Vikan


Vikan - 28.06.1990, Side 14

Vikan - 28.06.1990, Side 14
TEXTI: JÓN KR, GUNNARSSON Þorgerður Þorgilsdóttir á afmælisdaginn. LÍFIÐ HEFUR VERIÐ MÉR GOTT - ÞÓ AÐ ÞAÐ HAFIEKKIALLTAF VERIÐ DANS Á RÓSUM - SEGIR ÞORGERÐUR ÞORGILSDÓTTIR, NÍRÆTT AFMÆLISBARN, í VIKU-VIÐTALI Fleiri og fleiri íslendingar nd háum aldri en það er misjafnt hversu ernir þeir eru. Fyrir skömmu hélt nírœð kona, Porgerður Þorgilsdóttir, upp á afmœli sitt á Hótel Borg og það vakti athygli hversu vel hún ber aldurinn. Fjöldi vina og kunningja samfagnaði þessari hressu og keiku konu sem lék á als oddi og hefði eins getað verið tuttugu árum yngri. Heilbrigt líf og heilsurækt ber oft á góma og flestir hugleiða á hvern hátt þeir geti best varðveitt heils- una. Hver er lykillinn að heilbrigði á ævikvöldi? Það er þess vert að taka þetta glaðbeitta afmælisbarn tali. Hefur Þorgerður alltaf verið heilsuhraust? Já, eiginlega alltaf. Að vísu fékk ég áfall fyrir hjarta en það er að jafna sig. Annars hef ég allt lifið verið heldur heilsuhraust. - Hver er lykillinn að heilbrigðu lífi og því að fólk nær heilsuhraust háum aldri? Er það mataræöið eða lífshættirnir að einhverju leyti? Ætli það séu ekki að einhverju leyti erfða- þættir og upplag hvers og eins. Ég held að það hafi líka mikið að segja að foreldrar mínir voru óskyldir. Ef mikil veila er í ættum er eins og það komi meira fram en annað. En lífshættir mínir hafa verið ósköp venjulegir og eðlilegir og ég hef ekki lifað neinu sérstöku lífi. Maður hefur haft góða heilsu til að geta unnið og fundið gleði í starfinu. Ég hef verið svo heppin að hvar sem ég hef verið, bæði heima og heiman, hef ég kynnst góðu fólki. Það auðgar sálarlífið mikið og það kom meðal annars vel fram á afmælisdaginn minn 30. apríl hvað margir minntust mín og glöddu mig á afmælis- daginn. Þetta lífgar allt, sálarylinn, getur maður sagt. Ég held það hjálpi mikið til með aldurinn að hafa létta og góða lund. Það er náðargjöf. 1 4 VIKAN 13. TBL. 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.