Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 8

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 8
FIÐLULEIKARI er ekki beinlínis á áhugasviði mínu eins og sakir standa. Mér finnst ég hafa haft gott af henni en mig langar ekki að leggja hana fyrir mig - hvað sem seinna verður. Að undanförnu hef ég leikið með hljómsveit sem heitir Chur Cölnissches Orchester en stjórnandi hennar er Heri- bert Beissel. Um er að ræða ákveðinn kjarna hljóðfæra- leikara sem spilar alltaf með en hinum er skipt út eftir því sem við á hverju sinni. Streng- irnir eru til dæmis aðallega nemendur úr tónlistarhá- skólanum en flestir blásararnir hins vegar atvinnumenn. Ég hef leikið sem konsertmeistari með þessari hljómsveit þegar ég hef getað. Ég hef líka leikið með Kölner Kammerorchester og hljómsveit sem heitir Ne- usser Kammerakademie. Sá háttur er hafður á hjá þessum hljómsveitum að aðeins er ráðið fyrir einn konsert í senn. Þótt ég hafi dvalið erlendis að undanförnu hef ég ekki misst sjónar á gömlu félögun- um heima. (fríum fer ég yfir- leitt heim og þá nota ég jafnan tækifærið og reyni að sþila eitthvað. Við höfum haldið hópinn nokkur sem vorum saman í menntaskólanum við Hamrahlíð á sínum tíma. Við fórum hvert í sína áttina til tónlistarnáms og þvi er skemmtilegt að koma saman og æfa upp ákveðin verk. i þessum hópi eru meðal ann- ars Guðni Fransson klarinettu- leikari og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari. Við höfum verið að spila svolítið nýja tónlist eft- ir tónskáld sem tilheyra einnig þessum hópi.“ - Og hvað tekur nú við þeg- ar námi lýkur. Ætlar þú að bjóða íslensku tónlistarlífi krafta þína strax eöa staldra aðeins lengur við á megin- landinu? „Ég er ekki á leiðinni heim í bili. Mér finnst alla vega mjög spennandi að sjá hvaö mér á eftir að bjóðast hér. Ég vil reyna mig hérna og sjá hversu langt ég get náð. Ég get auð- vitað alltaf hætt við og haldið heim ef mér býður svo við að horfa. En fyrst ætla ég að spreyta mig hér.“ Maður fyllist ósjálfrátt þeirri fullvissu, þegar þessi ákveðna og hressilega kona er kvödd, að hún eigi ekki eftir að kvarta undan verkefnaskorti í fram- tíðinni, hvort sem það verður heima á Fróni eöa hérna úti á meginlandinu. Það þarf ekki annaö en að líta á árangurinn fram til þessa. HJARTASKURÐLÆKNINGAR í LONDON: Komum aðeins fjórir til baka Hjartað er það líffæri sem enginn getur verið án. Hægt er að fjarlægja annað lungað, annað nýrað, aðra nýrnahettuna, botnlangann, háls- kirtlana, augun, eyrun, miltað, útlimi og flest annað ef það bilar án þess að líkamsstarfsemin raskist að ráði. Öðru máli gegnir um hjartað. Ef það bregst er fátt sem getur komið í staðinn, nema þá hjarta úr annarri manneskju eða gervihjarta sem er mjög fágætt að grætt sé í fólk. Það er því mjög mikilvægt að þetta líffæri sé í góðu lagi. Sá galli er þó á því að það eru aðeins tvær tiltölulega smáar æðar sem næra það. Ef þær stíflast, sem frekar lítið þarf til að gerist, deyr sá hluti hjartans sem þær næra. Við fyrstu sýn má ætla að þróun náttúrunnar hafi brugðist í sambandi við þetta líffæri, alla vega þegar langtímanotkun er höfð í huga. í annan stað má hugsa sér að þessi hönnun sé ráðstöfun náttúrunnar til að fólk lifi ekki of lengi og til að viðhalda nokkuð hraðri endurnýjun á stofninum. Með aukinni tækni i læknis- fræði hafa verið fundnar leiðir til að sjá við þessum veikleik- um í byggingu hjartans. Meðal annarra leiða má nefna aö