Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 44

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 44
► gelti. „Hefði hins vegar henni verið hleypt út en ekki honum hefði hann orðið snarvitlaus," segir Snorri, „því hann er haldinn afbrýðisemi á háu stigi og verður að hafa forgang í einu og öllu. Það er nú annaö hvort - kallinn á heimilinu veröur víst að ráða.“ Það eru engin smálæti þegar út er komið og strekkist vel á band- inu þegar fimmtíu kílóa skrokkurinn tekur á rás snuðr- andi út í hraunið og grasbal- ana. „Þetta er hundur sem ekki er gott að hafa í heimahúsum. Hann er fyrirferðarmikill eins og gefur að skilja og hann slef- ar mikið. Það er í eðlinu. Þegar þeir hafa fundið þann sem leit- að er að eða þegar þeir eru fullvissir um fundinn sé ég það á þeim. Þeir reka trýnið upp í vindinn, taka stefnuna mjög ákveðið og slefa mikið. Þá vita þeir að þeir eiga von á verð- launum, sem eru það besta sem þeir fá, lambalifur. Síðan Það þarf svo sannarlega að hafa fyrir uppeldinu á þeim en það hefur skilað sér rækilega eins og blaðaúrklippusafnið sýnir. Þeir koma einnig við sögu í málum sem ekki fara hátt í fréttum en á síðasta ári voru útköll um fimmtiu talsins. Sem betur fer þurfti ekki að leita í jafnmörg skipti og sem betur fer hefur verið rólegt að undanförnu. Þá er bara að æfa þá, búa til slóð og þjálfa þá við fjölbreytilegar aðstæður," seg- ir hundahúsbóndinn Snorri Magnússon, sem kann lagið á sporhundunum eftir þrjátíu ára kynni. „Þjálfuninni fylgja mikil hlaup og amstur og því er eins gott að vera í sæmilegu formi líkamlega," segir hann um leið og hann togar í tauminn á Kol sem kannað hefur nánasta umhverfi með trýninu í snar- hasti og gantast við pollana tvo sem fengu að fara með í þessa stuttu heimsókn, þá Sporhundurinn Kolur... ótrúlegt lyktarskyn. Hann getur rakið margra kilómetra slóð manna allt upp í 130 tíma gamla. er gott að hvíla þá, gefa þeim ótvírætt til kynna aö verkefn- inu sé lokið. Uppeldið verður að vera rökrétt svo þeir læri að muna rétt. Það veitir mér mikla ánægjutilfinningu ef og þegar þeirfinna hinn týnda lifandi. Þá finnur maður vei fyrir árangri. Hins vegar er það svo skrítið að ef viðkomandi finnst látinn sýna hundarnir fálæti og áhugaleysi þegar að er komið. Með hegðun sinni gera þeir greinarmun á því sem er lífs og liðið. Af ánægjulegum árangri þeirra man ég eftir tíu ára stelþu sem þeir fundi inni í Þórsmörk 1981 eftir langa leit fjölda manna. Þeir voru fljótir aö komast á sporið þá. Þeir fundu gamlan mann sem lá fótbrotinn í gjótu uppi í Öskju- hlíð og annan úti í Örfirisey. Þeir fundu stelpu sem týndist uppi í Gufudal og konu fundu þeir í Víðinesi eitt árið. Kolbein og Svana. Rétt áður en húsbóndi Kols fer með hann til kærustunnar aftur rek- ur hann trýnið út í loftið, svona rétt til að þefa af mannlífinu í Hafnarfirðinum. Þar sem hann getur rakið slóð manna langar leiðir meö hraði og það við erf- iðustu aðstæöur hlýtur hann að finna margs konar lykt þarna í vorgolunni með þessu eina andartaki. Hvernig skyldi sú uppskrift vera? Þessi sex ára sporhundur er ekkerf hrif- inn af þvi að vera settur inn eftir stutta „platferð" út í vorið, jafnvel þótt kella hans fagni honum. Hann er svekktur og spældur og leggst fýldur fyrir. En í kvöld fær hann það verk- efni að rekja slóð sem búin var til í gær við Helgafell. Þetta er sex til sjö kílómetra slóö sem enginn getur rakið nema hann og Charlotte. Þá veit hann líka að von er á veislumat í verð- laun, gómsætri lambalifur fyrir tvo. Bon apetite! □ SÁLRÆN SJÓNARMIÐ af b,s. 41 nýta, jafnvel til þess eins að viðhalda