Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 10

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 10
TEXTi: LINDA S. GUÐMUNDSDÓTTIR SVIÐINU## „FYRSTI KOSSINN UNDIR María og Rúnar eru bæöi ættuö úr Keflavík. Eins og fleiri „popphjón" kynntust þau í gegnum tónlistina. „Fyrsti kossinn var undir sviðinu," seg- ir Rúnar hlæjandi. María segist hafa verið búin að fylgjast með Rúnari í þónokkurn tíma. „Hann var hljóm- sveitartöffari og fótboltagæi. Við vissum alltaf hvort af öðru enda frá sama stað. Samband okkar þróaðist svo smám saman. Við Rúnar vorum ekki mikið saman fyrstu árin. Við vorum alltaf sitt í hvorri hljómsveitinni. Það var ekki fyrr en 1977 sem við stofnuðum sameiginlega hljómsveit. Sú hljómsveit hét Geimsteinn. Við komum fyrst fram i Stapa og lékum fyrir fullu húsi. Okkur var strax mjög vel tekið. Við létum aldrei verða af því að trúlofa okkur. Við erum ekki einu sinni gift í dag. Rúnar hefur aldrei Frh. á bls. 13 Svanhildur Jakobsdóttir og Ólafur Gaukur Þórhallsson: „Á pallinum vorum við elcki hjón" Ellen og Eyþór kynntust árið 1977 í æfingaplássi hljómsveitarinnar Tívolí, sem var við Túngötu. Hér sjást þau hress í bragði bíða úrslita í keppninni um Landslagið 1990. UÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR OG EYÞÓR GUNNARSSON: „Það var allt saman mjög leynilegt hjá okkur fyrst" Ifyrsta skipti sem ég sá Ellen Kristjáns- dóttur syngja opinberlega var hún að syngja í hófi sem haldið var í tilefni fimm ára afmælis Félags íslenskra hljómlist- armanna. Þar söng hún gamalt lag Ellu Fitzgerald. Síðan hef ég verið leyndur aðdá- andi Ellenar. Það var því óvænt ánægja að fá að taka viðtal við hana og mann hennar, Eyþór Gunnarsson. Eins og flestum er kunnugt er Eyþór hljóm- borðsleikari i bræðingsgrúppunni Mezzoforte. Hann er einnig höfundur lagsins Garden Party sem kom hljómsveitinni á toppinn á sínum tíma. Meðlimir Mezzoforte hafa oftsinnis sýnt og sannað að þeir skipa sæti einnar vinsæl- ustu og bestu „instrumental“ hljómsveitar í heimi. Það gera þeir ekki síst með nýjustu plöt- unni sinni, PlayingforTime. Hljóðfæraleikurinn er ótrúlega fágaður, poppaður og góður. Þegar einn meðlimur hljómsveitarinnar Pink Floyd var spurður að því 1983 hvað honum fyndist markverðast af því sem fram hefði komið á ár- inu svaraði hann: „Mezzoforte." Það er einkennandi fyrir Ellen og Eyþór hversu hógvær og blátt áfram þau eru i fram- komu. Þau koma til dyranna eins og þau eru klædd. Þegar blaðamaður hitti þau á heimili þeirra á Baldursgötunni voru þau nýkomin heim af æfingu. „Það eru Norrænu útvarps- djassdagarnir sem við erum að æfa fyrir núna. Við erum fulltrúar Islands," sögðu þau. „Hljóm- sveitina köllum við Ellen Kristjánsdóttur og flokk mannsins hennar," bætti Eyþór við bros- andi. „Við stofnuðum hljómsveitina í október og höfum spilað öðru hverju á öldurhúsum borgarinnar." Lítil, rauðhærð stelpa hefur setið álengdar og virt fyrir sér þessa óvæntu gesti. Nú finnst henni augljóslega tími til kominn að láta við- stadda finna fyrir nærveru sinni. Hún byrjar að syngja hástöfum: „Dúllaladúllala... “ Hún Frh. á bls. 16 Það er býsna algengt að pör hafi starfað saman í íslenskum hljómsveitum. Má þar m.a. minna á Ragnhildi Gísladóttur og Jakob Magnússon í Strax, Ellý Vilhjálmsdóttur og Svavar Gests, Andreu Gylfa- dóttur og Þorvald í Todmobile, Herdísi Hallvarðsdóttur og Gísla Helgason, Eddu Borg og Bjarna Sveinbjörns- son, Margréti og Þór í Sykurmolunum og loks Ernu Þórarinsdóttur og Gunnlaug Briem. Og svo auðvitað þau fjögur pör sem Vikan ræðir við hér á næstu síðum. Olafur Gaukur og Svanhildur kynntust í Þjóðleikhúskjallaran- um. Hún söng með Leiktríóinu sem spilaði þar árið 1961. Hann spiiaði með hljómsveit- inni. Var það ást við fyrstu sýn? Svanhildur verður fyrri til svars. „Nei, nei, langt frá því. í byrjun vorum við bara starfsfélagar. Við kynntumst og það fór strax vel á með okkur. í upphafi voru nokkrar hindranir í veginum sem síðan smám saman greiddist úr.“ „Síðan eru liðin mörg ár,“ bætir Ólafur 10 VIKAN 11 7BL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.