ef æðarnar taka að þrengjast og blóðflæöið nægir ekki til að næra þá hluta hjartans sem þær hafa átt aö gera hefur ver- ið gert annað tveggja; leiðsla þrædd í gegnum þrengslin og hún blásin út á staðnum til að víkka æðina eða æð tekin annars staðar úr líkamanum, hún tengd sitt hvorum megin við stífluna og blóði þannig veitt framhjá henni. Þetta er aðeins gert ef stíflan hefur verið mikil. Ýmislegt annað getur hrjáð hjartað. Ekki er óalgengt að lokur þess gefi sig. Þá er oft beitt þeirri aðferð að setja nýja loku úr einhverju spendýri til dæmis svíni eða gerviloku í staðinn. Ef þessi ráð duga ekki eru einu möguleikarnir að skipta um hjarta. Þegar fólk þarf á nýju lifandi hjarta að halda verður það að leita út fyrir landsteinana. Landslög heimila ekki að hjörtu séu notuð úr (slending- um öðrum til lækninga vegna þess að dauðinn er skilgreind- ur á annan hátt hér en gert er erlendis. Á (slandi telst maður látinn við hjartadauða í stað heiladauða erlendis. Nokkrir (slendingar hafa þurft að fá nýtt hjarta og aðrir bíða eftir því nú. Sú gagnrýni hefur borist erlendis frá aö ís- lendingar vilji ekki gefa heldur einungis þiggja. Það er því umhugsunarefni hvort ekki sé kominn tími til aö breyta skil- greiningunni á dauðanum og lögum um þetta efni. Það er staðreynd sem ís- lendingar verða að átta sig á að næstum annar hver lands- maður veröur fyrir því að fá hjarta- eða æðasjúkdóma. All- ir ættu því að vera á varðbergi fyrir þessum sjúkdómum og gera það sem vitað er að minnkar líkurnar á að þeir knýi dyra. Fróðlegt væri að heyra álit einhvers sem hefur fengið þennan sjúkdóm og hvernig baráttu hans var háttað. Vikan hafði samband við séra Hall- dór S. Gröndal sem hefur gengið í gegnum þessa lífs- reynslu. Halldór er sextíu og þriggja ára gamall, á fjögur börn og sex barnabörn. Hann hafði verið mjög hraustur alla tíð, hreyft sig mikið, aldrei fundið til og farið nokkrum sinnum í skoðun. „Ég hafði messað í kirkjunni minni og átti síðan eftir að skíra á heimili kunningja míns,“ segir Halldór. „Þegar þangaö kom fór ég að finna til mikilla þyngsla fyrir brjóstinu og þótti mér það nokkuð skrýt- ið þar sem aðalannatími presta var um garð genginn. Þegar ég var að fara úr hemp- unni eftir skírnina sagði faðir barnsins við mig: „Er eitthvað að, Halldór rninn?" „Nei, ég er aðeins eitthvað slappur," segi ég. „Komdu bara inn og fáðu þér kaffi,“ segir hann og gerði ég það. Átti ég eftir að predika hjá Hjálpræðishernum að skírninni lokinni. Ég lét mig hafa það að fara þangað niður eftir, sem mér hefði að öllu jöfnu verið mjög Ijúft að gera. Þegar ég sat þar á fremsta bekk sagði ég við kunningja minn aö ég gæti ekki flutt ræðuna því ég hefði svo þung- an verk fyrir brjóstinu og spurði hann hvort hann vildi ekki flytja hana fyrir mig, en frábað hann sér það. Ég dreif mig því í ræðustólinn. Þegar ræðunni var lokið var ég alveg að þrotum kominn, fór heim, beint upp í rúm og sagðist ætla að fara að sofa. Konunni minni þótti það eitthvað grun- samlegt og hringdi strax á lækni. Ungur læknir kom og sagði að það væri ekki um annað að ræða en ég færi á spítala. Þar með var farið með mig á gjörgæsludeild Landa- kotsspítala. Niðurstöður rann- sóknanna þar leiddu í Ijós að ég var með bullandi krans- æðastíflu og hjartadreþ. Þegar ég hafði fengið þessa vit- neskju vildi ég ekki sætta mig við hana og ætlaði að deila við 8 VIKAN 11 TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.