Vikan


Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 48

Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 48
ur af allan vafa um aö þessi dama getur enn haldið sínu striki í poppheiminum í sam- keppni viö sína líka. Það eru stjörnur eins og Martika, Debbie Gibson og Paula Abdul. Eins og allir vita er Tina Turner kona meö fortíð. Dekkri hliðarnar á tilveru hennar hafa þegar verið útlist- aðar opinberlega, jafnvel í skelfilegum smáatriðum í ævisögubók hennar frá 1986, Ég Tina. Hún var skrifuð í samvinnu við fréttahauk MTV News, Kurt Loder. Samt er Tina enginn fangi fortíðarinn- ar. Þráfaldlega hefur hún sýnt fram á ótrúlega hæfileika til að endurskapa sjálfa sig og troð- fylla áhorfendapalla af aðdá- endum. Hið dirfskufulla sjálf- stæði hennar, stolt og trú - - ásamt þeirri staðreynd að hún lítur ennþá vel út í stutt- pilsi - veitir Tinu þann per- sónulega stíl sem óteljandi mörgum finnst aðlaðandi. Margir aðdáendur hennar gætu verið barnabörn hennar. Sjálf á hún tvö, fjóra syni og sjö Grammy-verðlaun. Ef eitthvað, þá hefur hálfrar aldar markið sett Tinu í ein- hvers konar yfirdrif. Síðan hún gaf út síðustu plötu sína fyrir þremur árum, Break Every Rule, virtist hún ætla sér þaö besta með þeirri ógnun. Fyrir þremur árum hóf hún svipti- vindasamt ástarsamband við þýskan framkvæmdastjóra. Sá er sautján árum yngri en hún. Hún hefur selt allar eigur sínar í Bandaríkjunum og flutt allt sitt hafurtask til Evrópu. Síðustu tvö árin hefur hún búið í London en ráðgerir nú að flytja til Kölnar í Vestur- Þýskalandi. Sprechen Sie Deutsch? Nein. Tina setur ekki tungumálaerfiðleika fyrir sig. Persónuleiki er tungumál án landamæra. Eftirfarandi viðtal átti banda- rískur fréttamaður við hana í hótelíbúð á Sunset Marquis hótelinu í Hollywood. Meðan þau ræddust við leit hún eftir Desmond, ungum syni kunn- ingja sinna. Þegar hún talar virkar hún settleg á breska vísu en áhugamálin sveiflast frá austurlenskri speki yfir í kjaftasögur frá Hollywood. Á snyrtiborðinu er troðfullur plastpoki, í það minnsta hundrað og fimmtíu varalitir og f stofunni er ferðaheilsurækt. Það er engin tilviljun að Tina Turner skuli líta svona vel út þótt hún sé að verða fimmtug. Hún hefur greinilega uppgötv- að að það er einungis á færi hennar sjálfrar að koma því til leiðar. Hvað finnst þér um opin- bera ímynd Tinu Turner? Hún er stórkostleg. Auðvit- að er ég mjög ánægð með frægðina en stundum finnst mér að í þessu lífi sé ég hing- að komin til að takast á við hluti sem mér er ekki vel við að gera. Þetta eru óuppgerð örlög úr fyrri lífum. Mér líkar ekki að vera kyntákn. Stundum hef ég skammast mín fyrir þessa ímynd, fyrir það hvernig fólk kemur fram við mig. Fólki finnst ég vera almennings- eign, því finnst það eiga mig og vill hafa mig út af fyrir sig. Það sem hefur bjargað mér er að ég er ekki hóra, ég sef ekki hjá hverjum sem er. Ég hef stundum gefiö til kynna aö ég sé hirðulaus rokkvillingur en ég hef alltaf reynt að nota þá orku á jákvæðan hátt. Ég vildi þó að þetta hefði verið betra á einhvern hátt. Kannski finnst mér þetta núna þegar ég er orðin fullorðin, þroskuð kona og reynslunni ríkari. Ungar stúlkur vilja aftur á móti þessa brjálæðislegu ímynd. En ég er ánægð með útkomuna. Ég held að ég verði ánægðari með seinni helming ævinnar. Hver er skýringin áþvíað þú berð aldurinn svona vel þrátt fyrir allt það sem þú hefur gengið í gegnum? í fyrsta lagi breytti ég lyfja- notkun minni fyrir tíu árum. Núna tek ég ekki einu sinni verkjatöflur. Ef ég verð veik viðurkenni ég það og læt lík- amann lækna sig sjálfan. Ég hef grasalækni á Englandi sem ég leita til ef ég þarf á ráð- leggingum að halda. Annað mikilvægt í lífi mínu er andleg iðkun. Ég er virkur búddisti og það hjálpar mér að lifa lífinu í sátt og samlyndi við náttúruna. Búddatrú kemur mér í takt við alheiminn. Þaö er ekkert undarlegt við það. Þetta er bara heilbrigt líferni. Hvernig er líf þitt þegar þú ert ekki í fjölmenni? Ég lifi mjög kyrrlátu lífi, ekk- ert sjónvarp, engin glymjandi tónlist. Ég lifi eins og munkur, munkur með rauðar varir, í stuttum kjól og með mikið hár. Mín vegna má heimurinn sturl- ast af því að ég veit að þegar ég dey með mína trú er mér borgið. Með Mick Jagger á Live Aid tónleikunum. Jagger fékk Tinu á sínum tíma til að gerast villtari i útliti. Hvernig er ástariíf þitt? Ég er ástfangin af manni sem heitir Erwin Bach. Hann vinnur við tónlistarbransann. Hann er aðeins 33ja ára en hann er þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann er sjálfstæður, fjárhagslega og veraldlega, svo hann þarf ekki á peningunum mínum að halda. Ég held að þetta sé ákjósanlegasta sambandið sem ég gæti haft í lífi mínu núna. _____ Hvernig hittust þið? Þegar ég hitti Erwin fyrst varð ég fyrir einkennilegum áhrifum. Eitthvað sagði mér að þessum manni ætti ég eftir að kynnast. En sambandið þró- aðist mjög hægt. Ég hitti hann nokkrum sinnum í gleðskap hjá plötufyrirtæki og loksins eitt kvöldið daðraði ég við hann. Hann varð auðvitað mjög hissa. Ég var mjög ákveðin. Það eru mörg ár síð- an ég gerði mér grein fyrir að ég geng á eftir því sem ég ætla mér að eignast. Ég var ekkert dónaleg, ég var bara að segja manninum að mér líkaði vel við hann. Og vonaðist til að honum líkaði við mig. Ég hugsaöi ekkert út í að mér yrði hafnað. En hann var ekki auð- veld bráð og það voru margar hindranir í veginum. í fyrsta lagi var ég eldri, ég bjó í öðru „Nú verð ég að finna mér stað á hvíta tjaldinu," segir Tina Turner sem hér sést í kvikmyndinni Mad Max sem sýnd var hér árið 1985. 48 VIKAN 13. TBL. 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.