Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 56

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 56
Stöð 2 er aftur að hefja sýningar á einni mest spennandi þáttaröð sem sýnd hefur veriö hér á landi, Aftur til Eden. Þessir áströlsku þættir fjalla um peninga, völd og ástir Stephanie Harper. Við munum eftir henni úr fyrstu þáttunum þar sem eiginmaður hennar, Greg Marsden, og besta vinkonan, Jilly Stewart, reyna að koma henni fyrir katt- arnef með því að varpa henni fyrir krókódíla. En henni var bjargað og gert að sárum hennar. Þar kom við sögu fær lýtalæknir, Dan Marshall, sem síðar varð eiginmaður hennar. Þegar Stephanie haföi endur- heimt fyrri fegurð sína sneri Jilly Stewart og Jake Sanders. AFTUR TIL EDEN hún aftur til Sydney í leit að hefnd. í næstu tuttugu og tveim þáttum verður snúið aftur til valdsins, til ástríðunnar, til glæsileikans...Snúið aftur til rómantíkurinnar, ævintýranna, spenningsins ... Snúið aftur til ástarsögunnar, svika og hefnda. Þáttaröðin Aftur til Eden er eitt eftirsóttasta sjónvarpsefni sem Ástralir hafa nokkurn tím- ann gert. Hún hefur hlotið frá- bæra dóma í Evrópu, Banda- ríkjunum og víðar um heim. í gervallri Ástralíu njóta þættirn- ir aö sjálfsögðu ómældra vin- sælda og umfjöllun blaða þar á sér enga hliðstæðu. Aftur til Eden fær undantekningarlaust háa einkunn gagnrýnenda og aðdáendur leikaranna senda þeim bréf í stríðum straumum. Framleiðandi þáttanna, Hal McElroy, segir að þessi þátta- röð komi til með að auka mjög veg sjónvarpsefnis frá Ástralíu enda gefi það bandarísku og bresku sjónvarpsefni ekkert eftir. Ekkert hefur verið til spar- að við gerð þessara þátta. Milljónir dollara hafa nú þegar farið í uppsetningu leikmyndar í Five Dock í Sydney. Til gam- ans má geta þess að bílaflot- inn fyrir þessa þáttaröð Aftur til Eden er ekki af verri endanum. Þar má finna rauðan Merced- es Benz með blæju, enn íburðarmeiri fölgrænan Mer- cedes Saloon, hneykslanlega kanarígulan Porsche, BMW SAGAN HELDURÁFRAM Cabriolet, Range Rover og auðvitað er Rolls Royce við höndina. Bifreiðaflotinn er upp á 1,4 milljónir dollara. Allt starfsfólk er það besta sem völ er á. Þrír leikstjórar skipta með sér leikstjórninni, þeir Tim Burstall, John Power og Kevin Dobson. Kvikmynda- tökumaðurinn er af rússnesk- um ættum. Hann heitir Yuri Sokol og hefur búið í Ástralíu síðustu sjö árin og getið sér gott orð þar í landi. Meðal ann- ars starfaði hann við myndina Lonely Hearts sem hlaut titil- inn besta myndin 1982. Vel þekktir fatahönnuðir í Ástralíu hafa lagt þáttunum lið við að skapa glæsilegt yfir- bragð og ástralskan stíl. Þetta eru þau George Gross og Jenny Kee. Töfraformúla valds, pen- inga, öfundar, glæsimeyja og þess sem missir allt - aðeins til að geta byrjað upp á nýtt og náð á toppinn - heldur spenn- unni stöðugri frá upphafi til enda hvers þáttar. Og sagan heldur áfram ... í Aftur til Eden er rakin saga Stephanie Harper sem á allt til alls; ástúðlegan eiginmann, tvö börn, viðskiptaveldi, fegurð og vini. En þegar fyrrum besta vinkona hennar, Jilly Stewart, er leyst úr fangelsi fer að halla undan fæti hjá Stephanie því Jilly er staðráðin í að hefna sín. Jake Sanders birtist og ógn- ar stöðu hennar sem forstjóra stærsta og ríkasta námafyrir- tækis Ástralíu, Harper Mining. Þrátt fyrir umleitanir um vin- arsátt notar Jilly fegurð sína og ástríður til að knésetja Stephanie. Þetta er saga konu sem hefur allt en missir það síöan. Ekki bara fyrirtæki sitt heldur líka eiginmann og börn- in tvö sem hún dáir. Örugg veröld hennar hrynur og hún verður að byggja hana upp aft- ur og ná á toppinn - því þar á hún heima. Til að koma okkur betur inn i söguna aftur höfum við tekið saman lýsingu á aðalsögu- persónunum. STEPHANIE HARPER Núverandi höfuð Harper- námaveldisins og annarra fyrirtækja sem hún erfði eftir föður sinn. Hún er Ijóti andar- unginn sem breyttist í svan. Núna er hún sjálfsörugg, 45 ára en lítur út fyrir að vera tíu árum yngri, þökk sé lýtalækn- ingu þeirri sem gerð var á henni nokkrum árum áður. Hún er hamingjusamlega gift Dan Marshall, lýtalækninum sem gaf lífi hennar nýjan til- gang og stefnu auk þess að gefa henni færi á að leyfa kvenlegum eiginleikum sínum að njóta sín. Þrátt fyrir ríkidæmið og stöðuna er Stephanie ósköp venjuleg kona - hispurslaus, áströlsk sveitastúlka sem tek- ur bjór fram yfir kampavín. Hún býr yfir kímni, hlýju og er vel liðin. Stephanie á ennþá hlut í tískufyrirtækinu Tara þótt hún láti lítið á sér bera á þeim vett- vangi. Hin nýja Stephanie dregur sig ekki út úr sviðsljós- inu, hún á heima mitt í hringið- unni, öruggari með sig en nokkru sinni fyrr. Hins vegar getur hún alltaf gripið til þess að verða Tara Welles aftur ef allt skyldi fara á versta veg. Hún er tilbúin aö skjótast upp á stjörnuhimininn hvenær sem þurfa þykir. Þegar Stephanie svo sér á eftir manni sfnum, sonur hennar snýst gegn henni og fyrirtækiö verður fyrir áföllum snýr hún við blaðinu, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hún gerist harðsnúin og ósveigjanleg - fullkomin ímynd framakonunnar sem fyrst og fremst einbeitir sér að áframhaldandi velgengni og 54 VIKAN 11 TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.