Vikan


Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 36

Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 36
»11! I GRILLUÐ RIF Bandaríkjamenn gera mikið að því að grilla það sem þeir kalla „sþareribs" en munu heita svínaskammrif á íslensku. Nokkuð er farið að bera á því í verslunum hér að hægt sé að kaupa rif og það má allt eins grilla íslensk lambarif eins og svínarifin. íslensku lambarifin bragðast býsna vel. Það mun þurfa um eitt kg af rifbeinum fyrir fjóra og til þess að gera réttinn enn bragðbetri kemur hér uppskrift að grillsósu sem hæfir vel: GRILLSÓSA 11/4 dl tómatsósa, 2 msk. edik, 2 msk. worcestershiresósa, 1 tsk. salt, 1/2 tsk. svartur pipar, nýmalaður, 2 tsk. chiliduft, 1 lítill fínt saxaður laukur, 2 dl vatn. Grillsósuefnunum er blandað vel saman á meöan verið er að grilla rifbeinin. Þegar þau eru nokkurn veginn tilbúin er þeim raðað á álpappír, sósunni hellt yfir, pappírnum pakkað vandlega utan um allt saman og pakkinn settur á grillið. Þar þarf hann að liggja í um hálftíma. Nauðsynlegt er að snúa honum nokkrum sinnum við á meðan. Rétt áður en bera á kjötið fram er það tekið úr pappírnum og rifbeinunum brugðið á grillið til þess að þau fái stökka og góða húð. Ekki er auðvelt að segja nákvæmlega til um hversu lengi rifin þurfa að vera á grillinu, það fer eftir því hversu mikið kjöt er utan á þeim. Mjög gott er að bera rifin fram með maísstönglum og heitu hvítlauksbrauði. Það ætti að nægja að láta pakkana liggja í 10-15 mínút- ur á grillinu og gott er að snúa þeim. Til þess að það sé hægt verður að ganga mjög vel frá þeim. Annars lekur safinn út um allt. GRÆNMETIGRILLAÐ í ÁLPAPPÍR Grænmeti er bráðnauðsynlegt með grilluðu kjöti og hér kemur smáhugmynd að grænmetisrétti sem hægt er að grilla um leið og kjötið. í uppskriftina fer 1 Vz bolli af spergilkáli (brokollí), 11/2 bolli blómkál, 1/4 bolli niðurskorin, rauð paprika, 1/4 bolli niöurskorin gul paprika, 1 tsk. marinn hvitlaukur, 2 msk. bráðið smjör, salt og pipar að smekk, 4 msk. rjómaostur með uppáhaldsbragðinu Klippið niður fjóra 25x30 cm álpappírsbúta. Skiptið grænmetinu í fjóra jafna hluta og leggið á álpappírinn. Blandið hvítlauknum saman við smjörið og penslið grænmetið með því. Stráið salti og pipar yfir. Brjótið álpappírinn saman og lokið vandlega svo safinn, sem á eftir að myndast, geti ekki runnið út úr pakkanum. Rjómaosturinn er nú hrærður út með mjólkinni og hitaður í potti á plötu. Gætið þess þó að hann verði ekki of heitur. Ostasósunni er loks hellt yfir grænmetið þegar það er tilbúið. 36 VIKAN 13. TBL.1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.