Vikan


Vikan - 28.06.1990, Síða 27

Vikan - 28.06.1990, Síða 27
Tíbetskir skæru- liðar í lelðangri frá dvergríkinu Mustang sem liggur við landa- mæri Nepal og Tíbets. stærsta forðabúri heimsins fyr- ir úraníum, lithium og boron. Kínversk heimsvaldastefna hefur hingað til einkennst af kynþáttarembu gula kyn- stofnsins í bland við dæma- lausan skort á virðingu fyrir til- verurétti einstaklingsins, villtra dýra og óspilltrar náttúru. Málflutningur Dalai Lama XIV hefur verið öllu hófsamari og kryddaður kyndugri kímni sem undirokaðar þjóðir og ein- staklingar verða að tileinka sér til að geta lifað af í skolti rán- dýranna. í viðtali, sem Wash- ington Times tók við Dalai Lama XIV í september 1984, gerði hann grein fyrir muninum á búddisma og kommúnisma. „Búddisminn leggur áherslu á mikilvægi þess að lifa lífinu lifandi, bæði í þessu lífi og um alla ókomna framtíð. Það er ekki lögð áhersla á efnislægar framfarir. Búddisminn lætur sig varöa velferð allra lífvera jarðarinnar. Marxisminn lætur sig bara varða þetta líf og efnisleg gæði þess og þær mannverur sem flokkast undir vinnandi stéttir. Sérstakrar forsjónar verða flokksfélagar aðnjótandi og þá sérstaklega þeir sem eru hátt settir." Það kemur skýrt fram í sjálfsævisögu Dalai Lama XIV, Land mitt og þjóð, að hann ber ekkert síöur hag al- þýðunnar fyrir brjósti en boð- berar kommúnismans enda gerði hann misheppnaða til- raun til að nota sér þróunar- hjálp Kínverja til að jafna lífs- kjör í landinu. Vegir voru byggðir af Tíbetum fyrir kín- Tíbetski munkurinn Gyalpo var skotinn eins og hundur af sérsveitum kínversku lögregl- unnar í Lhasa 10. desember 1988 fyrir að hafa tekið þátt í friðsamlegum mótmælum. verska hertrukka og ríka túr- ista, raforkuver voru líka reist í þegnskylduvinnu til að lýsa upp og hita híbýli þeirra átta milljóna Kínverja sem fluttir hafa verið nauðugir viljugir til Tíbets á síðustu þrjátíu árum. Þær sex milljónir Tíbeta sem lifðu af hressilegar hreinsanir menningarbyltingarinnar búa enn við sult og seyru, borða byggsúpuskammtinn sinn og lýsa upp fátækleg híbýli sín meö smjörlömpum. Ef þeir ganga í flokkinn fá þeir að læra kínversku, stærðfræði og marxíska mannkynssögu. Tíbetar eru [ viðjum þeirrar gæsku sem gerir ekki ráð fyrir að slegið sé frá sér, þegar sniðug snikjudýr sjúga blóðið úr þeim, í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. I því sambandi má benda á að fyrir glæpi gegn byltingunni í Kína er refsað meö fangelsisvist í kulda og vosbúð, barsmíðum, nauðgunum og blóðtökum. Nýj- asta nýtt i pyntingarbransan- um í Kína er að afklæða nunn- j ur og siga morðóðum blóð-1 hundum á þær. Það grátlega við þessa ó- | manneskjulegu harðneskju er § að langflestir sem hafa verið fangelsaðir af Kínverjum í Tí- bet fyrir þátttöku í einhverjum þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað síðustu 40 árin (mót- mæli hafa átt sér stað fimmtíu og fimm sinnum á síðustu tveim árum), hafa ekkert til saka unnið. Það var ekki að ástæðulausu að Alexander Solzhenitsyn lýsti því yfir 1982 að kverkartak Kínverja á Tíbet væri grimmdarlegur skepnu- skapur sem slægi öllu við sem tíðkaðist í öðrum alræðisríkj- um kommúnismans. Þann 11. október 1989 barst sú fregn til Tíbets að réttmæt- ur leiðtogi þeirra og holdtekja þeirra mannkosta sem í há- vegum eru hafðir meðal Tí- beta, miskunnsemi og gæsku, hefði verið sæmdur friðarverð- launum Nóbels. Búddistum finnst jafnmikilvægt aö sam- gleðjast fólki þegar vel gengur og að votta samúð þegar sorg tærir upp hjarta náungans. Mikinn mannfjölda dreif að Jhokhang musterinu í höfuö- borg Tíbets, Lhasa, þennan dag og sungu Tíbetarnir af hjartans lyst eins og þeim ein- um er lagið. Þrjár tíbetskar konur, Kelsang, Dolma og Tsekyi, voru handteknar þenn- an dag. Tvær þeirra voru dæmdar til þriggja ára fangels- Friösöm mótmæli í Lhasa, höfuðborg Tibets, þann 1. október 1987 enduðu með ósköpum. Eldur var lagður að lögreglustöð þar sem tíbetskir mótmælendur voru hafðir í haldi. Munkarnir á myndinni gerðu heiðarlega tilraun til að bjarga föngunum. isvistar fyrir dulbúna undirróð- ursstarfsemi sem fólst í að syngja lítið lag sem innihélt eftirfarandi meiningar. „Lhasa var ekki seld, Indland var ekki keypt. Það er ekki það að heilagleikinn Tenzin Gyatso eigi hvergi höfði sínu að að halla. “ Þessar söngglöðu konur fá að dúsa í Gutsa fangelsinu næstu þrjú árin. ▲ Myndin hér að ofan sýnir mörg hundruð ára uppbyggingu verða að engu þegar fornar dyggðir fengu að víkja fyrir skemmdarfýsn innblásinni af blindri heift kínverskra kommúnista. að þeir hefðu aflétt herlögum í Tíbet og túristum yrði leyft að borga 200 beinharða Banda- ríkjadali fyrir hvern dag sem þeim leyfðist náðarsamlegast að dvelja í landinu. Þessi á- kvörðun sýnir svo ekki verður um villst að Kínverjar kæra sig ekki um að missa spón úr aski sínum vegna vanhugsaðrar harðneskju við fólk í Tíbet, sem á annað og betra skilið en að vera útrýmt án þess að nokkur hafi nokkuð við það að athuga. Hótanir kínverskra stjórnvalda um að slíta stjórn- mála- og viðskiptasambandi við Noreg og Tékkóslóvakíu, þegar æðstu leiðtogar þess- ara þjóðlanda riðu á vaöið með að veita heilagleikanum sjálfum, Dalai Lama XIV, opin- bera móttöku 1989, hafa reynst marklaus orð. Næsta skref og það stærsta til að tryggja Tíbetum tilverurétt í heiminum er að þeir eignist fulltrúa hjá Sameinuðu þjóð- unum, jafnvel þó það gæti stórlega raskað valdajafnvæg- inu í heiminum. Bandaríkja- menn voru auðmýktir í Víet- nam, Rússar í Afganistan og nú er komið að því að þriðja stórveldið i heiminum verði kjöldregið. 13. TBL. 1990 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.