Vikan


Vikan - 11.07.1991, Qupperneq 35

Vikan - 11.07.1991, Qupperneq 35
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON fundist í ræsi í vegi fyrir neöan ómalbikaðan af- leggjara. Uppnámið vegna morðsins á Ettu Ring- gold hafði teygt sig um allan norðurhluta Nýja Englands. I greininni var gefið álit tveggja geðlækna sem höfðu með ánægju viljað geta sér til um stöðuna að því tilskildu að nöfn þeirra væru ekki nefnd. Annar þeirra nefndi að morðinginn gæti verið af- brigðilegur kynferðislega - að yfir hann kæmi of- beldishvöt á fullnægingarstundinni. Huggulegt, hugsaði Johnny og gretti sig. Hann kyrkti þær um leið og hann fékk það. Höfuðverkurinn versnaði stöðugt. Hinn geðlæknirinn benti á þá staðreynd að öll morðin höfðu verið framin síðla hausts eða snemma vetrar. Og þó persónuleiki þeirra sem þjáðust af oflæti og þunglyndi á víxl fylgdi engu föstu mynstri, þá var algengt að þannig einstakl- ingur hefði geðbrigði sem fylgdu árstíðaskiptum fast eftir. Hann gæti verið í „lægð“ frá miðjum apr- íl til ágústloka og farið svo að mjakast upp á við, svo „hámarkinu" væri náð á morðtímabilinu. Meðan á oflætistímabilinu stóð var líklegt að viðkomandi væri athafnasamur, djarfur og bjartsýnn. „Líklega trúir hann því að lögreglan geti ekki náð honum,“ hafði hinn ónefndi geð- læknir sagt að lokum. Lokaorð greinarinnar voru þau að fram að þessu hefði viðkomandi haft rétt fyrir sér. Johnny lagði blaðið frá sér, leit á klukkuna og sá að faðir hans ætti að vera væntanlegur á hverri stundu, nema sniókoman hefði tafið hann. Hann fór með gamla dagblaðið yfir að arninum og setti það á eldinn. Ekki mitt mál. Fjandinn hirði Sam Weizak. Ekki fela þig í helli, Johnny. Hann var ekki að fela sig í helli, það var alls ekki það. Það vildi bara svo til að hann hafði orðið fyrir fremur slæmu áfalli. Að missa stóran hluta lífs síns, það hlaut að veita manni inngöngu í áfalla- deildina, var það ekki? Og alla þá sjálfsvorkunn sem þú getur í þig látið? „Éttu skít,“ tautaði hann fyrir munni sér. Hvort sem um var að ræða sjálfsvorkunn eður ei þá hafði hann misst stóran hluta lífs síns. Blóma- skeið sitt, ef svo mátti segja. Hann hafði lagt hart að sér. Átti hann ekki skilið að eiga sitt einkalíf? Átti hann ekki rétt á að eiga venjulegt líf? Það er ekki til, góði. Kannski ekki. Ef hann nú hitti þennan lögreglu- stjóra? Það var engin trygging fyrir því að hann gæti sagt honum neitt. Og segjum að hann gæti það? Segjum að hann gæti rétt honum morðingj- ann á silfurfati? Það yrði endurtekning á blaða- mannafundinum á sjúkrahúsinu, hringleikahús í æðra veldi. Hann tók upp símann og hringdi í Weizak. Hann hringdi sex eða sjö sinnum og Johnny var að fara að leggja á þegar Sam svaraði sjálfur. „Sam?“ „John Smith?“ Ánægjan í rödd Sams var greinileg - en var einnig I henni undirtónn óróa? „Já, þetta er ég.“ „Það er farið að snjóa hérna,“ sagði Weizak, kannski aðeins of hjartanlega. „Þeir segja að ... John? Er það lögreglustjórinn? Er það hans vegna að þú ert svona kuldalegur?" „Hann hringdi tii mín,“ sagði Johnny, „og ég var að furða mig á því hvers vegna þú sagði honum frá mér. Hvers vegna þú lést mig ekki vita af því... og hvers vegna þú baðst mig ekki um leyfi fyrst.“ Weizak andvarpaði. „Kannski gæti ég logið að þér en það yrði ekki til neins. Ég spurði þig ekki fyrst vegna þess að ég óttaðist að þú segðir nei. Og ég sagði þér ekki frá því eftir á vegna þess að lögreglustjórinn hló að mér. Þegar fólk hlær að til- lögum mínum þá reikna ég með því að viðkom- andi ætli ekki að fara eftir þeim.“ Johnny verkjaði í gagnaugað, neri það með lausu hendinni og lokaði augunum. „En hvers vegna, Sam? Þú varst sá sem sagðir mér að beygja mig og láta þetta líða hjá.“ „Það var greinin í blaðinu," sagði Sam. „Ég sagði viö sjálfan mig, fimm konur dánar. Fimrn." Rödd hans var hikandi og vandræðaleg. Johnny leið enn verr að heyra til hans. Hann óskaði þess að hann hefði ekki hringt. „Tvær þeirra unglingsstúlkur. Ung móðir. Ungl- ingakennari sem dáði verk Brownings. Það var kennarinn sem ég hugsaði mest um. Troðið inn í ræsi undir vegi eins og ruslapoka..." „Þú hafðir engan rétt á að draga mig inn í sekt- arórana þína,“ sagði Johnny loðmæltur. „Nei, kannski ekki.“ „Ekkert kannski með það!“ „Johnny, er allt í lagi? Þú hljómar..." „Ég er að drepast úr hausverk, ertu hissa á því? Ég vildi óska að þú hefðir látið þetta vera. Þú hringdir ekki til móður þinnar þegar ég sagði þér frá henni. Vegna þess að þú sagðir..." / Kfj'a KARl- FUC,U R ijK. llMfí - M&Fi'K AFC.R. ftofí-t) Kl/dÐ' FoRFEti- uR/dA / SKoR.- D'jR- A/J/jA Fh' T&K JM& lyJ i 1 j/L c> b 'ÍR.A- HLj'eí) DR.iT BRkÐW KSLÐií^ , / > 1 ftEisKA V ./ 0 5 'fl K T /■ ms- T t£> FftUSp- uÁ KLfiFA Z ./ « / PRiKS Rm V AJES bR’ASAIK HÚS- þó)R.U/V\ V > 3 OF H'ftitZ i/Exr/kZ SðL- b'hfUÐ > !o Komast ast STÍLLÍ UPP (S-TLFbrZ. f > 1 Z 3- y s~ b TómaK Lausnarorð 1-5: LÓMAR 14. TBL 1991 VIKAN 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.