Vikan


Vikan - 13.07.1989, Page 55

Vikan - 13.07.1989, Page 55
POPP hafði samið um. Upp úr þessu hófust mikil málaferli sem síð- ar fóru fyrir rétt og urðu að lokum mikið hitamál. „Það sem ég gerði var mikilvægt. Þetta varð sögulegt því enginn hafði áður unnið svona mál. Möguleikarnir voru ekki miklir. Ég var undir miklu and- legu og líkamlegu álagi þann tíma sem réttarhöldin stóðu yfir, en guð hvað ég er feginn að þetta er afstaðið,“ segir Holly. Það var ekki langt liðið frá að réttarhöldunum lauk þegar Holly skrifaði undir plötu- samning við MCA útgáfúfyrir- tækið. 24. apríl (1989) kom svo út fyrsta sólóplata hans, BLAST. „Ég er að byrja upp á nýtt. Það er miklu ánægjulegra að semja lögin sjálfúr og útsetja þau en að standa í eilífu rifrildi við hljómsveitarmeðlimi um hvernig eigi að gera hlutina," segir Holly. Hann er öðruvísi Það sem gerði Frankie ekki síst vinsæla á sínum tíma var hegðun þeirra félaga og fram- koma. Þeir voru flestallir kyn- villtir, sköpuðu sína eigin fata- tísku og voru með ákveðnar skoðanir. Áberandi útlit er mikilvægt fyrir hljómsveitir. Holly Johnson var frá barn- æsku talinn öðruvísi. Hann fór ótroðnar slóðir. Eins og áður hefur verið sagt var hann rek- inn úr hljómsveit ungur að árum fyrir að vera talinn of skrítinn. Fyrst vegnaði honum ekki vel en það kom á daginn að hægt er að græða stórfé á því að teljast skrítinn. Nýjasta og fyrsta sólóplata Hollys ber nafn með rentu. BLAST þýðir í stuttu máli sprenging og lýsir það plöt- unni mæta vel. Fyrstu vikuna eftir að Blast kom út seldist hún í 100 þúsund eintökum og núna, þegar þetta er skrifað, nálgast hún 500 þúsundin. BLAST inniheldur tíu stór- góð lög. Gullmolarnir eru tví- mælalaust Atomic City, Ameri- icanos, S.U.C.C.E.S.S., Love Train og Got it Made. Platan er sprengja, gamli góði Frankie- takturinn er áberandi en þó flokkast þessi tónlist undir danstónlist og það er aðeins eitt rólegt lag á plötunni, Feel Good, sem fjallar um þá vellíð- an hans þegar réttarhöldunum var lokið. Holly er þó ekki laus við það að vera öðruvísi og á BLAST er hann stöðugt að deila á hin og þessi fýrirbæri. í laginu Atomic City heyrist: .. .We’ve got no ozone ... We got radiation, eða: Við erum búin að eyðileggja ósonlagið og eigum ekkert eftir nema geislavirkni. í laginu Ameri- canos gerir hann óspart grín að Bandaríkjamönnum og í text- anum kemur ffam að...There’s a place, where a kid without a cent, can grow up to be a pres- ident. í stuttu máli: Það er til staður þar sem börn geta fæðst fátæk en engu að síður endað sem forsetar. Holly hefúr ekk- ert breyst en hann sér að fólk tekur eftir þessu, og því ekki að halda áfrarn? Holly Johnson semur öll Iögin sjálfur en honum til að- stoðar er Dan Hartman sem reyndar er aðalútsetjari plöt- unnar og upptökustjóri. Það kemur engum á óvart að Holly skyldi fá Hartman til liðs við sig, hann hefur um árabil verið mjög eftirsóttur upptökustjóri. Hér á árum áður starfaði hann þó aðallega sem tónlistarmað- ur. Hver kannast ekki við In- stant Replay, frægt diskólag frá 1980, og Ring My Bell sem hann samdi fyrir Anitu Ward og varð mjög vinsælt á sínum tíma? Holly er fullur af hugmynd- um en spilar þó ekki á neitt hljóðfæri. Það kemur sér ein- mitt vel fýrir hann að starfa með Hartman því hann er slunginn útsetjari og á auðvelt með að skilja og útsetja hug- myndir. Blast er eiguleg plata sem unnendur góðrar dans- tónlistar ættu ekki að láta fara fram hjá sér. Og til ykkar sem hlustuðuð á Frankie á sínum tíma (og gerið jafnvel enn): Þetta er ein í Frankie-safnið. „Það er dásamlegt að lifa og allt gengur svo vel. Ég er feg- inn að undangengnir erfiðleik- ar eru að baki því nú get ég einbeitt mér að því lífi sem ég vil lifa.“ Það má segja að hann sé á sigurbraut. Hann hefur hafið nýtt líf. Holly hefúr lítið samband við fyrrum félaga sína í Frankie og núna býr hann með umboðsmanni sín- um, Wolfgang. Við eigum ör- ugglega eftir að heyra meira frá Holly Johnson í framtíð- inni. □ • Honum var sparkað úr hljómsveit fyrir að vera of heimskur. • Draumurinn er að eign- ast vind- myllu í Amster- dam. • Hann er kynvilltur og fer ekki leynt með það. Holly Jolly - eins og hann er jafnan kallaður. 14.TBL.1989 VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.