Vikan


Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 34

Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 34
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR A / \ góðviörisdögum má finna grillilm í loftinu og reyndar ekki aðeins á góðviðrisdögum. Það gerist nú æ algengara að fólk grilli jafnt virka daga sem helga og jafnt í góðu veðri sem slæmu. Ástæðan er meðal annars sú að mikið úrval er á markaðinum af alls konar útigrillum sem mörg hver eru með hjálmum sem gera fólki kleift að grilla hvort heldur sem er í sól, rigningu eða snjókomu. Tilkoma útigrillsins hefur líka breytt nokkuð veisluhaldi manna bæði hérlendis og erlendis. Erlendis þótti lengi vel mjög við hæfi að taka með sér vínflösku ef fólki var boðið í kvöldmat en nú er þetta að breytast og í stað flöskunnar eða ef til vill auk hennar kemur fólk nú með pylsupakka eða kjötflís. Trúlega eru íslendingar einnig búnir að tileinka sér þennan sið og eru farnir að grípa kjötbita um leið og þeir bregða sér af bæ í þeim tilgangi að heimsækja kunningjana, ekki síst ef þeir eru í sumar- bústaðnum en þar er nokkuð víst að boðið verður upp á grill ef kvöldmáltíð er á næsta leiti. Konur hafa yfirleitt verið ofurseldar elda- mennskunni hingað til en mér er sagt að með tilkomu grillsins hafi þetta breyst mikið. Það er álitið allt eins ef ekki miklu frekar verk húsbóndans að huga að grillinu á meðan konan kemur borðbúnaði fyrir á matborðinu. Ekki veit ég hvort þetta tengist á einhvern hátt jafnréttisbaráttu síðustu ára eða hvort körlum finnst bara meira til koma að velta kjöti á grilli en hræra í súpupotti eða færa fisk af pönnu á disk. Það má grilla nokkurn veginn hvað sem er, kjöt, fisk, grænmeti og ávexti og hér á eftir birtum við ykkur nokkrar gómsætar uppskriftir sem þið getið reynt. Ef ykkur líkar ekki alls meðferð krydds eða annars sem ætlað er þá er frjálst að láta hugmyndaflugið ráða það sem til er í skápnum, ekki síst ef ekki heima í eldhúsi þar sem úr meiru heldur en til dæmis í eldhússkápnum í sumarbústaðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.