Vikan


Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 58

Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 58
TEXTI OG LJÓSM, RAGNAR LÁR RÆTTVIÐ GUÐNÝJU í BLÓMABÚÐINNI STÖR í DOMUS MEDICA IDomus Medica viö Egils- götu er Blómabúðin Stör til húsa. Þar ráöa ríkjum þær Gerður Steinarrsdóttir og Guðný S. Þorleifsdóttir. Blómabúðin er lítil og snyrti- leg, full af blómum og ýmsum vörum tengdum þeim. Þar er einnig að finna gjafavöru hvers konar og er öllu þessu komið fyrir af smekkvísi. Þegar okkur ber að garði er það Guðný sem stendur vakt- ina og við spyrjum hana um til- urð verslunarinnar. - Við Gerður keyptum / „Þaö má segja að það sé eins með þessa listgrein og aðrar að enginn verði meistari af lærdómi einum sarnan," segir Guðný, sem hér sést að störfum í blómaverslun þeirri sem hún rekur ásamt Gerði Steinarsdóttur. E R L I S T G R E I N þessa verslun 26. september árið 1987 og gáfum henni nafnið Blómabúðin Stör. - Af hverju blómabúð? - Við höfðum báðar unnið hjá honum Ragnari Michelsen í Hólagarði í Breiðholti og langaði til að fara út í eigin rekstur á þessu sviði. Okkur bauðst þessi verslun til kaups og urðum að taka ákvörðun á stundinni. Við létum slag standa og sjáum ekki eftir því. Reksturinn hefur gengið vel enda erum við bjartsýnar ung- ar konur, segir Guðný og bros- ir við. - Hver er galdurinn við svona rekstur? - Við gætum þess að vera alltaf með gott úrval af blómum, bæði afskornum og pottablómum. Rétt meðhöndl- un hefur allt að segja, bæði af okkar hálfu og viðskiptavinar- ins. Við ráðleggjum kaupand- anum um meðferö blómanna en margs er að gæta í því sambandi. Til dæmis má nefna að sum blóm þurfa kalt vatn, önnur volgt og enn önnur þurfa heitt vatn. - Þið hafið fleira en blóm á boðstólum? - Við reynum að eiga til blómavasa og pottahlífar og annað það sem tilheyrir blómum. Við eigum líka alltaf til þurrblómaskreytingar sem við vinnum sjálfar. - Er ekki mikill vandi að búa til slíkar skreytingar? - Ég vil nú leyfa mér að líta á það sem listgrein. Við lærð- um mikið af Ragnari en hann er meistari á sviði blóma- skreytinga. Það má segja að það sé eins með þessa list- grein og aðrar að enginn verði meistari af lærdómnum einum saman. Maöur verður að hafa sköpunargáfu til að verkið telj- ist gott. Litir og form verða að vera í samræmi en skreyting- arnar eru misjafnar eftir tilefn- um. Það má segja að þærfylgi ákveðnum formúlum. Þannig er mikill munur á samúðar- vendi og brúðarvendi, svo dæmi sé tekið. Þegar gerður er brúðarvöndur er nauðsyn- legt að þekkja útlit brúðarinnar og brúðarkjólsins. - Stærri skreytingar? - Já, það er spennandi að fá stærri skreytingarverkefni. Við höfum til dæmis skreytt Háskólabíó og Laugardals- höllina. Slíkum skreytingum fylgja miklar tarnir, þar sem verkið þarf að vinna á sem skemmstum tíma til þess að skreytingin sé sem ferskust. - Hver er sérkennilegasta skreytingin sem þið hafið gert? - Ætli það sé ekki golfsettið sem komið var með til okkar. Þetta var fallegt golfsett í glæsilegum golfpoka og átti að gefa í afmælisgjöf. Það var sem sagt komið meö settið til okkar og við beðnar að skreyta það. Svona verkefni höfðum við aldrei fengið áöur en ákváðum aö gera okkar besta. Okkur datt í hug að nota vasana sem eru á svona pokum til að festa skreyting- una í og veit ég ekki betur en skreytingin hafi líkað vel. - Áhugamálin, Guðný? - Þau eru meðal annars lestur góðra bóka, útivist og ferðalög - innanlands. - Innanlands? - Ég hef ekki mikinn áhuga á ferðalögum til útlanda, að minnsta kosti enn sem komið er. Ég á eftir að sjá svo mikið af eigin landi. Það þarf ekki að fara langt frá Reykjavík til að komast út í ósnortna náttúru og nægir að geta Heiðmerkur í því sambandi. Annars er Suðursveitin í sérstöku uppá- haldi hjá mér. Þar er fallegt og þar er líka eitthvað sem maður ekki sér en finnur sterklega fyrir. Hins vegar fer frítími minn um þessar mundir í að endurgera gamalt hús sem við hjónin keyptum í vesturbæn- um og ennfremur í að vinna í garðinum sem húsinu fylgir. Þar er verk aö vinna sem ekki verður lokið í bráö. □ 56 VIKAN ÍITBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.