Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 25

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 25
mskemmfi Áskíð HLJÓMAR FYRIRSÖGNIN KUNNUG- LEGA? JÚ, RÉTT, HELENA EYJÓLFS SÖNG ÞETTA LAG, EINS OG FLESTIR ÍSLENDINGAR Á „GÓÐUM“ ALDRI >ÍTTU AÐ MUNA, OG SLÓ HELDUR BETUR í GEGN. EN UM HVERN ER HÚN AÐ SYNGJA? ÖRNÓLF VALDIMARS- SON! ÞAÐ GÆTI ALLT EINS VERIÐ. EF EINHVER SKEMMTIR SÉR Á SKÍÐUM ÞÁ ER ÞAÐ HANN. ÖRNÓLFUR HEFUR STUNDAÐ SKÍÐI FRÁ UNGA ALDRI, HANN F/ÍDDIST NÁNAST Á SKÍÐUM. HANN ER EIGINLEGA BARA SKÍÐAFRÍK EINS OG VIÐ KÖLLUM ÞAÐ. EN ÞAÐ HEFUR LÍKA REYNST HONUM VEL AÐ VERA SKÍÐAFRÍK. SÍÐASTLIÐIN ÁR HEFUR ÖRNÓLFUR VERIÐ í HÓPI BESTU SKÍÐAMANNA LANDSINS. HANN HEFUR VERIÐ FASTUR MAÐUR í LANDSLIÐINU OG OFTAR EN EKKI NÁÐ GÓÐUM ÁRANGRI Á ERLENDRI GRUNDU. ÖRNÓLFUR ER SONUR HINS ÞEKKTA ÍÞRÓTTAFRÖMUÐAR VALDIM- ARS ÖRNÓLFSSONAR OG ÞEIR FEÐGAR ERU LÝSANDI D/ÍMI UM AÐ EPLIÐ FALLI SJALDAN LANGT FRÁ EIKINNI. í TILEFNI AF NÝLOKNU KEPPNISTÍMABILI SKÍÐAMANNA ER VEL VIÐ H/EFI AÐ FÁ ÖRNÓLF TIL AÐ SEGJA ÖRLÍTIÐ FRÁ SJÁLFUM SÉR. BLAÐAMAÐUR ÁKVAÐ AÐ BYRJA Á „TÝPÍSKRI" SPURNINGU, SVONA EINS OG HANN KRISTJÁN VINUR OKKAR ÓLAFSSON ORÐAR ÞAÐ. HVERS VEGNA SKÍÐIN? í VIKAN ÍITBL. 1990 mér, lra,la,la,la Þ að kom eiginlega aldrei annað til greina. ,j ■ Ég var alinn upp við það að vera alltaf á skíðum. Að vera á skíðum var eins eðlilegt og að drekka vatn. Áhuginn kom ekki allt i einu heldur var skíðaiðkunin eins konar hluti af fjölskyldulífinu, eins og margt annað hjá öðru fólki," sagði Örnólfur. - Hvenær hófstu keppni á skíðum? „Þegar ég var átta eða níu ára byrjaði ég að taka þátt í mótum yngri flokka. Ég var alltaf á skíðum í Kerlingarfjöll- um yfir sumarið þannig að ég var í mjög góðri æfingu. Ég æfði ekkert mikið á veturna. Ég tók skíðin ekki alvarlega fyrr en ég byrjaði í mennta- skóla. Þá fór ég að æfa mark- visst með keppni í huga. Sem krakki var ég bara að leika mér á skíðum. Þegar ég lauk svo menntaskólaprófi, 1984, komst ekkert annað að en skíðin." NÁNAST FORRÉTTINDI - Erlífið„dans“áskíðum? „Já, það er það svo sannar- lega. Það er ómetanlegt að hafa fengið að vera svona mikið í skíðaíþróttinni. Hún gefur manni ótrúlega mikið og gerir manni aldrei neitt nema gott. Sá tími sem hefur farið í skíðin hefur eingöngu veitt mér ánægju og vellíðan. Það er ekki eftir neinu að sjá. Ég tel það flokkast undir forréttindi að ég skuli hafa fengið að vera svona mikið á skíðum. Það er reyndar gaman að koma því að að þegar ég var yngri var ég svo sem ekkert „skíðafrík". En pabbi var duglegur að drífa mig og bræður mína með sér á skíði. Það fóru yfirleitt allar helgar í þetta. Þegar ég var að keppa í yngri flokkunum var ég yfirleitt mjög rólegur yfir öllu saman. En þegar ég fór á fullt út í keppni varð ég mun spenntari og það skemmtilega var að pabbi varð enn spennt- ari. Til dæmis náði hann varla myndum af mér í keppni vegna taugatitrings. Það var í rauninni eins og að hann væri að fara að keppa en ekki ég.