Vikan


Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 62

Vikan - 13.07.1989, Qupperneq 62
Frh. af bls. 57 draslinu eins og hann fór frá því. Hann læsti dagstofunni og fór út að fá sér morg- unverð. Eftir hádegið fór hann í Hyde Park, einn ffægasta úti- og skemmtigarð Lundúna- borgar, naut þar útiloftsins og undi sér við að horfa á endurnar að leik sínum og annað saklaust líf stórborgarinnar. Um kvöldið neytti hann kvöldverðar í klúbbn- um sínum. Það var efst á baugi hjá honum að losa sig úr þessari prísund hjá Pétri, en hvað átti hann að taka fyrir? Fara til Skotlands eða Wales eða þá leigja sér vagn og fara á flakk. Hann átti bágt með að ákveða sig. Er hann kom heim í íbúðina aftur hafði hann ekki komist að neinni niðurstöðu. íbúðin var hræðilega útleikin. Það átti ekki við hann að vita af allri þessari óreiðu í kringum sig og að hafast ekki að. Nei, Pét- ur skyldi fá að koma að öllu eins og hann gekk frá því. Sandy Iagðist snemma til hvílu og naut þess að eiga í vændum í fyrsta skipti í lengri tíma friðsæla nótt. Hann sofnaði þegar. Klukkan um tólf vaknaði hann við að all- ar turnklukkur Lundúna slógu en um leið heyrir hann að lykli er snúið í útidyra- hurðinni. Hvað er nú á seyði? hugsaði hann með sér. Þetta hlýtur að vera Pétur, kominn aftur fyrr en ætlað var. Hann vatt sér fram úr rúminu og út í anddyrið. Honum brá heldur í brún við þá sýn er blasti við honum. Andspænis hon- um stóð há og grönn ung stúlka með kápu á handleggnum og ferðatösku í hendi. Hún var berhöfðuð en daufan bjarma írá loft- ljósinu bar á gulllitað hárið. Hún stóð þarna grafkyrr og horfði á hann ísköldu augnaráði. Hún hlýtur að hafa veitt athygli kínverska skrautvasanum er hann hafði ætlað að forða frá tortímingu og lagt við hliðina á dragkistunni því hún snarbeygði sig eftir því, mundaði það og einhenti því í höfuð honum. Það hitti hann beint í ennið. Hann lyppaðist niður á gólfið hálfmeðvit- undarlaus. Hann sá alls staðar stjörnur. Aldrei á ævi sinni hafði hann séð slíkan aragrúa af fallegum stjörnum. Þær voru sítrónugular, smaragðsgrænar og fjólubláar, sem sagt allir heimsins fegurstu litir birtust honum, þær lýstust og dóu út á víxl. Smátt og smátt fór að rofa til í kringum hann og þokunni tók að létta. Hann reyndi að gera sér grein fyrir at- burðinum en það var honum um megn þar sem hann lá hálfrotaður í valnum. Valkyrjan stóð yfir honum, sjálfsagt sigri- hrósandi yflr þessu afreki sínu og misk- unnarlaus. Hann hafði löngun til að bera ffam af- sakanir og gefa skýringar á hérvistarveru sinni en til þess var hann of máttfarinn. Taldi heppilegast í bili að loka augunum og segja ekki eitt einasta orð. Auðvitað hlaut þetta að vera ein af vin- konum Péturs, sem komist hafði yfir úti- dyralykilinn og ætlaði að taka hús á hon- um um hánótt. 5MÁ5AC5A Nú varð hann þess óljóst var að hún var farin að þvo andlit hans og gera að sárum hans þarna á vígvellinum. Hún þreifaði eft- ir slagæðinni. Ef til vill gat hún upplýst hana um það sem hún vildi vita. Að minnsta kosti sagði hún og var nú óblíð á manninn: — Hættið þessum leikaraskap. Þér hafði fúlla meðvitund. Hvað eruð þér að aðhaf- ast hér í íbúðinni? Er þetta tilraun til inn- brots eða annað enn verra? Hann lauk upp augunum, með hálfum huga samt, og gat nú sest upp og hallað sér að veggnum. Hann gerði tilraun til að hugsa málið. Hún hlyti að vera meira en lítið biluð að ímynda sér að nokkur óvitlaus maður feri að fremja innbrot á einum saman nær- klæðunum. En hann lét samt ekki þessar hugsanir sínar í ljós heldur spurði hann hana einfaldlega hvaða erindi hún ætti hingað. — Ég, sagði hún og nú sprakk blaðran. — Við hvað eigið þér, maður? Þetta