göllum sínum, er eins og við verðum augnablik ráða- laus. Við þessar aðstæður er gott að leita sér leiðsagnar. Til eru félög fólks sem hefur verið lengi á valdi alkóhólista og veit hvernig á að bregðast við vissri hegðun þeirra. í þannig félagsskap myndi ég leita í þínum sporum og fá hjálp í gegnum reynslu þeirra sem hafa drifið sig út úr þessu hvimleiða mynstri. Þannig hjálpar þú best þeim sem eru I óreglu. Eins væri ekki úr vegi fyrir þig að tala við góðan prest eða jafnvel sálfræðing, sem gætu í sameiningu auðveldað þér að sjá möguleika og þarfir sjálfrar þín. Hvað varðar barnið þitt, sem þér finnst breytt vegna ósæmi- legrar framkomu sjúks aðila, veröur það að reyna að skilja að í þessari framkomu er ekk- ert mat á því. Þarna er um að ræða uppsöfnuð vonbrigði með sjálfan sig sem fær fólk til að bregðast svona smátt við. Þú segir að enginn tími sé tii að hlúa að áhugamálum og öðrum tómstundum. Það eru bersýnilega leifar af því tíma- bili í lífi þínu þegar allir gátu stjórnað þér og skipulagt. Nú vilt þú ekki meir og ert ekki sjö ára lengur, svo prófaðu að fara á námskeið, helst í ein- hverju sem er frekar langt frá hugðarefnum þínum. Þannig verður þú uppteknari og neyð- ist til að hugsa um annað en vandamál þeirra sem ekki vilja breyta eigin lífi. Mér sýnist þú töluvert listræn og gætir orðið frábær málari ef þú kærir þig um. Eins gæti þessi gáfa nýst til dæmis við leikbrúðugerð eða keramik og postulínsmál- un. Taktu upp símann strax í dag og pantaðu tíma. Það er aldrei of seint að finna sig. Víðsýni þín og fordómaleysi ættu líka að geta skapað þér áhugamál á andlegum og þroskavænlegum leiðum. Líknarmál myndu líkaveraþín deild. HVAÐ ER VERIÐ AÐ KENNA OKKUR? Það er bersýnilegt að við verö- um öll að fara í gegnum mis- jafna hluti í lífinu, hjá því verð- ur vart komist. Sum reynsla er erfiðari en önnur og þá er okk- ur vandi á höndum, ekki satt. Við verðum vissulega að læra af því sem hendir okkur, ef hægt er. Þegar okkur finnst að við höfum sýnt öðrum velvilja og þeir svo bregðast okkur reynir á hvaða mann við raun- verulega höfum aö geyma. Það er mjög auðvelt að fyllast reiði og biturð út í fólk sem sýnir okkur sínar verstu hliðar. Þá er gott að gera sér fulla grein fyrir því að viðkomandi er fyrst og fremst að bregðast sjálfum sér með hátterni sinu en ekki okkur, þó um tíma líti þannig út. í gegnum það fólk sem viö annars vegar ölumst upp með og síðan fólk, sem lífið smátt og smátt færir á veg okkar, erum við raunverulega að þroskast og eflast. Þetta eru vissulega einstaklingar sem eru ólíkir innbyrðis og reyna þar af leiðandi á ólíkar tilfinn- ingar og kenndir hjá okkur, sem betur fer. Ef við í hvert skipti sem okkur mislíkar við einhvern reyndum frekar að íhuga af hverju heldur en að gefast upp fyrir viðkomandi gengi okkur betur að sjá hvað æskilegt er að bæta. Eins get- ur viðkynning við þessa per- sónu kannski aukið hæfni okk- artil að átta okkur betur á eigin takmörkunum og möguleikum hins vegar. Eöa eins og von- lausa vinnuhjúið sagði eitt sinn eftir ömurlega tíð um sláttinn. Elskurnar mfnar! Ég leit bara til himins undrandi á forsjóninni að leggja nú þetta á mig líka. Hvað haldið þið að hafi gerst? Jú, rétt undan rigningarskýinu kíkti sólin og mér veittist létt að klára afganginn, því ég vissi að sólin beið einungis eftir betra tækifæri til að hjálpa mér. Guð gefi þér styrk í fram- tíðinni. Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: VIKAN - Jóna Rúna Kvaran - Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík 44 VIKAN 11 TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.