“ Eins og flestir vita fylgja íþróttaiðkunum oft á tíðum löng og ströng ferðalög. Keppnisferðir til útlanda jafnt sem innanlands hljóta að taka á taugarnar. Eða hvað? „Að fara utan (keppnisferðir er mjög góð lífsreynsla. Það getur verið erfitt en oftast eru þær það ánægjulegar að mað- ur gleymir erfiðleikunum. Þetta er strangur skóli sem hverjum manni er hollur. Ég hef lært að bjarga mér þar sem ég hef staðið að miklu leyti að öllum keppnisferðalögum sjálfur. Fyrst þegar ég fór út æfði ég með liði í Austurríki. Það var stórkostlegt og allt var mjög vel skipulagt. Þar æfði ég mjög markvisst við eins góðar að- stæður og hugsast getur. Ég náði mjög góðum árangri, bætti mig mjög mikið og fann varla fyrir þreytu af því að ég hafði svo gaman af þessu. Það besta sem skíðamenn geta gert til þess að bæta árangur sinn er að dvelja er- lendis við æfingar við toppað- stæður. Ég stefni að því aö keppa og æfa á skíðum eins lengi og ég hef gaman af. Það er örugglega langt þangað til ég hætti...“ - Fékkstu aldrei heimþrá á meðan þú dvaldir mánuðum saman erlendis? „Jú, eflaust fékk ég stund- um heimþrá. En yfirleitt var ég að stefna að ákveðnum mark- miðum svo að annað komst ekki að. Ég kynntist líka mikið af góðu fólki þannig að það hjálpaði mikið. Meðal annars kynntist ég strák sem heitir Michael Tritcher en hann er núna einn besti skíðamaður Austurríkismanna. Ég get ekki sagt annað en að mér hafi liðið mjög vel þegar ég hef verið á flakki hingað og þangað út um allan heirn." Víkjum frá íþróttunum og yfir í aðra sálma. Það er öllum Ijóst að lífið gengur ekki bara út á íþróttaiðkun. Örnólfur leggur nú stund á læknisfræði við Háskóla íslands. Hvað liggur að baki vali á þeirri göf- ugu fræðigrein? HINN ÓPLÆGÐI AKUR HEILLAR „Mér finnst titillinn svo flottur, doktor Örnólfur...! Ég hef lesið svo mikið af Rauðu ástarsögunum og það ýtti und- ir áhugann. Nei, nei, bara að grínast! Ég tók nú minn tíma í valið og velti ýmsum greinum fyrir mér. Eiginlega notaöi ég útilokunaraðferðina við valið. Ég sá að ýmsar greinar höfð- uðu ekki til mín. Mér fannst áhuginn vera mestur fyrir læknisfræðinni og hann hefur sífellt aukist. Læknisfræðin er að mínu mati mjög spennandi grein, ekki síst vegna þess að það eru alltaf nýir hlutir að gerast. Nýjar uppgötvanir og frjó umræða. Námið við Há- skóla íslandstekursex ár. Það er bara grunnurinn en síðan er stöðugt hægt að víkka sjón- deildarhringinn, læra meira og sérhæfa sig á einhverju til- teknu sviði. Það er svo margt sem er enn órannsakað í læknavísindunum og það er nákvæmlega það sem heillar mig. Ég held að hugmyndir um samspil líkamlegrar og and- legrar vellíðanar eigi eftir að koma mikið inn í læknisfræð- ina og allt starf innan hennar. Samvirkni margra þátta er ó- plægður akur innan fræðinn- ar.“ - Þú hefur kannski ákveðið að nema læknisfræði út frá peningasjónarmiðum! Eru ekki allir læknar ríkir? „Nei, ég gerði það nú ekki. En það er gott að vita til þess að þurfa ekki að hafa fjárhags- áhyggjur í framtíðinni, það er að segja ef einhver vill ráða mig í vinnu." - Gætirðu hugsað þér að starfa við eitthvað annað í framtíðinni? „Já, þaö gæti ég, þá við eitthvað sem tengist félagsleg- um samskiptum fólks. Að vissu leyti er ég mikil félags- vera en oft á tíðum er ég það ekki. Þá finnst mér gott aö kúpla mig úr samskiptum við annað fólk. Mér finnst stund- um mjög þægilegt að vera einn. En þaö verður að vera líf í kringum mig, mér fyndist erf- itt að vera alltaf að gera sama hlutinn, vera „rútineraður". Þaö get ég örugglega aldrei." Örnólfur er fæddur 4. nóv- ember 1964, nánar tiltekið sporðdreki. Hann er því 25 ára Frh. á bls. 27 I TBL. 1990 VIKAN 25 TEXTI: BRYNDÍS HÓLM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.