Vikan


Vikan - 13.07.1989, Side 41

Vikan - 13.07.1989, Side 41
GARÐYRKJA þarf að tryggja góða framræslu svo umframvatn nái að hripa í burtu. Vaxtarrými Þegar gróðursett er í lim- gerði er miðað við að um það bil þrjár plöntur fari á hvern lengdarmetra í einfaldri röð; það er nálægt því eitt fet á milli plantna. Notið snúru til að fá beinar raðir og plantið minnst 1/2 metra ffá girðing- um því plönturnar þurfa gott rými þegar fram í sækir. Hávaxnir runnar eins og sír- enur og rifs þurfa 1,5 —2,0 metra millibil en lágvaxnari tegundir eins og runnamura og snjóber 0,5—1,0 metra millibil. Tré sem gróðursett eru í raðir eða þyrpingar, s.s. birki, ösp og reynir, geta þurft 1,5—3,0 metra millibil eða jafnvel meira eftir aðstæðum. Planta má helmingi þéttar ef þurfa þykir en þá verður að gera ráð fyrir að flytja eða fella aðra hverja plöntu þegar fram í sækir. Plöntudýpt — Frágangur Ævinlega skal planta í sömu dýpt og plönturnar stóðu í áður en gera þarf ráð fyrir að moldin sígi um 5 sentímetra. Aspir og víðitegundir mega þó fara dýpra en þær áður stóðu eða sem nemur 20—30 sentí- metrum. Ágræðslur á t.d. rósum þurfa að fara undir jarðvegsyflrborð- ið og rifs og sólber þurfa að fara 5-10 sentímetrum dýpra en þau áður stóðu. Allar skemmdar rætur þarf að klippa burt jafhóðum og plantað er. Neðst í holurnar er gott að setja gamlan húsdýraáburð, fiskimjöl, þangmjöl eða annað góðgæti en umfram allt ein- angra það vel frá rótinni með hreinni mold áður en plantan er sett niður. Holan er svo fyllt til hálfs og stigið þétt að til að festa hana. Þá er settur smá aukaskammtur af líffænum dýrunum og eggjum þeirra. í annan stað er því haldið fram af sumum sem fást við líffænar varnir gegn meindýrum að með því að brenna þá og dreifa ösku þeirra yfir ræktun- arsvæðið megi halda þeim í skefjum. Þrautalendingin er svo sú að nota gegn þeim sniglaeitrið „Snigle kværk". Túlípanar. Þegar túlípanar, Þegar berrótaplöntum er plantað er stuðningsstaurinn rekinn fýrst niður í holuna og plönt- unni plantað hlémegin við staurinn, undan ríkjandi vindátt. áburði og þess gætt vandlega að hann snerti alls ekki bol eða rætur. Á þessu stigi er rétt að reka niður staur vindmegin við plöntuna þurfi hún stuðning og reyra hana fasta með bíl- slöngu við staurinn. Því næst er vökvað og holan fyllt upp af mold þegar vatnið hefur sjatnað. Þegar plantað er í limgerði er best að grafa hæfilega djúp- ar rásir í jarðveginn en fara að öðru leyti að eins og áður er lýst. Hafi limgerðisplönturnar ekki verið klipptar vel niður þarf að gera það eftir að gróðursett hefur verið og á sama hátt getur þurff að klippa og snyrta stakstæð tré svo rétt hlutfall haldist milli greina og rótar. Einstofna limgerðis- plöntur á þó ekki að toppstýfa fyrr en fúllri hæð er náð. Að rótslá Stundum áskotnast fólki trjáplöntur með skömmum fyrirvara og tími til undirbún- ings getur verið naumur. Þá má geyma plönturnar á skugg- sælum stað, rótslá þeim eins og kallað er. Þá eru grafhar holur eða rásir eftir því sem við á, trén sett hallandi niður í þær og gengið lfá á svipaðan hátt og um venjulega gróður- setningu væri að ræða. Best hentar rakaheldin mold til þessara hluta og ef ve er að staðið má geyma trén við þess- ar aðstæður í heilt ár eða jafn- vel lengur. Hvort heldur sem rótslegið er eða gróðursett á venjulegan máta þarf að fýlgjast vel með plöntunum, úða létt yfir þær með vatni öðru hvoru og vökva ef mjög þurrt er í veðri til að vega upp vökvatap. í garðyrkjuverslunum hefúr til skamms tíma fengist sér- stakt efni til úðunar á plöntur, til að varna útgufun. Þetta efini, „Mot uttörrkning", hefur reynst ágætlega á tré sem farin hafa verið að laufgast og þurft hefur að flytja með skömmum fyrirvara. Þegar hnausplöntum og pottaræktuðum plöntum er plantað er staurinn rekinn niður eftir útplöntun vindmegin, eftir ríkj- andi vindátt. páskaliljur og önnur laukblóm hafa lokið blómgun á að fjar- lægja blómin og aðeins blómin. Þetta er gert til að sú orka sem ella færi til fræmynd- unar skili sér betur í laukinn eða hnýðið sem geymir forða- næringu meðal annars til blómgunar á næsta ári. Grápöddur eru gráar á litinn með sporöskjulaga bol og geta orðið l'/2 sentímetri á lengd. Henni má líkja við brynvarðan dreka þegar hún æðir áfram, kúpt að ofan en flöt að neðan, og á hún til að valda spjöllum á gróðri, sérstaklega í gróður- húsum. Þeim má fyrirkoma með sjóðheitu vatni þar sem því verður við komið eða láta þær safhast saman undir blaut- um strigapoka eða fúaspýtum sem lagðar eru á gólfið í gróð- urhúsinu. Grápöddur eru sólgnar í áfengi og þær er hægt að veiða í dökka glerflösku með vínlögg í; þannig fyrir komið að stúturinn snerti jörð. Sniglaeitur hefur einnig verið notað gegn þeim með sæmi- legum árangri. Brennisteins- svæling eða svæling með formalíni/kalíumpermanganati væri einnig hugsanleg en alls ekki nema í umsjá sérfræðinga. 14. TBL.1989 VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.