Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 60

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 60
Það eru hinir ófrýnilegustu fantar og fúlmenni sem þau Warren Beatty og Madonna hafa hér látið mynda sig með. Við kynnumst þeim betur í myndinni um Dick Tracy. hef hitt sem ekki er leikkona eða módel.“ Warren segir margt og alltaf á riddaralegan hátt; hann gef- ur konum bækur og býðst til að halda á vélunum fyrir þær sem eru á kvikmyndaskólum. Madonna er með númerið heima hjá honum. í fyrra sagði hann við kunningja sinn: „Stundum lít ég í spegilinn og segi við sjálfan mig: Ég er með Madonnu!" í ástinni er hann sem endurborinn, orðinn að opinberri persónu. Því það sést aldrei til Warrens nema þegar hann er ákaflega ást- fanginn (þegar hann er á veið- um heyrir fólk aöeins af honum). Frá því á sjöunda áratugnum sást hann best (en aldrei of greinilega) með Joan Collins, Natalie Wood, Leslie Caron, Michelle Philips, Julie Christie, Diane Keaton og Isa- belle Adjani. Madonna er frægari en nokkur þeirra; hún er frægari en hann; hún er frægari en allir. Með því að elska hann gerir hún hann enn frægari en hann var. Ást þeirra er eins konar blóðsuguást. Hún þarf á trúverðugleika hans að halda; hann á æsku hennar. Hann er 53 ára og hún er 31 árs. Þau eru goðsagnir og hæfa hvort öðru; goðsögn- in um hana er háværari, goð- sögnin um hann er lengri. Warren Beatty er nýbúinn að leikstýra myndinni um teiknimyndafígúruna Dick Tracy með sjálfum sér í titil- hlutverki og Madonnu sem vinkonu leynilögreglumanns- ins, Breathless Mahoney. Síð- asta mynd sem hann leikstýrði var Reds fyrir níu árum og síð- an hefur hann aðeins komið I fram í einni lélegustu mynd kvikmyndasögunnar, Ishtar með Dustin Hoffmann. Dick Tracy á að verða upprisa hans. Dustin Hoffmann og Al Pacino leika í henni erkiþrjóta en sem Tracy klæðist Beatty gulum fötum og berst gegn óþjóðalýðnum. Þessi 26 millj- ón dollara mynd er aðeins í sjö litum og hún er gjörólík hinum Warren Beatty myndunum sem ýmist eru um hégómlega bófa (Bonnie og Clyde), kyn- óða hárgreiðslumenn (Sham- poo), endurholdgaða fótbolta- menn (Heaven Can Wait) eða dauða kommúnista (Reds). Ekki að ósamræmið í Dick Tracy skipti miklu máli; flestir af þeirri ungu kynslóð sem fer í bíó þessa dagana hafa ekki hugmynd um hver Warren Be- atty er. Warren Beatty er haldinn ofsóknarbrjálæði. Hann er lok- að Hollywoodgoð sem lokar sig af og ímyndar sér að hann sé ósýnilegur. Vegna þess að hann óttast að vera misskilinn segir hann ekkert og er mis- skilinn enn meir. Þannig vill hann hafa það. Þögn hans er samt sýndarmennska því hann hringir í blaðamenn og segir þeim í löngu máli að hann neiti að eiga samstarf við fjölmiðla. í tólf ár hefur hann ekki sagt neitt. Kannski nokkur orð fyrir vin sinn - forsetafram- bjóðandann seinheppna Gary Hart. Þaö var Warren sem ýtti honum aftur inn í kosninga- baráttuna eftir hneykslið með Donnu Rice. Að öðru leyti hef- ur Warren verið svo þögull að hann hefur nánast gufað upp. Kenningin um Reds er sú að hún hafi gengið illa vegna þess að Warren neitaði að koma í viðtöl. Ef Dick Tracy farnast illa gæti frama War- rens farnast jafnilla. Því eru takmörk sett hve langt er hægt að komast á tilgerðinni. Svo nú er hann farinn að tala. Þá blaðamenn sem ná af honum tali langar til að kála honum en finna líka til vænt- umþykju í hans garð. Allt sem ekki er úr steinaríkinu fellur fyrir töfrum hans. Hann er bæði góður og óþekkur í senn og virðist allt vilja gera til að bæta fyrir það. Þegar hann er beðinn um að segja sannleik- ann um samband sitt og Ma- donnu svarar hann aðeins: „Sannleikurinn felst í listinni." Beatty hefur aldrei farið í meiðyrðamál þó mesta áhersl- an í greinum um hann hafi ávallt verið lögð á frammistöðu hans sem kyntrölls. í bresku bókinni Hver hefur verið með 60 VIKAN 13. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.