Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 15

Vikan - 11.07.1991, Síða 15
undirbúa ferö mína til Asíu og þá einkum Nepal því þangað fýsti mig sérstaklega að fara. Ég hafði heyrt samferðafólk mitt í Afríkuferðinni tala mikið um Asíu, Indónesíu, Ástralíu og Nýja-Sjáland og ég varö æ spenntari fyrir því að halda þessu flakki áfram. Sumt af þessu fólki hafði verið á ferða- lagi mánuðum og jafnvel árum saman og ætlaði að halda því áfram. Stór hluti þess hefur það að hugsjón að skoða sig um í heiminum og margirferð- ast á mjög ódýran hátt. Ég lét mér oft nægja að sofa úti undir berum himni og ferðast langar vegalengdir á puttanum eins og það heitir. Þess vegna eru ferðir af þessu tagi ekki eins dýrar og margir halda, en auð- vitað fer þetta eftir því hversu miklar kröfur maður gerir. Ég haföi öðlast ágæta reynslu í Afríkuferðinni. Hún var skipulögð af ferðaskrif- stofu, eins og fyrr segir, og því þurfti maður ekki í raun að hafa áhyggjur af neinu. Hún veitti mér samt kjark til að halda áfram einn míns liðs og án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar. Frá Nepal ferðaðist ég niður Indland til Kalkútta og þaðan fór ég til Tælands. Á þessum slóðum var ég á ferðinni í rúma þrjá mánuði. Ég þvældist meðal annars mikið um við landamæri Burma, Laos og Tælands. Að þessum þremur mánuð- um liðnum hélt ég niður með austurströnd Malasíu og það- an til Singapúr. Þaðan fór ég í langa bátsferð til Balí. Þar dvaldi ég um tíma og heimsótti nokkrar eyjanna. Frá Indónesíu hélt ég til Ástralíu og þar var ég í tæpa þrjá mánuöi og fór víða um. Næst fór ég til Nýja-Sjálands þar sem ég dvaldi í fjóra mán- uði. Ég verð að segja að þó svo Nýja-Sjáland sé margfalt minna en Ástralía hefur það upp á miklu meira að bjóða. Mér finnst miklu meiri náttúru- fegurð þarog miklu máli skiptir síðan hvað íbúar þess eru vin- gjarnlegir. Ástralía er svo of- boðslega stór að ef maður ætl- ar til dæmis að sjá einhvern ákveðinn stað þarf maður marga daga til að komast þangað. Á Nýja-Sjálandi eru fjarlægðirnar miklu minni og þar er því mun auðveldara að ferðast og sjá sig um. Að dvölinni á Nýja-Sjálandi lokinni fór ég til Frönsku Pól- f Himalaja i Nepal ásamt innfædd- um kunn- ingja sínum, Mani Lama, og öldnum klæðskera. ónesíu og þar dvaldi ég í nokkurn tíma og heimsótti þar margar eyjar. Þaðan flaug ég til Bandaríkjanna og ferðaðist þar um nokkurt skeið og skoð- aði mig um. Þegar ég loks flaug heim hafði ég verið í nærri heilt ár á þessu flakki - en síðan eru liönir sex mánuð- ir.“ - Getur þú nefnt þá staði sem hafa haft hvað mest áhrif á þig? „Þeir staðir sem mér finnst hafa borið af eru Sahara í Afríku, Himalajafjöllin í Nepal og staður á suðureyju Nýja- Sjálands, Able Tassmann. Þeir standa algjörlega upp úr að mínum dómi og höfðu dýpst áhrif á mig.“ ALLTAF HÆGT AÐ BJARGA SÉR - Varöstu aldrei uppi- skroppa með farareyri allan þennan tíma? „Jú, þaö kom svo sem fyrir. Til dæmis má nefna að ég gat unnið mér inn svolítinn pening bæði í Ástralíu og á Nýja-Sjá- landi því auðvitað gengur á skotsilfrið þó maður reyni að genilecare gentle care, .. heiiiial SHAMPOI '0* HODMAl HAH“ EGC HtDTBH SHAMPOQ lAMPOO LEMOX ■fOSORYHAlS- GENTLE CARE SENTLECARE GENTIjE CARE SHAMPO GBmECARE SJHAMPOO rr'OíAU THl fAMILY—" •gm ILttreS Húðsérfræðingar Galenco-fyrirtækis- ins hafa hannað framleiðslu sína sérstaklega fyrir viðkvæma og þurra húð. Aðeins eru notuð mild náttúruleg efni. SjAMPÓ • FREYÐIBAÐ • FREYÐIBAÐOLÍUR • BARNASJAMPÓ O.FL. ERCO sf. SÍMAR 32010 OG 36462

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.