Vikan


Vikan - 13.07.1989, Page 49

Vikan - 13.07.1989, Page 49
FATMAÐUR Konunum í byrjun tuttugustu aldarinnar fannst ekki nóg að losna við lífstykldð, þær vildu einnig losna við kvenlega vöxt- inn og klæddust þá undirfatnaði sem gerði þær flatbrjósta og strákslegar. í mótmælaskyni við fegurðar- samkeppni hvers konar árið 1968 hentu konur brjósta- höldurum, rúllum og kvenna- tímaritum í öskutunnur frjáls- ræðisins. Kona missti starf sitt fyrir að skipuleggja brjósta- haldaralausan föstudag í vinn- unni hjá sér. Leikkonan Marlo Thomas, sem lék í sjónvarps- þáttum sem voru vikulega á dagskrá, That Girl, hætti að vera í brjóstahaldara í þáttun- um og sagði: „Guð skapaði konuna þannig að hún dúar — og þannig mun hún vera.“ Líf- stykkjaffamleiðendur fengu fyrir hjartað en þeir höfðu tím- ann og þyngdarlögmálið með sér. Læknar vöruðu við sliti og of miklu álagi á brjóstvöðvana. Og þekktur greinahöfundur kom með það ráð að ef kona gæti haft blýant undir brjóst- unum, án þess að hann dytti niður á gólf, þá þyrftu brjóstin á stuðningi að halda. En eftir allt þetta komu á markaðinn brjóstahaldarar fyrir þær sem ekki vildu vera í brjóstahaldara en þurftu þess. Þeir eru svo þunnir og efnislitlir að það er næstum eins og konan sé ekki í neinum. Nútímakonan Með hættulegum kynsjúk- dómum eins og eyðni er gam- aldags daður komið í tísku á ný og um leið er látið sjást aðeins í brjóstin. Um leið eru brjósta- stækkanir orðnar vinsælustu fegrunaraðgerðirnar. Þegar söngkonan Madonna kom fram í síðum brjóstahaldara jókst sala þeirra um Ieið og frægir tískuhönnuðir teiknuðu spariútgáfu af slíkri flík. Nú má því segja að brjóstahaldarar hafl færst frá því að vera innan- undirfatnaður í að vera utan- yfirfatnaður. Og með mynd- inni Dangcrous Liaison hefúr lífstykkið meira að segja kom- ist í tísku aítur. Útlitslega þykir einhverjum það kannski gott en enn þann dag í dag er það jafnslæmt fyrir heilsuna og það var fyrir hundrað árum, enda leið yflr eina ef ekki tvær leik- kvennanna í myndinni. Hver þróunin verður á næstunni er ekki gott að segja en hvort sem það er afmælisins vegna eða af einhverju öðru þá er þessari hundrað ára gömlu flík flíkað meira þessa dagana en nokkru sinni fyrr og ekki nema gott eitt um það að segja. (Byggt á Life og „Profile of a Company".) „Káta ekkjan“ hétu brjósta- haldarar eins og þessi „út í eitt“. Lana Turner lék í sam- nefndri mynd þar sem sltk flík sást í fýrsta sinn og segir hún að það hljóti að hafa ver- ið karlmaður sem hannaði hana - svo óþægileg væri hún. Madonna notaði brjóstahald- ara sem utanyfirflík og þar með fékk brjóstahaldarinn nýtt hlutverk. Á sjöunda áratugnum hentu konumar brjóstahaldaranum til marks um firelsi sitt og brjóstahaldaralausa tískan hóf þar með innreið sína. 14. TBL. 1989 VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.