Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 13

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 13
f RÚNAR JÚLÍUSSON OG MARÍA BALDURSDÓTTIR Frh. af bls. 10 getað gert það upp við sig hvort hann vildi mig eða ekki,“ segir Marfa kímin. „Það borgar sig aldrei að flana að neinu,“ bætir Rúnar við og glottir. „Hver veit nema við giftum okkur á elliheimilinu og bjóðum þér í veisluna!“ BYRJAÐI UNG AÐ SYNGJA MEÐ HUÓMSVEIT Á heimili Maríu var mikið um tónlist. Bróðir hennar er hinn frægi Þórir Baldursson sem meðal annars hefur útsett fyrir Elton John, Donnu Summer og Grace Jones. Sjálf byrjaði hún snemma að læra á píanó og spilaði í skátahreyfingunni í Keflavík. Hana dreymdi alltaf um að verða dægurlagasöngkona. Sá draumur rættist mjög snemma. Hún var afar ung þegar hún byrjaði að syngja með hljóm- sveitum. „Ég var þrettán eða fjórtán ára þegar ég byrjaði að syngja á vellinum. Ég var langt undir aldri og þurfti að fá sérstakt leyfi. Fyrsta hljómsveitin, sem ég söng með, hét Skuggar. Þetta var allt saman ofsalega spennandi." Rúnar byrjaði einnig að spila með hljóm- sveitum á unglingsárum sínum. Þegar hann kom fyrst fram sneri hann baki í áhorfendur. Hann var svo feiminn. Nokkrum árum síðar var frökk sviðsframkoma Rúnars Júlíussonar ein- kenni íslensku Bítlanna, Hljóma frá Keflavík. Hann sveiflaði bassagítarnum yfir höfuö sér og fór flikk-flakk heljarstökk yfir hátalarasúlur og hljóðfæri. Með Hljómum byrjaði Rúnar að syngja í forföllum. Fyrr en varði var hann orð- inn einn af forsöngvurum Hljóma. Sú saga er orðin fræg að Rúnar hafi verið valinn í Hljóma vegna þess hve bassaleikaralegur hann var. Meðlimi Hljóma vantaði bassaleikara og áttu þeir að hafa pikkað í Rúnar í bíó. „Þessi saga á ekki við rök að styðjast. Hún var aftan á plötuumslagi og hefur loðað við síðan. Strákarnir vissu nú einhver deili á mér,“ segir Rúnar og brosir. OPNUÐU NÝVERIÐ VEITINGAHÚS í KEFLAVÍK Hljóma-bítlaævintýrið hefur margsinnis verið rakið og óþarfi að gera því frekari skil hér í þessu viðtali. Víst er þó að það hefur verið ákaflega spennandi að vera í hópi þeirra pilta í Keflavík sem gripu kall Bítlanna á lofti. Þessir strákar vopnuðust tveimur útvarpstækjum. Þeir hlustuðu vandlega á óskalagaþætti sjúkl- inga og sjómanna í öðru útvarpstækinu en í hinu hlustuðu þeir á vinsældalista bandaríska herstöðvarútvarpsins á Miðnesheiði. Þá afrit- uðu þeir auðveldustu lögin í gríð og erg. Síðan eru liðin mörg ár. Margt hefur drifið á daga þeirra Rúnars og Maríu. Nýverið opnuðu þau veitingahús í Keflavík. Það ber nafnið Eden- borg. Þar bjóða þau upp á fínan mat og að sjálfsögðu er skemmtileg og góð tónlist leikin undir borðum. Að þeirra sögn gengur rekstur- inn mjög vel. Þau eiga tvo syni, Baldur Þóri sem er ný- útskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands og Birgi Frey sem er átján ára meðlimur hljómsveitarinnar Pandó. Eldri sonurinn hefur spilað í hljómsveit foreldra sinna. Hvaða unga stúlku hefur ekki einhvern tíma dreymt um að verða söngkona, fegurðar- drottning eða flugfreyja? Maria Baldursdóttir hefur prófað þetta allt saman. Hún hefur víða komið við. Tónlistin skipar samt alltaf efsta sæti vinsældalistans. „Mér fyndist lífið óhugsandi án hennar," segir hún og heldur áfram: „Flugfreyjustarfið var að mörgu leyti spennandi og skemmtilegt en það er líka mjög erfitt. Ég gæti trúað að margir haldi að þetta sé mjög eftirsóknarvert starf. Það er oft á tíðum sveipað vissum ævin- týraljóma. Eflaust sjá margar ungar stúlkur það í hillingum. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja það en mér finnst stundum að flugfreyju- starfið sé svona fínni gerðin af öskubílnum. Munurinn er bara sá að flugfreyjurnar eru uppáfærðar." María var kjörin ungfrú ísland árið 1969. Ég spurði hana hvort hún hefði aldrei haft áhuga á að reyna fyrir sér í fyrirsætustörfum. „Nei, ég hef aldrei haft mikið sjálfstraust á því sviði. Ég er til dæmis aldrei ánægð með myndir af mér.