Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 9

Vikan - 11.07.1991, Page 9
hvers tíma, stundum meö tiltölulega fáum hlutum en hann veröur líka aö hugsa fyrir smáatriöum á borö viö rauðmaga. Út úr leikmyndateiknarastarfinu kemur svo áhugi á liðnum tíma og í gegnum það starf fer ég aö kynna mér gömul hús og innréttingar. Annað sem ég hef kynnst í gegnum þetta fag er sagnfræðin og hún er í rauninni mitt tómstundagaman. Þá á ég viö menningarsögu; hvernig bjó fólk, hvernig klæddist það, hvernig voru híbýli og húsagerð? Ég hef leiöst út í þaö undanfarin ár að gera þætti um söfn og gamlar byggingar svo þar bítur maður eiginlega i skottið á sér.“ HUGMYND Eftir tíu ára sjónvarpstíð vann Björn hjá sjálfum sér í fjögur ár við allan fjárann, eins og hann segir sjálfur, og meðal annars mikið fyrir Sjónvarpið. „Á þeim tíma vann ég að Paradísarheimt og var þá um tíma i mormónabyggðum i Utah. Þar teiknaði ég næstum því heilt þorp sem var byggt úti í auðninni. Það var heilmikið stórvirki. Að því loknu gerði ég leikmynd við myndina Punktur, punktur, komma, strik, eftir Pétur Gunnarsson. Pétur, Þorsteinn Jónsson, Þórhallur Sigurðsson og ég höfðum allir verið saman í menntaskólanum svo það voru skemmtilegir endurfundir og þarna vorum við auk þess að fjalla um okkar eigin tíma. Um leið og því verkefni lauk stofnuðum við Egill Eðvarðsson fyrirtækiö Hugmynd." Framkoma Björns er hressileg en þó laus við alla sýndarmennsku. I samræmi við það var Hugmynd alla tíð ætlað að vera lítið tveggja manna fyrirtæki sem skilaði góðri vinnu í sínu fagi en sleppti yfirbyggingu uppalífsstílsins. „Við vorum eingöngu að selja okkar þekkingu á sjónvarpi. Við geröum einar sjö hundruð sjón- varpsauglýsingar og fleira til á sjö árum og þá hafði markaðurinn mikið breyst. Á sínum tíma var það nýjung að selja einungis sérþekkingu og | KttSENMAC, í m lin nv fihi | i 1 yj m „Langastétt." Brekkukotsannáll 1972. handrit að auglýsingum, auk leikstjórnar. Við átt- um engin tæki, keyptum allatæknivinnu af öðrum og vorum eiginlega bara hugbúnaður. Nú byggist þetta allt á að eiga græjur og að undirbjóða keppinautana. Við gerðum líka eina leikna bíómynd, Húsið, sem Egill leikstýrði og fékk góða dóma. Þetta er vönduð mynd og eldist vel. Við gerðum hana í samvinnu við Saga-film, seldum 65.000 miða, borguðum allt og engar skuldir. Allir voru sælir og við fórum eina æðislega skemmtiferð til New York með myndina og sýndum í einhverju litlu bíói, ég man ekki hvar, sem enginn kom í. Þegar við síðan hættum í Hugmynd kvödd- umst við með virktum, skiptum á milli okkar tveimur skrifborðum og því litla sem fyrirtækið átti. Við skulduðum ekkert eins og svo margir sem maður horfði upp á, menn sem fóru út í að kaupa tölvubúnað, tækjabúnað og þetta og hitt, fóru á hausinn og sátu uppi með skuldir. Við héldum okkur á góðum launum allan timann, Frh. á næstu opnu „Húsið“ 1983. Helgi Skúlason og Kristín Bjarnadóttir. 14. TBL.1991 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.