Vikan


Vikan - 28.06.1990, Síða 64

Vikan - 28.06.1990, Síða 64
sagði Annie biðjandi. - Hann og Lady Gwen voru í garðinum. - Auðvitað man ég það en ég skildi það ekki. - En það var svo einfalt. Hún fyrirgaf hon- um brosandi. - Hann og Lady Gwen tóku eftir því á sól- skífunni í garðinum að klukkan var nákvæm- lega hálffjögur. Hún sagði það meira að segja upphátt, var það ekki? Svo reiknuðu þau út að þetta var aðeins sólartíminn, tveim mínútum á eftir raunverulega tímanum, svo réffklukkavar tvær mínútur yfir hálffjögur. En svo komst Hercule að því að sólskífan var yfir þrjú hundr- uð ára gömul og á þeim tíma hafði snúningur jarðarinnar breyst eitthvaö ... - Það er atriði sem ég get ekki skilið. - Ég skil það nú ekki heldur nákvæmlega. En einhvern veginn breytti snúningur jarðar- innar afstöðu við sólina svo sólskífan var rétt. Skiljið þér það ekki? Klukkan var í raun og veru hálffjögur, svo Lacy gat alls ekki hafa gert það. - Ég hélt, sagði Charley kurteislega, að það hefði getaö verið Lady Jane. - Nei. Annie teygði út höndina til að laga bindið á Charley. - Það gat heldur ekki hafa verið hún. Manstu ekki að hún var inni í setu- stofunni að tala við Blake, máginn? Og hann tók eftir því hvernig sólin glitraði í hári hennar og framkallaði þessa fíngerðu gullroðnu tóna. Manstu það ekki? - Jú, þaö var víst, sagði Charley. - Jæja, sagði Annie ánægð. - Skilurðu það þá ekki? Það var skýjað allan daginn. - Skýjað? - Ó, Charley! Hún hallaði sér áköf áfram og taldi atriðin á fingrum sér. Það var engin sól all- an daginn, nema einusinni og þá aðeins í eina sekúndu eða svo. Svo ef Blake sá sólina í hári Lady Jane hlýtur klukkan að hafa veriö hálf- fjögur því það var í eina skiptið, sem Lacy og Lady Gwen hefðu getað séö hvaö klukkan var á sólskífunni í garðinum. Annie tók sér mál- hvíld til að draga andann. - Undirforingi, sagði hún svo - Þér skiljið þetta, er það ekki? - Ætli það ekki, sagði undirforinginn með hálfkæfðri röddu. - Nema - ja, þaö gæti svo- sem hafa glitt í sólina einhvern annan tíma líka, án þess að nokkur tæki eftir því. Annie lét fallast aftur að sófabakinu. - Auð- vitað ekki, sagði hún vonleysislega. - En hvers vegna? spurði undirforinginn. Undirforinginn gaut augunum á Charley. - Hvers vegna? spurði hann þráalega. - Hvers vegna? Segið mér bara hvers vegna, það er allt og sumt! - Undirforingi, sagði Annie með hættulegri ró. - Verið ekki fáránlegur. Sólin gafekki skinið í annan tíma - það væri bara ekki réttlátt. Það var löng þögn meðan undirforinginn strauk rakann hægt utan af glasinu sínu með þumalfingrinum. Að lokum leit Charley upp. - Kannski, sagöi hann glaðlega. - Kannski þeir myrði öðruvísi í Englandi. - Já, sagði undirforinginn, þeir hafa svo strangar reglur. Hann leit á Annie. - Sjáið þér nú til, unga kona. í tuttugu ára starfi mínu í lög- reglunni hef ég aldrei rekist á eina einustu sól- skífu í neinu máli sem ég hef unnið að eða heyrt um. Og jörðin heldur áfram að snúast á sama hátt, hvort heldur er nú eða fyrir þrjú hundruð árum. Ég skal segja yður hvernig morð í raun og veru gerast: Einn fær högg í hausinn, annar er stunginn með hníf eöa skot- inn með byssu. Endrum og eins eru menn drepnir á eitri. Sá sem morðið framdi reynir að koma sér undan og við förum og leitum að honum, þangað til við finnum hann. Það er allt og sumt i níu tilfellum af hverjum tíu. Sönn- unargögn og ábendingar. Já. Það er stundum erfitt að finna það. Auðvitað. En ég hef aldrei rekist á eins fáránlegt sönnunargagn og sól- skífu eða fjarvistarsönnun sem byggist á sek- úndubroti í minni þeirra sem í hlut eiga. Trúið mér til. Morð eru næstum aldrei framin á sama hátt og í leynilögreglusögunum og fram úr morðgátunum er aldrei ráöið á sama hátt og þér hafið lesið yður til. Undirforinginn þagnaði og saup á tómu glasinu. - Glasið yðar, sagði Annie blíðlega, er tómt. Hún stóö upp, losaði þaö varlega úr máttvana höndum undirforingjans og gekk fram í eldhúsið. - Colhaus, sagði undirforinginn. - Ef... - Nei, sagði Charley. - Annie. En ég held aö þú hafir haft töluverð áhrif á hana. - Ég vildi hafa meiri áhrif. Ég myndi vilja sýna henni nú, undir eins og persónulega, hvernig morð er framið. Annie kom aftur með glas undirforingjans og hringaði sig upp í sófann. - Mér skilst sem - Undirforingi, sagði Annie með hœtfulegri ró. - Verið ekki fórónlegur. Sólin gat ekki