Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 39

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 39
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR PALLI VAR EINN í HEIMINUM: „Reynum að sýna hamingju Palla, sorg og einmanaleika“ Palla, fylgjumst með daglegu lífi fjölskyldunnar og svo hefst draumurinn. Ferðalag Palla verður ríkt af spennu í gegn- um allar þær persónur sem hann hittir í draumnum og um- hverfið sem dansar við hann. Við reynum að gera drauminn lifandi og að sýna hamingju hans, sorg og ein- manaleika. Það var afar skemmtilegt verkefni fyrir okk- ur Hlín aö túlka þetta ævintýri i dansi, búningum og leikmynd. Von mín er að með þessum nýja ballett verði danslistin að spennandi og nálægu tjáning- arformi fyrir börnin." □ O < CQ GO 'q GC o n - segir dansahöfundurinn Sylvia von Kospoth Islenski dansflokkurinn frumsýnir nýjan ballett fyrir börn í (slensku óperunni þann 14. júní. Ballettinn er sýndur sem hluti af Listahátíð en í haust verða sýningar á honum teknar upp á ný. Ballettinn heitir Palli og Palli og er saminn af Sylviu von Kospoth, hollenskum dansahöfundi. Efni hans er sótt í barnasöguna Palli var einn í heiminum. Tónlistin er fiðlukonsert Tchaikovskys. Allir meðlimir dansflokksins taka þátt í sýningunni og dansa allir Palla, en hann er þó alltaf sami einmana strák- urinn. Búningar og leikmynd eru í höndum Hlínar Gunnarsdótt- ur, sem lærði búningahönnun í Torino á Ítalíu. Palli og Palli er fyrsta ballettverkefni Hlínar en hún hannaði nú nýverið leikmynd og búninga fyrir sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur, Hótel Þingvellir. Hlín segir samstarf þeirra Sylviu hafa verið einstaklega skemmtilegt og gefandi en þær sköpuðu sýninguna saman úr „hráefn- inu“ barnasaga - tónlist - dansarar. Sylvia lærði dans í Amster- dam og fékk snemma löngun til að verða dansahöfundur. Hún hefur verið á íslandi í tæpt ár en hún var upphaf- lega fengin hingað til að semja ballett fyrir Pars Pro Toto. Sylvia samdi dansinn i Endur- byggingu eftir Vaclav Havel sem Þjóðleikhúsið sýndi í vet- ur og auk þess að starfa með dansflokknum kennir hún dans í Kramhúsinu. Um ballettinn Palla og Palla segir Sylvia: „Ballettinn hefst á því að við sjáum foreldra Sylvía leiðbeinir einum dansaranum á æfingu. UTBL. 1990 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.