Vikan


Vikan - 28.06.1990, Side 10

Vikan - 28.06.1990, Side 10
*An \^7 SOS-BARNAPORPIN ERU 40 ÁRA GÖMUL SAMTÖK SEM BYGGJA Á PEIRRI HUGSJÓN AÐ MUNAÐARLAUS BÖRN OG BÖRN SEM HAFA VERIÐ YFIRGEFIN AF FORELDRUM SÍNUM FÁI AÐ BÚA VIÐ EÐLILEGT FJÖLSKYLDULÍF f SÍNU EIGIN LANDI. HUGMYNDINA AÐ ÞEIM ÁHI MAÐUR AÐ NAFNI HERMANN GMEINER SEM F/ÍDDIST í AUSTURRÍKIÁRIÐ 1919. HERMANN MISSTI MÓÐUR SÍNA BARNUNGUR OG ÞÓ HANN VÆRI AF BÆNDAFÓLKI KOMINN FÓR HANN AÐ NEMA LÆKNISFRÆÐI EFTIR MENNTASKÓLA. EFIR HEIMSSTYRJÖLDINA SÍÐARI VISSI HANN AF FJÖLDA MUNAÐAR- LAUSRA OG HJÁLPARÞURFI BARNA OG SMÁM SAMAN MÓTAÐIST HJÁ HONUM SÚ HUGMYND AÐ REYNA AÐ ÚTVEGA ÞESSUM BÖRNUM HEIMILI í STAÐ MUNAÐARLEYS- INGJAHÆLA. Þessi munaðarlausa stúlka á góða að. Hún er ekki ein á reiðileysi heldur í hópi þúsunda barna um allan heim sem njóta aðstoðar SOS-barnahjálparinnar. VID SOFNUM FORELDRUM Þótt Hermann væri ekki auðugur að fé ákvað hann að hrinda hug- mynd sinni í framkvæmd og fékk smátt og smátt fólk í lið SOS-barnaþorp í S-Ameríku. Traust og hlýleg. með sér. í upphafi fékk hann vini og kunningja til að gefa ör- fáar krónur hvern og árið 1949 var fyrsta SOS-heimilið stofn- að í Imst í Austurríki. Hermann Gmeiner helgar síðan barnaþorpunum líf sitt og næstu tuttugu árin fara í að byggja og koma af stað heimil- um og þorpum í Austurríki og Þýskalandi. Árið 1967 verður síöan sú breyting á að farið er að byggja þorp í þriðja heiminum og núna, eftir 40 ára starf, eru um 300 barnaþorp í um 100 þjóðlöndum. Að auki eru um 700 aðrar stofnanir sem tengj- ast barnaþorpunum, svo sem skólar og læknamiðstöðvar. Þessum stofnunum er ætlað að þjóna barnaþorpinu en oft líka þorpinu sem barnaþorpið Eitt af SOS-barnaþorpunum í Afriku. Börnin fá kennslu, búa í vernduðu samfélagi og njóta sin í leikjum sínum. 10 VIKAN 13. TBL 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.