Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 19

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 19
En nú er komin önnur kona á skerminn. Hún er minnst 27 ára en kemst upp meö þaö. Það er af því að hún notar Chanel 5. Þegar hún fer í Óperuna kemur hún alltaf of seint. Þaö er vegna þess aö samkvæmisveskið er svo lítið að hún verður að halda á ilmvatnsglasinu í hendinni. Glasið er víst voða hált því hún gerir ekki annað en missa það. Þá treður hún við- skiptafræðinga og forstjóra undir og menn velta niður stigann í Óperunni og smókingur- inn þeirra krumpast, en þeir krafla sig bara upp á þrepin og tísta af gleði. Af því að hún notar Chanel 5. Aldrei kemur það fyrir mig. Maðurinn sem ég steig óvart á í bankanum, hann settist ekki á gólfið og iðaði af kátínu. Hann sagði: Ættirðu ekki að fara í megrun, flóðhesturinn þinn? Og svo iðaði hann af löngun til að stappa á mér. En það var bara af því að ég nota ekki Chanel 5. Hann bauð mér heldur ekki San-Bittér. Með frönskum framburði. Ég hef tekið eftir að sum- ar konur; þær geta þrætt ókunnuga menn upp á reiðhjólin sín, velt þeim yfir innréttingarnar þannig að mublurnar molna niður, lamið þá í bakið og brotið gleraugun þeirra. Og mennirnir snúa sér bara við og bjóða þeim San-Bittér. Að vísu biðja þær alltaf mennina afsökunar á bjagaðri ítölsku en það get ég nú líka. Og samt... Ég kynnist heldur ekki ungum, fagursköpuð- um skipstjórum á skemmtiferðaskipum. Það er sjálfri mér að kenna, ég vafra aldrei um hafnar- bakkana með Harmony-róman í hendinni. Ég les bara í strætó og þar sér tvítugi skipstjórinn á Titanic mig ekki. Jafnvel þótt hann standi allt- af í brúnni með sjónaukann að leita að konu sem les. Aldrei hefur neinn stolið blómum handa mér. Líka mér að kenna, ég nota ekki Impuls svita- úða. Ef ég úða mig með Impuls lenda þúsundir eftir fimm mínútur til að ganga frá milljónavið- skiptum. Svona Dim sokkabuxur hafa karl- menn algerlega á valdi sínu. Treysti ég mér ekki í þetta ofbeldi gegn karl- mönnum eru samt ekki öll ráð úti. Nægir að láta Tuborgflösku standa upp úr veskinu. Fyrst ætla ég að hugsa út hvernig ég kaupi í matinn fyrir fjögurra manna fjölskyldu oní veski, án þess að eitthvað annað og meira en Tuborg standi upp úr. Til dæmis 5 kg af kartöfl- um. Það gerist nefnilega aidrei að verkfræð- upp sportbílar með milljónerum fyrir framan mig. Og ef ég verð þreytt á að æða um grundirnar í opnum sportbílum með mönnum sem hafa ekki einu sinni það hugmyndaflug að kaupa sér sjálfir Kit-Kat, heldur borða alltaf mitt, þá fæ ég mér Raider. Raider dregur að sér snyrti- legar hvítflibbatýpur sem mikilvægir menn eru alltaf aö hringja í. Þau eru lýjandi, þessi símtöl, svo þeir þurfa aukaorku á milli mála. Hana fá þeir úr Raiderinu mínu. En ég verð að gæta þess að draga mörkin INGJAÉG karlmanna í fangelsi fyrir blómastuld og ég gæti heimsótt þá alia og oröið ný tegund af móður Teresu. Það væri ofsalega göfugt. Eiginlega hef ég svikið sjálfa mig en ég get enn bjargað miklu með því að ganga í Dim sokkabuxum. Ef ég geri það leyfist mér að hlaupa upp stigana í fjölbýlishúsum og sjái ég karlmann í lyftunni styð ég á neyðarhnappinn og stöðva lyftuna á milli hæða. Svo hlæ ég bara að honum. Þá hnígur hann utan í lyftu- vegginn, máttvana af gleði, þó bíllinn standi ólöglega fyrir utan og hann eigi að vera mættur ingar eða viðskiptajöfrar kasti sér yfir konur með kartöfiur. Þeir hafa blátt áfram engan áhuga á konum með kartöflur. Ég redda þessu bara með því að maula sælgæti á almannafæri. Velji ég Dúpló kemur strax einhver laglegur piltur og biður mig að útskýra af hverju ég borða það. Þá segi ég eins og kennslukona: Það er af því að þegar ég þarf þrek vil ég eitt- hvað sem íþyngir mér ekki. Og hérna ofan á eru þrjárhnetur-ein.tvær, þrjár (bendi)-hver annarri betri. Þá verður hann stjarfur af hrifningu. Svo býður hann mér út að borða. Hann fær sér steik og rekur eitt salatblað upp í mig því ég vil aldrei neitt sem iþyngir mér. Ætli ég hafi það ekki frekar Kit-Kat. Nægir að setjast á vegarbrún og veifa því. Þá hrannast viö Milka og Fiesta. Ef ég verð uppvís að birgðum af þeim gera ekki aðeins fram- kvæmdastjórar og auðkýfingar aðsúg að mér heldur fólk af báðum kynjum á öllum aldri. En þau eru auðvitað pottþétt aðferð til að kynnast fólki sem betlar af öðrum. EF OG ÞEGAR .. . Ég hef látið mér segjast. Mánuðum saman hef ég farið allra minna ferða í eigin lofthjúp úr Chanel 5 eins og vera utan úr geimnum, með Tuborgflöskuna i hálfa stöng og í Dim sokka- buxum. Ég er orðin slæm í maga af öllum þessum San-Bittér en takmarkinu er náð. Ég hef komist yfir karlmann sem gerir mig að heið- virðri konu: Giftist mér. Þá er komið að því að halda hjónabandinu Framhald á bls. 22. 11 TBL. 1990 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.