er mín eigin íbúð. Klukkan um tólf vaknaði hann við að allar turnklukkur Lundúna slógu en um leið heyrir hann að lykli er snúið í útidyrahurðinni. Hvað er nú ó seyði? hugsaði hann með sér. Þetta hlýtur að vera Pétur, kominn aftur fyrr en œtlað var. Hinn hræðilegi sannleikur var að birtast Sandy. Hann sá ekkert annað en hyldýpið framundan. Þessi „gamla skjóða", eins og Pétur kallaði þessa ffænku sína, hafði þá verið tómur tilbúningur, með öðrum orð- um haugalygi. — Eruð þér þá þessi ffænka Péturs? stundi hann upp með erfiðleikum. — Hvar er Pétur? spurði hún. — Hann fór í ferðalag í nokkra daga. — Og hver eruð þér, ef ég mætti sþyrja? — Pinkerton, Pinkerton majór, og nú var hann farið að svima aftur. Hann heyrði óljóst einhverjar raddir. Það var talað í símann við sjúkrahúsið og beðið um sjúkrarúm, en það var ekki fyrir hendi. Ungur maður með læknistösku var kom- inn á vettvang. — Þér hafið gefið honum einn vel útilátinn, varð honum að orði. — Já, getur verið, en hvernig átti ég að vita hvernig á ferðum hans stæði hér? sagði hún við lækninn. - Ég verð víst neydd til að hafa hann hér meðan hann er að jafna sig. Sandy var nú færður inn á legubekk í einni stofunni. Læknirinn gaf honum tvær töflur en við það versnaði ástand hans um allan helming. Hann sá Claudiu í öllu og alls staðar. Honum fannst hún ganga fast ffam í því að hann kæmi og borðaði með sér hádegisverðinn. Hann var á stöðugum flótta um allt herbergið. — Hvað gengur eiginlega á? Viljið þér gjöra svo vel og halda yður á legubekkn- um, sagði frænka Péturs r dyragættinni. — Þetta endar með því að nágrannar mínir bera fram kvartanir. — Fyrirgefið, stundi Sandy um leið og hann lagðist fyrir á legubekkinn. — Það var Claudia, hún var rétt búin að klófesta mig. — Claudia? — Já, hún er ekkja og vill komast til Austurlanda. — Hamingjan góða! Hvað skyldi koma næst? muldraði hún um leið og hún lokaði dyrunum. Morguninn eftir færði hún honum kaffi, mjólk og smurt brauð. Hún spurði hann um líðanina, hvernig hann hefði sofið og hvort hann vanhagaði um eitthvað. Að öðru leyti var enginn vorkunnarhreimur í röddinni. Er hann hafði neytt þessa og þakkað henni fyrir kvaðst hann mundu klæða sig og flytja sig í klúbbinn sinn. Hann var auðmýktin uppmáluð. — Vitleysa, sagði hún, — þér farið ekki fet, eruð enginn maður til þess ennþá. Enda kom það í ljós er hann settist fram á og gerði ítrekaðar tilraunir til að standa í fæturna. Hann varð að skríða aftur upp í. - Hvað eruð þið Pétur búnir að búa hér lengi? spurði hún og nú var eitthvað farið að lækka í henni rostinn. — Nokkrar vikur, svaraði Sandy. — Hann sagði að þér hefðuð lánað sér íbúðina. — Einmitt það. Svo hann hélt því fram. Vitið þér hvar hann komst yflr útidyralyk- ilinn? — Hef ekki hugmynd um það. — Svo haflð þið haft hér samkvæmi og... og kvenfólk? - Já, í tugatali, andvarpaði Sandy, - en þær voru ekkert á mínurn snærum, flýtti hann sér að bæta við. — En Claudia, er hún undanskilin? - Það var þannig, hálfstamaði hann, - hún þráir að komast til Austurlanda og svo var það þessi hádegisverður. Hvaða dagur er annars í dag? — Laugardagur, svaraði hún. Honum virtist létta. — Þá er sú hættan liðin hjá. Það átti víst að ske í gær. — Þrátt fýrir það að við virðumst tala sömu tungu skil ég hvorki upp né niður í þessu, sagði frænkan. - Ef ég hefði haft hugmynd um að þér væruð á næstu grösum þá hefði ég vissu- lega tekið til höndum hér í íbúðinni. Ég var vanur að gera það en orðinn bæði leið- ur og gramur við Pétur, sem ætíð kom sér hjá því. — Á ég annars ekki að reyna að nálgast þessa Claudiu fyrir yður? spurði hún og 60 VIKAN 14.TBL 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.