Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 28

Vikan - 11.07.1991, Page 28
MYNDIR OG TEXTI: BJÖRG SVEINSDÓTTIR MAÐURINN MED LEÐURLUNGUN VIKAN Á TÓNLEIKUM MEÐ JUDAS PRIEST Ein elsta og um leið þekktasta þungarokk- sveit síðustu ára og áratuga er án efa breska hljómsveitin Judas Priest. Hún hef- ur starfað óslitið í átján ár og sent frá sér á þeim tíma fjórtán breiðskífur sem selst hafa í gríðarlegu upp- lagi um heim allan. Fyrir nokkru sá Björg Sveinsdóttir sveitina trylla brasilísk ung- menni í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Stuttu fyrir tónleikana náði hún tali af forsprakka sveitarinnar, Rob Halford. Rob Halford, sem kallaður hef- ur verið maðurinn með leður- lungun, er jafnan snoðaður og sker sig þannig úr ( þunga- rokkheiminum. Hann er lág- mæltur og afskaplega kurteis og ekki fer milli mála að hann er skarpgreindur og vel að sér í ýmsu öðru en þungarokki. Talið berst fljótlega að síðustu breiðskífu sveitarinnar, Pain- killer, sem var með bestu þungarokkskífum síðasta árs en þar má segja að sveitin endurnýi sig gjörsamlega og sýni yngri mönnunum í þunga- rokkinu í tvo heimana. Kraft- mikill trommuleikur nýs trommara sveitarinnar, Scotts Travis, grípur áheyrandann hálstaki þegar á fyrstu sek- úndunum og síðan koma hár- beittir gítarar Robs Halford og K.K. Downing og ryðja öllu öðru til hliðar. Undir kraumar þéttur bassaleikur lans Hill. Sá sem er í besta forminu á plöt- unni er þó maöurinn meö leð- urlungun sjálfur, Rob Halford. Hann syngur og öskrar eins og hann eigi lífið að leysa og bregður fyrir ólíkum röddum eftir því sem við á. Rob segir aö plötunni hafi seinkað um tvo mánuði því sveitin hafi þurft að vera viö réttarhöld í Nevada í Banda- ríkjunum. Þar voru hljómsveit- armenn ákærðir fyrir að hafa valdið dauða ungs manns sem á að hafa svipt sig lífi fyrir áhrif frá tónlist Judas Priest. Rob segir að við réttarhöldin hafi komi fram að pilturinn hafi ver- ið gjörsamlega firrtur; á kafi í dópi og vesaldómi og upp á kant við fjölskyldu sína. Hann segir að dómarinn hafi sýknað sveitina af öllum ákærum og bætir við nokkrum vel völdum athugasemdum um foreldra sem horfast ekki í augu við eigin verk og reyna að skella skuldinni af eigin vanrækslu á aðra. Rob, segðu mér af nýju plötunni. Painkiller er mikil trommu- plata og henni var ætlað að vera tákn þess sem Judas Pri- est er 1991. Við vildum sýna fólki fram á aö eftir öll þessi ár værum við enn færir um aö semja kraftmikla, markvissa og beinskeytta tónlist. Við vild- um sýna fram á að við hefðum eitthvað fram að færa í þunga- rokki. Framlag Scotts skiptir miklu máli því grunnurinn að öllu nútímarokki er rytminn og við vildum ýta honum framar í tónlistinni, þannig að þar ber eðlilega mikið í því hve Scott er góður trymbill. Við vildum setja trommurnar á svipaðan stall og gítarinn sem leiðandi hljóðfæri, líkt og Keith Moon Frh. á næstu opnu 28 VIKAN 14.TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.