Vikan


Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 54

Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 54
POPP Holly og sprengjan Athyglisverð umfjöllun um Holly Johnson, fyrrum söngvara Frankie Goes to Hollywood, vegna nýútkominnar sólóplötu hans TEXTI: BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON Hvar væri bresk popptónlist í dag ef Frankie Goes to Hollywood hefði ekki komið fram á sjónarsvið- ið. Þessa spurningu rakst ég á í bresku popptímariti þar sem „popppælari" velti fyrir sér áhrifavöldum í bresku tónlist- arlífi á síðustu árum. Þrátt fyrir að Frankie hafl á sínum tíma verið umdeild hljómsveit hvað varðar starfsaðferðir og fram- komu hefur hún skrifað nafh sitt á spjöld sögunnar. Frankie breytti mörgu, ekki nóg með að tónlistarstíllinn var frá- brugðinn heldur var boð- skapurinn annar en gengur og gerist hjá venjulegum dægur- lagahljómsveitum. í Frankie var ekki sungið um ástina — heldur um stríð, samskipti stórveldanna og gert grín að öllu. Lög eins og RELAX — TWO TRIBES og WAR vísa beint til þeirra samskipta- örðugleika sem stórveldin búa við í dag. Um tíma var bannað að sýna tónlistarmyndbönd Frankies í USA vegna þess að í einu þeirra var þáverandi for- seta Bandaríkjanna, Ronald Re- agan, stillt upp í hnefaleika- hring ásamt aðalritara kommúnistaflokksins í Sovét- ríkjunum, Gorbatsjov, og þeir látnir slást. Holly Johnson (söngur) var stofnandi Frankie Goes to Hollywood. Hann sá draum sinn rætast þegar Frankie varð til. Hljómsveitin var barnið hans Hollys. Ferillinn Holly Johnson fæddist í Rio de Janeiro 2. september 1961 og er því 28 ára gamall. Hann fluttist ásamt foreldrum sínum fimm ára gamall til Liverpool í Englandi. Tólf ára fór hann að fá áhuga á tónlist og spilaði í frístundum á kassagítar og samdi lög. Áhrifavaldar á þess- um árum voru Mark Bolan og David Bowie. Sextán ára hætti hann í skóla og gerðist bassa- leikari í hljómsveitinni Big in Japan. Ári síðar var hann rek- inn úr hljómsveitinni, hljóm- sveitarmeðlimir töldu hann of heimskan. Á þessum árum var hann farinn að vera öðruvísi, hann segir sjálfur að hann hafi ríka tilhneigingu til að hneyksla og að vera öðruvísi. Sautján ára hljóðritaði hann sín fyrstu lög en ári síðar var Frankie stofnuð. Hljómsveitin æfði í þrjá mánuði en þá slitn- aði upp úr samstarfinu. Það var ekki fyrr en 1982, þegar m.a. Mark O’Toole og Peter Gill komu til liðs við Holly, að Frankie Goes to Hollywood fór að gera markverða hluti. Hljómsveitin gerði plötu- samning við ZTT sem síðar átti eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Holly Johnson. Það var svo í nóvember ’83 að fýrsta smáskífulag Frankies kom út og í janúar komst Relax í fyrsta sæti breska vinsældalistans og sat þar í fimm vikur. Seinna á árinu kom út önnur smáskífa Frankies, Two Tribes. Það lag sat á toppnum í níu vikur á meðan Relax var í öðru sæti. Það var því strax orðið aug- Ijóst að þessi nýja tónlistar- stefna átti upp á pallborðið hjá fólki. Velgengni hljómsveitarinn- ar var mikil á þessum árum og platan sem kom í kjölfar þess- ara vinsælda, Welcome to the Plesuredome, seldist í milljón- um eintaka víða um heim. 1986 kom út önnur breiðskífa Frankies, Liverpool. Hún náði ekki sömu vinsældum og fyrri platan og það var svo í mars 1987 að Holly Johnson yfirgaf barnið sitt, Frankie Goes to Hollywood. Málaferlin Ástæðan fyrir brottför Hollys J. úr Frankie fannst fólki óskiljanleg. Hann sagði að það væri orðið tímabært að hann færi að gera eitthvað annað og það kom á daginn að hann ætl- aði að hefja sólóferil. Hann var orðinn 26 ára gamall og fannst að þáttaskil yrðu að eiga sér stað í lífi sínu. Viss þreyta var líka farin að gera vart við sig í hljómsveitinni. Hann taldi sig því lausan allra mála hjá útgáfúfýrirtæki Frankies, ZTT, með því að hætta. ZTT var ekki á sama máli og taldi hann samningsbundinn fyrirtækinu þann tíma sem hljómsveitin Holly Johnson - poppundur niunda áratugarins. 52 VIKAN 14. TBL.1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.