Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 14

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 14
nÓNLISTARHEIMINUM „Við erum eins og sköpuð hvort fyrir annað...“ Helena og Finnur eru búsett á Akur- eyri. Finnur á þangað ættir að rekja en Helena sleit barnsskón- um í Fteykjavík. Þau hafa skemmt landanum með tónlist sinni um árabil og hvarvetna notið mikilla vinsælda. Finnur var staddur í höfuðborginni á dögunum og þá greip blaðamaður Vikunnar tækifærið og spjallaði við hann um starf þeirra hjóna og þau sjálf. OG FINNUR EYDAL: AFDRIFARÍKUR SÖNGUR Á ÁRSHÁTÍÐ MÁLARA Það hófst allt með því að Helena var fengin til að syngja Málaravalsinn með hljómsveit Svavars Gests 1957, en þá spilaði Finnur með þeirri ágætu hljómsveit. „Við Helena kynntumst árið 1957. Ég var þá að spila hér í bænum með hljómsveit Svavars Gests. Helena var fengin til að syngja með hljómsveitinni á árshátíð Málarameistara- félags Reykjavíkur. Ég man að hún söng „Mál- aravalsinn" sem hafði verið sérstaklega sam- inn fyrir þetta kvöld. Ég var að fara heim til Akureyrar til að setja á stofn mína eigin hljóm- sveit, Atlantic quartett. Þegar ég heyrði Helenu syngja „Málaravalsinn" hugsaði ég með mér: „Þetta er söngkonan sem okkur vantar." Ég heyrði Helenu bara syngja þetta eina lag áöur en hún gekk til liðs við hljómsveit mína,“ segir Finnur og brosir að endurminningunum. „HELENA ÆGILEGA SKÚFFUÐ" „Helena sagði mér seinna að þegar ég kraup fyrir framan hana og spurði hvort hún væri upptekin á morgun hefði hún haldið að ég væri að bjóða sér eitthvað út. En þá var ég að biöja hana að koma til Akureyrar að syngja. Hún sagðist hafa orðið alveg ægilega skúffuð. Norður fór hún samt með mér og það varð ekki aftur snúið. Upp úr því trúlofuðum við okkur. Ég reikna með að það hafi verið ást við fyrstu sýn,“ segir hann brosandi. „Hljómsveitina stofnuðum við svo í Alþýðu- húsinu heima á Akureyri. Okkur var strax mjög vel tekið. Við urðum fíjótlega fræg um allt land og vorum fengin suður til Reykjavíkur til að halda tónleika. Það leið ekki á löngu þar til við fengum plötusamning. Það var Helenu að þakka, þar sem hún hafði sungið inn á plötur áður. I Reykjavík ílentumst við f átta ár. Við spiluðum á öllum helstu skemmtistöðunum. Þar má nefna Hótel Borg, Þjóðleikhúskjallar- ann, Silfurtunglið, Glaumbæ, Sportklúbbinn og Lídó. Þetta var ævintýri líkast. Við vorum ung og allt gekk svo vel. Það má segja að við höf- um verið á réttum stað á réttum tíma. Eftir dvölina I höfuðborginni fluttum við til Akureyrar þar sem við byrjuðum upphaflega. Og þar höf- um við verið síðan,“ segir hann kíminn. „HELENA DUGNAÐARFORKUR ... ÉG AFTUR Á MÓTI LATARI“ „Við hjónin erum frekar ólík og ég held að það komi sér vel. Viö bætum hvort annað upp. Helena er dugnaðarforkur. Hún vinnur oft meira af kappi en forsjá. Aftur á móti er ég latari. En kínverskt máltæki segir: Látið þann latasta vinna verkiö og hann gerir það hag- kvæmast," segir hann og hlær við. „Við Hel- ena höfum unnið mikið saman í gegnum tíð- ina. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu aö hjón séu saman í starfi jafnt sem einkalífi. f okkar tilviki hefur það alveg gengið upp. Við erum eins og sköpuð hvort fyrir annað.“ Þau hjónin eiga þrjú börn, Hörð, búsettan í Reykjavík, Laufeyju sem býr í Svíþjóð og Hel- enu sem er yngst og stundar nám við MA. „Hún lærði á klarinett hjá mér í nokkur ár en mitt aðalstarf er kennsla við Tónlistarskólann á Akureyri. Þar kenni ég á klarinett og saxófón. Mér finnst ákaflega gaman að vinna með börnum, sérstaklega ef þau eru opinská og hreinlynd. Tónlistin hefur alltaf verið efst á baugi hjá mér. Starf sem ekki tengist henni á einhvern hátt kom aldrei til greina. Ég var sjö ára gamall þegar ég byrjaði að læra á píanó. Klarinettið bættist við þegar ég var ellefu ára.“ Finnur heldur áfram: „Helena var mjög ung þegar hún byrjaði að syngja sálma inn á plötur. Hún lærði um tíma klassískan söng og átti að verða óperusöngkona en það var áður en hún spilltist af mér. Það kom líkatil greina hjá henni að fara í langskólanám. Henni gekk alltaf vel í skóla. En eins og fleiri tók hún tónlistina fram yfir.“ Hvað gerið þið í frístundum? „Yfir sumartímann, þegar við erum í fríi frá vinnu, dveljum við hjónin langtímum saman í hjólhýsinu okkar. Við kyrrsetjum það oft í Vaglaskógi því þar þykir okkur gott að vera. Það jafnast ekkert á viö að koma í hjólhýsið svangur úr sundi og grilla sér góðan mat. Mér líður best í sumarfríi meö konunni minni. Það er svo gott að komast úr þéttbýlinu I kyrrðina I sveitinni. Maður uppgötvar að náttúran er full af hljóðum. Niðurinn [ ánni hefur róandi áhrif. Okkur finnst líka gaman að ferðast til útlanda. Viö höfum fariö víða og þá oftast í tónleika- ferðalög. Við spiluðum um tíma í næturklúbbi á Mallorka. Á þennan hátt gefst okkur kostur á að sameina vinnu og frí.“ NÆGJUSEMI ER LYKILORÐIÐ Hvað finnst þér um unga fólkið núna og tón- listina sem það flytur? „Mér líkar margt vel í tónlistinni núna. Textarnir eru á meira töffara- máli heldur en áður en segja í raun alveg það sama. Það sem mér líkar illa er að laglínan skuli vera mikið til horfin. Lagið var til hérna áður, nú er meira byggt upp á hreinum takti. Ég hef jákvætt viðhorf til ungs fólks. Það mætti kannski tileinka sér aðeins meiri nægjusemi. Nægjusemi er lykiloröið og að una glaður við sitt. Það sem mér fellur best við I annarra manna fari er heiðarleiki. Og þaö versta er öfund. Hún kemur svo mörgu illu af stað,“ seg- ir Finnur að lokum. 14 VIKAN ÍITBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.