Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 57

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 57
þenslu veldis síns. Þrátt fyrir þetta tekst henni aö varðveita sinn innri mann og þá eigin- leika sem gera hana að heil- steyptri konu. Leikin af Rebeccu Gilling. DAN MARSHALL Lýtalæknirinn Dan Marshall er nokkrum árum eldri en Stephanie. Þettaergeðþekkur hugsjónamaður úr verka- mannastétt, nú giftur auðug- ustu konu Ástralíu. Hann viðurkennir veraldlegt ríki- dæmi konu sinnar á heiðarleg- an hátt með því að viðhalda sjálfstæði sínu. Hann rekur sína eigin læknastofu og nýtur virðingar í Sydney. Uppruni hans gefur yfirstéttarfjölskyldunni kjöl- festu og eykur víðsýni hennar. Þau Stephanie glata ekki hlýj- unni eða glettninni þrátt fyrir peningavöldin. Dan Marshall fylgir ferskur gustur inn í fágað andrúmsloft yfirstéttarinnar. Erfiðleikarnir verða Dan um megn. Þegar hótanir fara að berast um að líf Stephanie sé í hættu og fyrirtækið líka flýr hann. Hann verður að hverfa í friðsælt og rólegt eyjalífið til að halda sönsum. En afleiðingar þess að hann yfirgefur Step- hanie eru gífurlegar fyrir hana. Leikinn af James Smillie. DENNIS HARPER „Svarti sauðurinn", tuttugu og eins árs gamall sonur Stepha- nie. Hann er myndarlegur, hrífandi kvennamaður með litla ábyrgðartilfinningu. Denn- is er krónprinsin og Stephanie ætlar honum að taka við stjórninni á Harper-námunum. Kannski. Ekki eru allir á eitt sáttir hvað það varðar. Hann ákveður að gerast umboðs- maður hnefaleikamanns, ungs ítala, til að afla fjár upp í eitt- hvað af fjárhættuspilaskuldun- um. Þá rennur upp fyrir honum að með því tengist hann undir- heimastarfsemi Sydney. Það skref stefnir ekki aðeins hon- um í hættu heldur einnig öllum sem í kringum hann eru. Leikinn af Peter Cousens. JAKE SANDERS Jake Sanders er kominn á fertugsaldurinn. Myndarlegur og grimmur samsteypusjó- ræningi. Rómantískur á yfir- borðinu og kynferðislegur afl- raunamaður. Hann kemur frá vestur- strönd Ástralíu í þeim tilgangi að reyna að yfirtaka eitt af fyrirtækjum Stephanie. Það tekst honum með fjárhagsleg- um yfirburðum. Þetta gerir hann að aðalpersónu og keppinaut um mikil völd en setur strik í reikninginn hjá þeim sem þegar hafa í hótun- um við Stephanie og fjölskyldu hennar. Hann gengur í lið með Jilly og saman vinna þau að því að grafa undan öllu sem Stephanie er dýrmætast. Sanders er einnig valdur að því að sonur Stephanie hefur snúið við henni bakinu og not- færir sér hann til að koma ár sinni betur fyrir borð. Persónu- legir töfrar hans og aðdráttar- afl leyna sér ekki, jafnvel Stephanie laðast að honum gegn vilja sínum. Leikinn af Daniel Abineri. JILLY STEWART Fyrrum besta vinkona Stepha- nie - þar til hún varð ástfangin af Greg Marsden. Nú komin á fimmtugsaldur, rétt sloppin úr fangelsi þar sem hún varð að dúsa í sjö ár fyrir aðild að morðtilræði við Stephanie. Árin í fangelsinu hafa tekið sinn toll. Hún er ákveðin í að ná fram hefndum á Stephanie, konunni sem hún kennir um fangavist- ina. Jilly finnur fullkominn fé- laga í sjónarspil sitt til að kné- setja Stephanie þegar hún hittir hinn volduga Jake Sanders. Þau eiga sér sam- eiginlegt markmið - að eyði- leggja Stephanie Harper. Jilly endurnýjar kynnin við fyrrum eiginmann sinn, Phillip Stewart, mann sem er undir álögum þessarar fallegu og dularfullu konu. Jilly notar fegurð sína og skarpar gáfur sem verkfæri gegn Stephanie Harper og hefur áhrif á þá sem umgang- ast hana. Augljóst kynferðis- legt aðdráttarafl hennar gerir þaö að verkum að hún getur ráðskast með fólk og með kænskubrögðum hefur hún ómæld áhrif á örlög margra sem við sögu koma. Leikin af Peta Toppano. Fyrsti þátturinn verður sýndur 31. maí og ætti eng- inn að láta hann fram hjá sér fara. Þegar í upphafi kemur margt óvænt á daginn og þar er að finna undiröldu framhaldsins. Án efa eiga þættirnir Aftur til Eden eftir að veita banda- rísku þáttunum harða sam- keppni hvað varðar hraða og spennu. Þá er bara að gera sig kláran með poppið fyrir framan sjónvarpið þetta kvöld og næsti þáttur verðu viku síðar. Góða skemmtun! 11 TBL. 1990 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.