Vikan


Vikan - 28.06.1990, Side 32

Vikan - 28.06.1990, Side 32
nm BORGIN ER STAÐUR MENNTAFÓLKS - SEGIR SKÚLI MOGENSEN SEM STJÓRNAR SKEMMTISTAÐNUM HÓTEL BORG auutni Skúli Mogensen og Bjarni Þórhallsson, tveir af þremur aðstandendum skemmtistaðarins Hótel Borg. Á myndina vantar Birgi Bieltvedt. Það lofar góðu það sem þeir strákarnir eru að gera á Borginni. Dýragarðsstemmning, lifandi tónlist, framandi matur og drykkur, djass og blús væntanlegt og margt nýtt og ferskt sem kemur frá þeim félögum. „Við forðumst allt sem verið hefur,“ segir Skuli. o o ö □ Miðað við höfðatölu eigum við íslendingar eflaust heimsmetið í skemmtunum. Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem stundar skemmtanalífið hér ö íslandi og í Reykjavík er mest úrval af skemmtistöðum. Hver kannast ekki við eitthvað ö þessa leið? Við fórum út að borða ö œðislegum nýjum kínverskum veitingastað, sötum þar til svona ellefu, litum svo inn ö Gaukinn í smötíma og fórum svo á ball. Það var œðislegt ö ballinu og var maður ekkerf ö því að hœtta þegar ballið var búið enda vorum við í partíi til klukkan sex. Ungir íslendingar eru sérstaklega duglegir aö skemmta sér, einkum fólk á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára. En hvert fer fólk? Nýlega tóku þrír ungir drengir við rekstri skemmtistaðarins Hótel Borgar. Eins og flestir vita er það Reykjavíkurborg sem á staðinn en Ólafur Laufdal leigir hann. Það má því segja að drengirnir séu nokkurs konar undirverktakar. Þeir sem að skemmtistaðnum standa heita Skúli Mogensen, Birgir Bieltvedt og Bjarni Þór- hallsson. Ég hitti Skúla einn laugardaginn nú fyrir stuttu á Borginni og ákvað að kanna þetta mál betur. Skúli er fæddur 1968 og verður 22 ára á þessu ári. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð en stundar núna nám við Háskóla íslands og lærir þar heimspeki og stjórnmálafræði. Reyndar eiga viðskipti margs konar hug hans allan og segir hann að þegar líða tekur á fari hann út og læri alþjóðasamskipti og stjórnmálafræði. Hann segir að heimspekin sé góð undir- staða fyrir viðskipti og alþjóð- leg samskipti. „Ég byrjaði í skemmtana- bransanum á síðasta ári þeg- ar ég og tveir félagar mínir tók- um við skemmtanastjórn í Tunglinu," segir Skúli. „Þetta gekk mjög vel fram að áramót- um en eftir þau fór ég á fullt í Háskólann og gat ekki sinnt staðnum eins vel. Það er allt annað uppi á teningnum núna vegna þess að við vinnum ekki hjá neinum öðrum en sjálfum okkur. Þegar við vorum með Tunglið vorum við í vinnu hjá eigendunum en við rekum Borgina núna. Það er því undir okkur komið hvort illa fer eða vel,“ segir Skúli. Þeir eru með samning út sumarið og koma til með að sjá um reksturinn á skemmti- staðnum Hótel Borg út ágúst. - Hvernig verður skemmti- staður vinsæll? „Það skiptir öllu máli að hafa rétta fólkið í húsinu," seg- ir Skúli. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka við Borg- inni var sú að við vildum byrja frá grunni. Ég held að fólk sé orðið frekar þreytt á Tunglinu (eða Laguna eins og það heitir núna) og Casablanca. Borgin er fyrst og fremst staður menntafólks, hefur alltaf verið vinsæl meðal háskólafólks og einnig eru menntskælingar tíðir gestir þar. Við þekkjum bransann mjög vel.“ Töluvert miklu hefur verið breytt á Borginni síðan Skúli og félagar tóku við. Þeir hafa náð að skapa sannkallaða dýragarðsstemmningu í gamla skuggasalnum. Þar er boðið upp á lifandi tónlist og framandi mat eða drykk. „Loð- in rotta hefur séð um tónlistina undanfarið en við komum til með að bjóða líka upp á djass Framhald á bls. 44 32 VIKAN 13. TBL. 1990 TEXTI. BJARNI HAUKUR ÞORSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.