skinið í annan tíma - það vœri bara ekki rétttótt. sagt á yður, undirforingi, að hverju því sönn- unargagni, sem fer minna fyrir en alblóðugu morðvopninu með fullkomnu setti af fingraför- um, sé varla gaumur gefandi vegna þess að... Undirforinginn greip fram í um leið og hann gretti sig og skoðaöi í glasið sitt. - Það er skrýtið bragð af þessum drykk, sagði hann. - Er það? Súpið á aftur, sagöi Annie. Undirforinginn saup á aftur. - Það er ennþá skrýtið bragð. - Ég veit það, sagöi Annie elskulega. - Ég setti salt í það. Undirforinginn setti glasið varlega frá sér. - Salt? spurði hann með ógnþrunginni ró- semi. - Hvers vegna? - Til að sýna yöur að ef þetta væri ekki salt, sagði Annie, heldur tse tsam væruð þér nú dauður. Þér hefðuð dáið á tveimur sekúndum. - Sjáið... - Ég skal ná í nýtt í glasið yðar, flýtti Annie sér að segja. - Ég vil ekki meir! Hvað á þetta að þýða? Annie leit í vörn af undirforingjanum á Char- ley og svo aftur á undirforingjann. - Þið eruð báðir svo sniðugir að ég ætlaði að sýna ykkur svolítið. En þið eruð ekki sniðugri en svo að þið gætuð báðir legið hér á gólfinu núna, dauð- ir. Þegar tse tsum, sem er sjaldgæft frum- skógaeitur, er notað sýnir krufningin ekkert annað en hjartabilun svo að það er ekki hægt að sanna neitt. Og þar að auki myndi enginn gruna mig vegna þess, eins og þér voruð að útskýra rétt í þessu, að morð eru aldrei framin á þennan hátt. - Já, sagði undirforinginn rólega. - Og hvar fáið þér þetta sessum? ( næsta apóteki? - Það fæsti ekki, sagði Annie kæruleysis- lega. Undirforinginn dró djúpt andann. Hann hélt áfram að anda að sér með þöndum nasa- vængjum eins og hann ætlaði að breyta sjálf- um sér í blöðru. Hörundslitur hans breyttist úr rósbleiku í mjög fallega appelsínugult, lit eyði- merkursólarlagsins. Svo hringdi síminn. Annie flýtti sér fram á ganginn til að svara. - Annie ætlar að vinna, sagði Charley. - Á stigum. - Það er til yðar, undirforingi, kallaði Annie blíðlega og undirforinginn andaði frá sér, reis upp og tók símann meðan Annie hreiðraöi aft- ur um sig í sófanum. Já, heyrðu þau hann segja, síðan þögn. - Strax, sendið bíl. Hafið þér heimilisfangið? Rétt, sagði hann, lagði á og kom aftur inn í stofuna. - Morð, sagði hann mjúklega. - Raunverulegt morð. Þér hafið aldrei séð morð, er þaö? Ekki framið með sessum heldur framið með því aö skjóta næstum höfuðið af manni. - Nei, sagði Annie. - Setjið á yður hattinn, sagði undirforinginn harðlega. - Við skulum líta á nýtt og raunveru- legt morð. Hann snerist á hæli, leit á Charley og augu hans minnkuðu. - Ef mér gæti dottið í hug að þú hefðir skipulagt nokkuð þessu líkt... - Fáránlegt, sagði Charley. - Slík skipu- lagning væri allt of flókin fyrir venjulegan flatfót eins og mig. Herbergið, sem dauði maðurinn lá í, var hótelherbergi, ekki ódýrt eða lítið en illa hirt og dapurlegt, undir daufu Ijósinu frá Ijósakrónunni í loftinu. Á því var einn gluggi, skínandi svartur móti nóttinni. Inni var dökkt gólfteppi, rúm, borð, stóll, skrifborð og standlampi. En hvorki Annie, Charley eða undirforinginn sáu neitt af þessu þar sem þau stóðu í dyrun- um. Þau sáu aðeins manninn liggjandi á gólf- inu með útglennta fætur. Annar handleggurinn lá tuskulega yfir brjóst hans, hinn var teygður frá líkamanum. Það voru engar augabrúnir, það var ekkert andlit. Undirforinginn ýtti Annie mjúklega inn fyrir og lokaði á eftir þeim. Fjórir menn, tveir krjúpandi við hlið hins látna, hinir tveir að athuga skrifborðsskúffurn- ar, kinkuðu kolli til Charley og undirforingjans, litu undrandi á Annie og héldu svo áfram aö vinna. Charley sneri sér að Annie sem starði stór- eyg á manninn á gólfinu. Charley fannst hún sérstaklega falleg af grannri stúlku að vera. - Sjáðu til, sagði hann blíðlega. - Það var ekki fallega gert að fara með þig hingaö. Ég skal fara með þér niður og þú getur... Annie sneri sér dramblát við. - Það er allt í lagi með mig, sagði hún með annarrar konu rödd. Hún færði sig djarflega nær þeim látna, yggldi sig svolítið og starði á hann með pírðum augum. Charley laut að leynilögreglumannin- um, sem sat á hækjum sér við hlið mannsins. - Þekkið þið hann? spurði hann. - Já, Lou þekkir hann. Fjárglæframaður, svartamarkaðsbraskari í stríðinu. Marijuana- sali, ræningi. Charley stóð upp og gekk til Annnie sem 64 VIKAN 13. TBL.1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.