Vikan


Vikan - 13.07.1989, Síða 67

Vikan - 13.07.1989, Síða 67
5TJORNUMERKI FYRRI HLUTI: Pað skiptir ekki máli úr | hvaða umhverfi ljón- * ið kemur, hvaða upp- eldi það hefur hlotið né heldur hver fjárhagsstaða þess er, það er ævinlega konungur í ríki sínu og það breytir engu hvort ríkið er ofursmátt eða risastórt. Það sem skiptir máli er að ljónið sé viðurkennt sem stjórnandi í öllum tilvikum. Sérhvert ljón veit að það er betri skipuleggjari en nokkur annar og hegðar sér sem væri það konungur dýranna. Þegar ljónið birtist þýðir ekki annað en láta það stjórna. Ef ljónið finnur andstöðu bregst það illa við og stór- mennskan lætur á sér bæra. En það nægir stundum að láta sem maður leyfi ljóninu að ráða, það lætur blekkjast. Stundum vill brenna við að vald peninganna stígur ljóninu til höfuðs ef það verður skyndilega frægt eða vel gengur. Þetta getur að minnsta kosti gerst ef ljónið er ekki lífs- reynt og hefur ekki notið góðs uppeldis. En yfirleitt er ljónið þó nokkuð vitiborið og lætur Þannig ew Ijónið ekki skyndilega velgengni fara illa með sig. Ljóninu hættir þó til að ganga helst til langt. Kon- an setur gjarnan á sig helst til marga hringa og minkapelsinn hennar er líka af dýrara taginu. Karlinn gortar af því hvað hon- um hefur tekist vel að fjárfesta og hann vill helst aka um í bíl sem er ofurlítið stærri og fínni en bíll nágrannans og þá oft heldur dýrari en hann hefur í rauninni ráð á. Og sé einhver svo vitlaus að fara að setja ofan í við ljónið hefur það alltaf af- sakanir á reiðum höndum: Mér líkar aðeins það besta. Og það er hárrétt. Ekkert er til verra en mont- ið og gortandi ljón. Það reynir að drottna yfir lífi annarra eins og tillitslaus harðstjóri. Oft er hægt að finna ástæður fýrir þessari framkomu í fortíð ljónsins. Það hefur ef til vill átt erfitt en svo getur líka verið að ljónið skorti karakter og það skjóti sér þess vegna á bak við mont og yfirlætislega fram- komu. Sem betur fer verða ekki oft á vegi manns þessi verstu afbrigði af ljónunum. Miklar kröfur Ljónið gerir miklar kröfur til sjálfs sín og hafi það ákveðið að læra eitthvað leggur það sig allt fram. Þegar áhuginn er vakinn breytir ljónið ekki auð- veldlega um stefhu eða fýrir- ætlanir. Þetta á líka við þegar ljónið hefur valið sér maka eða vin, ljónið skiptir ekki oft um vini. Sama gildir um áhugamál sem ljónið hefur ef til vill feng- ið þegar í bernsku, þau fylgja því yfirleitt í gegnum lífið. Ljónið á auðvelt með að velja strax á unga aldri og skoðanir og stefnur, sem þá hafa orðið til, fylgja því um alla ókomna tíð. Þrátt fyrir að ljónið vilji yfir- leitt vera í fararbroddi sættir það sig við að vera undir aðra sett svo ffemi um sé að ræða fólk sem auðvelt er að bera virðingu fýrir og er jafnvel duglegra en ljónið sjálft. Oft er ljónið mjög ósveigjanlegt og þyrfti að rækta með sér meiri lipurð. Geri Ijónið það ekki getur það orðið til þess að gamlar hefðir ráða allt of lengi. Það sem var vel við hæfi, þegar Ijónið var ungt, passar ef til vill alls ekki þegar fram í sækir — er bæði gamaldags og úrelt. Ljónið lætur ekki auðveld- lega æsa sig enda er það allt of jákvætt og bjartsýnt til þess að geta orðið órólegt. Ljónið er hugsandi og það gefur ekki svar fýrr en það er alveg visst í sinni sök. Oftast er ljónið á- kveðið og lætur ekki neyða sig til þess að