Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 38
TEXTI: ANNA TOHER
CHRISDAN DIOR
Isnyrtilínu Christian Dior hef-
ur enn ein nýjungin bæst við,
nokkurs konar fegrunarmold
sem hlotið hefur nafnið Terra
Bella. Þetta er létt púður sem
endurheimtir sólargeislana og
gefur fallegan litblæ á Ijósa húð
eða bronslitan blæ á þegar úti-
tekna húð. Það gefur mildan,
eðlilegan blæ eins og við værum
nýkomin úr sumarleyfi á sólar-
strönd.
Púðrið er auðvelt í meðförum
og fljótlegt í notkun fyrir allar
konur. Það þarf ekkert sérfræði-
handbragð til aö húðin geti feng-
iö á sig fallegan Ijóma. Aðeins
nokkrar léttar strokur með stór-
um bursta og húðin tekur stakka-
skiptum.
Terra Bella er ekkert líkt
venjulegu föstu púðri. Náttúru-
legt púður og steinefnaörður
gefa púðrinu lit og léttleika, olíur
gefa því mjúka, létta og jafna
áferð. Árangurinn? Eðlileg mött
áferð sem stafar af smáörðum
sem endurkasta náttúrulegu Ijósi
og gefa útitekið yfirbragð.
Terra Bella kemur í tveimur
litum, Light Tan fyrir Ijósa húð og
Bronze fyrir drekkri húð eða úti-
tekna. Ein algild regla gildir um
hvemig á að bera púðrið á and-
litið: með léttum strokum á
kinnar, enni, undir augabrýr, nef
og höku. Léttar strokur á axlir og
bringu gefa fallegan glans á
síðsumarkvöldi í flegnum kjól.
Sumariitimir í förðunariínunni
eru mjög fallegir og henta okkur
íslensku konunum vel. Nefna
má til dæmis augnskuggasett
með fimm augnskuggum í
bláum, hvítum og rauðum
tónum. Naglalakk og varalitur í
stíl er í kopariitum tónum og út f
bleikt. □
38 VIKAN ÍITBL. 1990