“ „Það er svona með fallegar konur,“ segir Rúnar brosandi. „Kannski gera þær of miklar kröfur." TAKA EKKI ÞÁ „ÁH/ÉTTU“ AÐ LÁTA GEFA SIG SAMAN Hvernig er það með hjón eins og ykkur sem eruð svona mikið saman, bæði í einkalífi og starfi, verðið þið ekki stundum hundleið á hvort öðru? „Það er mesta furða hvað þetta hefur gengið hjá okkur í gegnum öll þessi ár. Annars var ég rétt áðan að spyrja Rúnar hvort hann væri ekki orðinn þreyttur á mér,“ segir María og hlær. „Ef það væri eitthvað þá ætti ég helst að vera orðinn þreyttur á sjálfum mér,“ segir Rúnar sposkur á svip. „En eins og fram kom áðan höfum við ekki viljað taka þá miklu „áhættu“ að láta gefa okkur saman,“ bætir Rúnar við stríðnislega. Og hann heldur áfram: „Við erum að mörgu leyti ólík. Það er kannski þess vegna sem við höfum hangið svona saman. Sam- kvæmt stjörnumerkjunum ættum við alls ekki að passa saman. Ég er í hrútsmerkinu en María í fiskunum." María segir að eftir að þau hafi farið að vinna meira saman hafi samband þeirra orðið betra. Núna upplifi þau fleiri atvik saman og séu nánari. „Fyrstu 15-20 árin vorum við meira og minna aðskilin. Þá vorum við aldrei í sömu hljómsveit. Við vorum á sífelldum þeyt- ingi sitt í hvoru lagi og hittumst af og til á hlaup- um. Það var ekki fyrr en með tilkomu hljóm- sveitarinnar okkar að við fórum að vera meira saman. Það er viss hætta á afbrýðisemi þegar hjón hittast sjaldan, einkum í þessum bransa. Það var mikið að gera í „afbrýðiseminni" hjá okkur á tímabili." Rúnar segist oft hafa orðið afbrýðisamur. „Éftir að María var kjörin ungfrú ísland fjölg- aði aðdáendum hennar til muna. Ég reyndi að hafa tök á afbrýðiseminni en það gekk ekki alltaf. Það hefur hins vegar komið með aldrin- um og gengur ágætlega núna.“ „Á VEL VIÐ MIG AÐ VERA MINN EIGIN HERRA“ Hverjir eru helstu kostir og gallar við að hafa tónlist að atvinnu sinni? Rúnar verður fyrri til svars. „Kostirnir eru margir. Það á mjög vel við mig að geta verið minn eigin herra og ráðið mínum vinnutíma. Það eru líka gífurleg forréttindi aö geta starfað við það sem manni þykir skemmtilegast." Hann talar um allan þann fjölda fólks sem þau hafa kynnst í gegnum tónlistina. „Maður verður hálfgerður mannþekkjari fyrir vikið. [ fari annarra met ég mest heiðarleika og orð- heldni." María tekur undir orð hans. „Ég hef mjög gaman af því að kynnast nýju og ólíku fólki," segir hún. Rúnari finnst helsti ókosturinn vera þessi eilífi þvælingur á milli staða. Óreglulegur vinnutími er líka oft á tíðum erfiður. „í gegnum tónlistina hef ég líka kynnst græðgi og aga- leysi." María minnist á söguburð. ( gegnum árin segist hún hafa lært að útiloka sig frá slíku. „Sumt fólk býr hreinlega til heilu sögurn- ar. Þegar ég var ófrísk að fyrsta barninu okkar gekk sú saga að Rúnar væri ekki barnsfaðir minn. Faðirinn átti að vera amerískur her- maður." Önnur áhugamál en tónlistin? Rúnar segist lesa mikið og hafa gaman af því að tefla. „Ég dútla líka dálítið i fótboltanum ennþá. Sú íþrótt hefur alla tíð heillað mig. Og hver veit nema ég hefði lagt atvinnumennsku á því sviði fyrir mig ef tónlistin hefði ekki komið til.“ „Ég hef ekki eirð í mér að setjast niður með bók. Ég fer alltaf að hugsa um eitthvað annað. Ég hef gaman af að prjóna og sauma. Ég hef líka óskaplega gaman af að dansa. Ég hefði alveg getað hugsað mér að verða dansari,“ segir María. Er Rúnar góður dansari? „Já, já, ef það er góður taktur í tjútti þá nær hann sér ansi vel upp.“ SKEMMTILEGAST AÐ SPILA MEÐ ROKKSVEIT RÚNARS Ef þið lítið yfir farinn veg, hvaða tímabil í tónlistinni hefur verið skemmtilegast? „Mér finnst skemmtilegasti tíminn hafa verið sjöundi áratugurinn þegar Hljómaævintýrið var og hét.“ Rúnar á greinilega góðar minningar frá þessum tíma. María er ekki lengi að hugsa sig um. „Það er skemmtilegast að spila með Rokksveit Rúnars," segir hún og brosir tví- ræðu brosi til manns síns. Rokksveit Rúnars kallast núverandi hljómsveit þeirra Rúnars og Maríu. Rúnar tekur undir orð Maríu: „Þessi tími núna er vissulega skemmtilegur líka. Mín skoðun er sú að um leið og ekki er gaman að vera í hljómsveitabransanum borgi sig að hætta.“ Hefur ykkur aldrei þótt óþægilegt að vera þekkt? „Nei, þetta kemst upp í vana. Persónulega finnst mér betra að vera þekktur en óþekktur," segir Rúnar. „Að vísu er ekki alveg sama fyrir hvað maður er þekktur," bætir hann við eftir stutta stund. María segir að hún passi sig aö minnsta kosti alltaf á því að glápa ekki á frægt fólk á förnum vegi. Rúnar og María eru síður en svo að leggja upp laupana í spilamennskunni. Þau eru ný- komin frá Kaliforníu þar sem þau spiluðu á þremur stöðum. í gegnum tíðina hafa þau víða komið fram, innanlands sem erlendis. „Við höfum í rauninni farið í óteljandi brúðkaups- ferðir," segir Rúnar að lokum. 11 TBL. 1990 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.