taka ákvarðanir sem ef til vill reynast rangar. Að minnsta kosti gerist þetta ekki nema einu sinni því ljónið lær- ir af mistökunum og gerir ekki sömu mistökin í tvígang. Ljónið er mjög tilfinninga- næmt, því hættir til að fara að gráta bæði í bíó og í leikhúsi og það hrífst af glæsilegum senum og listaverkum. Þján- ingar samborgaranna hafa líka áhrif, ekki síst ef það eru börn sem þjást. Ljónið sýnir þá meðaumkun sína í verki. Ljón- ið er stórt í sér og gerir aldrei neitt til hálfs og það er for- dómalaust. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú hefur mikið að gera þessa dagana því aðalhjálpar- hella þín skorast úr leik. Þú nýtur samfunda með fólki sem þú hitt- ir mjög sjaldan. Þú reynir nýjung- ar sem gefa góða raun. Nautið 20. apríl - 20. maí Þreyta og sljóleiki eru óvinir þínir um sinn; láttu samt sem minnst fara framhjá þér. Sambýlismaður þinn gerir þér greiða. Þú færð gott tilboð í hlut er þú átt. Þú færð margar rukk- anir. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú nýtur meiri hjálpar en þú hafðir búist við og því lýkurðu verkefnunum af á réttum tíma. Þú ferð í nokkurra daga ferðalag með skemmtilegu fólki. Þú tekst á við nýjan vanda. Krabbinn 22. júní - 22. júlí “ Maður í fjölskyldutengsl- um við þig tekur af þér snúninga sem þú hefur lengi kviðið fyrir. Þú verður fyrir nokkrum átroðn- ingi af fólki sem þér er lítið um. Pósturinn á margar ferðir til þín. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú ert ekki ánægð(ur) með starfsaðstöðu þína. Þú hugsar mikið um að breyta til og framkvæmir ýmislegt því til undirbúnings. Þú kaupir hlut er veitir þér mikla og daglega þjón- ustu. tMeyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú átt langa og lærdóms- rlka ferð fyrir höndum. Þú verður vitni að atvikum sem auka skiln- ing þinn á afstöðu ákveðinna að- ila. Þú verður frá vinnu stuttan tíma. Vogin 23. sept. - 23. okt. Stattu við gefin loforð, þótt þú verðir að fórna einhverju til þess. Þú gerir skyssu sem erfitt verður að leiðrétta. Þú skemmtir þér vel um helgina. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þú færð góð tækifæri til að koma þér áfram á vissri braut. Eitthvað þvingar þig svo þú færð ekki notið þín. Reyndu einhverjar nýjungar, þær gætu dreift huga þínum. Föstudagur er viðskipta- dagur. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú ert vel fallin til að um- gangast ókunnuga og kannt starf þitt vel. Líkur eru á að þér verði falin umsjá tiginna gesta. Þú lendir í ævintýri sem verður eftirminnilegt. VSteingeitin 22. des. - 19. janúar Tilfinningar og bráðlyndi hjálpa til að koma þér í klípu. Mál sem lengi hefur verið á dagskrá er nú tekið fyrir af krafti og leyst. Varastu að ofþreyta þig; eigðu einhvern tíma fyrir sjálfa(n) þig. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þú átt von á mótvindi og verður að halda vel um stjórnvöl- inn ef þú vilt halda þínu. Gegn- um kunningsskap færðu mjög girnilegt tilboð. Yfirmenn þínir eru ánægðir með verk þín. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Þú ert nokkuð svartsýn(n) og óánægð(ur) með umhverfi þitt. Þú losar þig við starf, sem hefur haft þvingandi áhrif á þig. Persóna, sem spillt hefur fyrir þér, er skyndilega úr sögunni. 5TJÖRMU5PÁ 14. TBL. 1989 VIKAN 65

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.