Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 14

Vikan - 11.07.1991, Síða 14
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON Pétur einn á ferð á Bora Bora í Frönsku Pólónesíu. fcAjfos s. jffip ij—----- ? ; , V HEIMSHORNA Á MILLI Vikan spjallar við Pétur Valgeirsson ferðagarp Hann er grannur og hávaxinn, brúnn á hörund og vöðva- stæltur. Þaö er greinilegt að hann hugsar um það sem hann lætur ofan í sig, er um leiö reglusamur og gætir sín á því að halda líkamanum í þjálfun. Blaðamanni datt fyrst í hug að þetta hlyti að vera knattspyrnumaður úr einhverju liðinu í i fyrstu deild- Vegir liggja til allra átta... Á nyrsta odda norðureyju Nýja- Sjálands. myndum lýsir ævintýralegum ferðum sínum um heiminn. Hann segir það hugsjón sina að ferðast einn á ókunnar slóðir, engum háður en um leið litill þáttur í öllu sköpunar- verkinu. Hann var spurður að því hvert upphafið hefði verið að þessari miklu ferðaþrá hans. „Það var alltaf árátta hjá mér þegar ég var lítill að þvæl- ast lengra en ég mátti og því hefur þessi ferða- og ævintýraþrá líklega blundað í mér alla tíð. 14 VIKAN 14. TBL. 1991 En mjög ungum gafst mér þess kostur að fara nokkrum sinnum á skíði í Alpana og þá kviknaði neistinn fyrir alvöru og ég hét því að láta einhvern tíma verða af því að láta til skarar skríða. SKÍÐAFERÐIR í ALPANA KVEIKTU NEISTANN Ég kynntist Svisslendingi í einni skíðaferðinni sem ferð- ast hafði með breskri ferða- skrifstofu. Hann hafði tekið þátt í mjög skemmtilegri ferð á vegum þessa fyrirtækis um Asíu. Ég heillaðist mjög af frásögn hans. Því var það að stuttu eftir að ég kom heim úr síðustu skíðaferð fór ég að kynna mér málin og hafði samband við ferðaskrifstofu þessa til að athuga hvað hún hefði upp á að bjóða. Mér leist strax mjög vel á Afríkuferð, sem heitir hjá þeim „The Great Safari“ eða Safari-ferðin hin mikla. Þegar hér var komið sögu hafði ég orðið fyrir umferðar- óhappi. Bíllinn minn, sem ég hafði lagt mikla fjármuni í, eyðilagðist gjörsamlega. Sjálf- ur slapp ég með skrekkinn og fékk síðan drjúgan skilding frá tryggingunum, þar eð ég hafði tryggt bílinn mjög vel. Ég ákvað að nota nú tækifærið og láta drauminn rætast. Ég lét því bóka mig í Afríkuferðina miklu. Hún tók um sex mánuði og segja má að ég hafi þvælst niður alla Afríku. Eftir þessa reynslu var eldurinn orðinn óslökkvandi og ég var staðráðinn í því að láta hér ekki staðar numið. Ekki síst spennandi þótti mér að kynnast þarna fólki hvaðan- æva úr heiminum. SVAF OFT UNDIR BERUM HIMNI Þegar ég kom heim úr Afríku- ferðinni dvaldi ég heima í rúm- an mánuð. Ég fór þá strax að

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.