Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 7

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 7
Gerður brá á leik með fiðluna sína við listaverk á svölum listasafnsins í Köln og brátt hljómaði „Hani, krummi, hundur, svín“ í loftinu. Meira að segja vörðurinn, sem fylgdi okkur upp til myndatökunnar, varð mjúkur í framan undir spilverkinu. í baksýn er hin fræga dómkirkja í Köln. einhver biður mig um að gefa sér A-tóninn til dæmis þá geri ég það um leið - án þess að þurfa að hafa tónkvfsl mér til hjálpar eða hljóðfæri. Þetta er einhvers konar tónaminni og hef ég ekki ennþá gert mér grein fyrir því hvernig á þess- um hæfileikum stendur. Lík- lega er það þó meðfætt hjá mér og ég hef vitaö af þessu síðan ég var sjö ára. Trúlegt er aö ég hafi þetta frá móður minni. í flestum tilvikum kemur þessi hæfileiki sér mjög vel. Ég er til dæmis fljótari að vinna ný verk, kannski vegna þess að ég hef skýrari mynd af því sem á að koma út á endanum. Ég átti einstaka sinnum í svo- litlum erfiðleikum á meðan ég var í kórnum, þegar ég heyrði að kórinn lækkaði eða hækk- aði. Það getur komið fyrir þeg- ar sungið er án hljóðfæris. Sérstaklega fannst mér þetta óþægilegt þegar við sungum eftir nótum. Þá sá ég og heyrði að við vorum hætt að syngja eftir þeim.“ En hvað er nú framundan hjá Gerði? Ætlar hún að halda áfram að læra eða standa upp af skólabekknum innan tíðar? „Ég held aö ég láti beinu námi lokið f bili að minnsta kosti. Ég lauk lokaprófi héðan frá Köln fyrir tveimur árum, „Kunstlerische Reifeprufung" með einkunnina 1 +. Þar eð ég hlaut hæstu einkunn á ég kost á því að þreyta svokallað „Konsertexamen" eða einleik- arapróf innan næstu tveggja ára. Ég hefði í rauninni átt að Ijúka þessu prófi núna í vor en fékk frest vegna þess að ég var að vinna með kennaranum í Amsterdam á þessu tímabili. Ég ætla því að reyna að Ijúka þessu næsta vor hjá mínum gamla kennar en ég reikna samt ekki með að vera skráð í skólanum þótt þetta standi til. EKKI Á LEIÐINNI HEIM í BILI. . . Ég hef ekki einungis verið viö nám því ég hef alltaf spilað eitthvað samhliða skólanum til þess að öðlast reynslu og svo- litlar tekjur sem koma sér vel. Ég hef líka stundað kennslu síöustu tvö árin og hef verið með þrjá nemendur í einka- tímum. Tveir þeirra eru að búa sig undir inntökupróf í tónlist- arháskólann. Sá þriðji hefur lokið námi, er að sækja um vinnu og langar að reyna að lífga aðeins upp á tæknina hjá sér. Mig langar til þess að hvíla mig á kennslunni en hún 11 TBL 1990 VIKAN 7 UÓSM.: HJALTl JÓN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.