé ekki.“ —Ýmsir hafa sagt að kynlífs- lýsingar í bókunum séu í djarf- ara lagi, áttu auðvelt með að skrifa þannig lýsingar? „Þegar útgefendurnir báðu mig um að skrifa ísfólkið þá vildu þeir meðal annars að þar kæmi kynlífið við sögu. Ég er ekki af þeirri kynslóð sem á auðvelt með að tala opinskátt um kynlíf (Margit er fædd 23. apríl 1924) og fyrst þegar ég var að skrifa kynlífslýsingarnar þá var ég svo feimin að ég faldi mig næstum undir borði á meðan og roðnaði við hvert orð, en svo þegar ég var farin að þjálfast þá var þetta farið að koma svo auðveldlega að jafn- vel útgefandanum blöskraði þegar hann las bókina sem var tuttugasta og fimmta í röð- inni og sagði að nú hefði ég gengið of langt, þannig að ég þurfti að draga úr lýsingunum. Reyndar er ég alltaf varkár og er ekki með kynlífslýsingar bara til að þær séu þarna, en eftir að útgefandinn sagði að nú væri ég farin að ganga of langt þá var ég mjög varkár í næstu bókum, þangað til að læknisfrú ein hitti manninn minn úti á götu og sagði við hann: ‘Nú verður Margit að fara að skrifa kynlíf aftur inn í söguna, það er ekki hægt að hafa bók eftir bók án þess!’ Þrítugasta og þriðja bókin er mjög kynæsandi bók um djöful og lesendurnir eru alveg vit- lausir í þessa bók og mjög ánægðir með djöfulinn. Ég hef fengið þúsundir af bréfum frá lesendum þar sem allir eru ánægðir og hef ekki fengið nema tvo bréf frá óánægðum lesendum, en þeir tilheyrðu sértrúarsöfhuði í Noregi og sögðu að það mætti ekki skrifa um djöfla." * Eitthvað sem dró mig að Stöng — Eru yfirnáttúrulcgar verur í öllum bókunum þínum? „Nei, bara í ísfólkinu og einni annarri sögu. Þegar Blad- kompaniet bað mig um að skrifa ættarsögu þá fannst mér að það hlyti að verða leiðinleg saga, en svo sá ég mynd í kirkju af djöfli sem stóð á bakvið unga stúlku sem var að strokka og á fimmtán mínútum varð til hugmyndin að þrem fyrstu bókunum um ísfólkið. Ég hringdi til útgefandans og sagði honum að ættarsagan yrði um yfirnáttúrlegar verur og sem betur fer tók hann því mjög vel. í sögunum get ég leyft ímyndunaraflinu að leika laus- um hala og þegar við sáum hversu vel lesendurnir tóku því yfirnáttúrulega þá gat ég gerst enn djarfari. Margir hafa spurt mig hvaðan hugmynd- irnar koma og hvort ég byggi sögurnar á eigin reynslu. Þessu get ég svarað á þann veg að hugmyndirnar koma úr mín- um eigin hugarheimi, en ég byggi sögurnar að einhverju leyti á ævintýrum og þjóðsög- um — sem eru sögur sem mér finnst mjög gaman að lesa og sérstaklega ykkar þjóðsögur og ævintýri — og það yfirnátt- úrulega byggi ég einnig á minni eigin reynslu. Allt frá því ég var barn þá hef ég getað séð dána, séð inn í framtíðina og lesið fólk. Reyndar gengur þetta í bylgj- 26 VIKAN 14. TBL. 1989 .nmmm "v.. JKS | 7T vBm Wm » \ JmL Wk WMk is . Sfífpf! i^Br V -eVMM' v

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.