Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 39
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR PALLI VAR EINN í HEIMINUM:
„Reynum að sýna hamingju
Palla, sorg og einmanaleika“
Palla, fylgjumst með daglegu
lífi fjölskyldunnar og svo hefst
draumurinn. Ferðalag Palla
verður ríkt af spennu í gegn-
um allar þær persónur sem
hann hittir í draumnum og um-
hverfið sem dansar við hann.
Við reynum að gera
drauminn lifandi og að sýna
hamingju hans, sorg og ein-
manaleika. Það var afar
skemmtilegt verkefni fyrir okk-
ur Hlín aö túlka þetta ævintýri i
dansi, búningum og leikmynd.
Von mín er að með þessum
nýja ballett verði danslistin að
spennandi og nálægu tjáning-
arformi fyrir börnin." □
O
<
CQ
GO
'q
GC
o
n
- segir dansahöfundurinn Sylvia von Kospoth
Islenski dansflokkurinn
frumsýnir nýjan ballett fyrir
börn í (slensku óperunni
þann 14. júní. Ballettinn er
sýndur sem hluti af Listahátíð
en í haust verða sýningar á
honum teknar upp á ný.
Ballettinn heitir Palli og
Palli og er saminn af Sylviu
von Kospoth, hollenskum
dansahöfundi. Efni hans er
sótt í barnasöguna Palli var
einn í heiminum. Tónlistin er
fiðlukonsert Tchaikovskys.
Allir meðlimir dansflokksins
taka þátt í sýningunni og
dansa allir Palla, en hann er
þó alltaf sami einmana strák-
urinn.
Búningar og leikmynd eru í
höndum Hlínar Gunnarsdótt-
ur, sem lærði búningahönnun
í Torino á Ítalíu. Palli og Palli
er fyrsta ballettverkefni Hlínar
en hún hannaði nú nýverið
leikmynd og búninga fyrir sýn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur,
Hótel Þingvellir. Hlín segir
samstarf þeirra Sylviu hafa
verið einstaklega skemmtilegt
og gefandi en þær sköpuðu
sýninguna saman úr „hráefn-
inu“ barnasaga - tónlist -
dansarar.
Sylvia lærði dans í Amster-
dam og fékk snemma löngun
til að verða dansahöfundur.
Hún hefur verið á íslandi
í tæpt ár en hún var upphaf-
lega fengin hingað til að semja
ballett fyrir Pars Pro Toto.
Sylvia samdi dansinn i Endur-
byggingu eftir Vaclav Havel
sem Þjóðleikhúsið sýndi í vet-
ur og auk þess að starfa með
dansflokknum kennir hún
dans í Kramhúsinu.
Um ballettinn Palla og Palla
segir Sylvia: „Ballettinn hefst á
því að við sjáum foreldra
Sylvía leiðbeinir einum
dansaranum á æfingu.
UTBL. 1990 VIKAN 39