Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 39

Vikan - 11.07.1991, Page 39
* g • Vasaljós vaggandi í hríðarkófinu. Vindurinn gnauðaði og blés snjó framhjá þeim í allar áttir. „Viltu fara yfir að hljómsveitarpallinum?“ spurði Bannerman. „Ekki ennþá. Sýndu mér hvar sígarettustubb- arnir voru.“ Þeir gengu svolítið lengra og svo nam Bann- erman staðar. „Hérna," sagði hann og beindi vasaljósinu að bekk sem var lítið annað en óljós þúst. Johnny tók af sér hanskana og setti þá í jakka- vasa sinn. Síðan kraup hann og hóf að bursta snjóinn af bekknum. Aftur sló fölvinn á andliti mannsins Bannerman. Hann minnti á mann í ör- væntingarfullri bæn á hnjánum fyrir framan bekkinn. Hendur Johnnys urðu kaldar, síöan aðallega dofnar. Bráðinn snjór rann af fingrum hans. Hann tók um bekkinn með báðum höndum og óhugnanleg tilfinning helltist yfir hann - hann hafði aldrei skynjað neitt svo sterklega fyrr og átti aðeins eftir að upplifa nokkuð svo sterkt einu sinni aftur. Hann starði niður á bekkinn, hleypti brúnum, hélt fast um hann með höndunum. Þetta var... (Sumarbekkur) Hve mörg hundruð höfðu einhvern tíma setið hér og hlustað á „Guð blessi Ameríku"? En í morgun hafði morðingi setið hérna. Johnny lann fyrir honum. Hann (ég) situr hérna, reykir, bíður, líður vel. Raulandi fyrir munni sér. Eitthvað með Rolling Stones. Næ því ekki en það er greinilegt að allt er... er hvað? í þessu fína. Allt I þessu fína, allt er grátt og bíður snjókomunnar og ég er... „Sleipur," muldraði Johnny. „Ég er sleipur, svo sleipur." Bannerman hallaði sér framávið, heyrði ekki orðaskil yfir gnauðiö í vindinum. „Hvað þá?“ „Ég ersvo djöfull sleipur, “ sagði Johnny hátt og greinilega. Sigrihrósandi bros hafði myndast á vörum hans. Augu hans störðu í gegnum Bann- erman. Bannerman trúði. Þetta gæti enginn leikið. og það hryllilegasta var...að svipurinn minntihann á einhvern. Brosið...raddblærinn...Johnny Smith var farinn; í stað hans virtist komin mannleg eyða. Og á bak við hversdagslegt andlit hans, næstum nógu nálægt til að snerta, var annað andlit. Andlit morðingja. Andlit einhvers sem hann þekkti. „Þið náið mér aldrei af því ég er of sleipur fyrir ykkur." Hláturgusa slapp upp úr honum, sjálfs- örugg, hæðandi. „Ég fer í hann í hvert einasta sinn og ef þær klóra...eða bíta...ná þær engu taki á mér...af því að ég ersvo SLEIPUR!" Rödd hans hækkaði upþ í sigrihrósandi, tryllingslegt öskur sem kepþti við vindinn og Bannerman hörfaði, gæsahúð um hann allan, eistu hans í þéttum hnút. Láttu þetta hætta, hugsaði hann. Láttu þetta hætta núna. Gerðu það. Johnny hallaði sér yfir bekkinn. Bráðinn snjór lak milli berra fingra hans. (Hún setti klemmu á það svo ég vissi hvernig það væri. Hvernig það væri að fá sýkingu. Sýk- ingu af einum sóðaserðaranum, þær eru allar sóðaserðarar og það verður að stöðva þær, já, stöðva þær, stöðva, stöðvunar, GUÐ MiNN GÓÐ- UR STÖÐVUNARSKILTIÐ!) Johnny æpti og datt í áttina frá bekknum, með hendurnar þétt upp að kinnunum. Bannerman kraup við hlið hans, illa skelkaður. Hinum megin við kaðalinn, sem girti hljómsveitarpallinn af, muldruðu blaðamennirnir. „Sleipur," umlaði Johnny. Hann leit upp á Bannerman, særðum, óttaslegnum augum. Hann verkjaði í klofið eftir klemmuna sem móðir morð- ingjans hafði sett á hann. Hann hafði ekki verið morðinginn þá, ó nei, ekki óargadýr, hann hafði aðeins verið hræddur lítill drengur með klemmu á ... á ... „Förum upp á pallinn núna,“ sagði Johnny. „Nei, Johnny, ég held að við ættum að fara.“ Johnny ýtti sér blindandi framhjá honum og brölti í átt að pallinum, hringlaga skugga framundan. Bannerman hljóp á eftir og náði honum. „Hver er það, Johnny? Veistu hver... ?“ „Þú fannst enga húð undir nöglum þeirra vegna þess að hann var í regnfrakka," sagði Johnny. Hann var móður og másandi. „Regnfrakka með hettu. Líttu á skýrslurnar og þá sérðu það. Það var rigning eða snjókoma í hvert einasta sinn. Þær klóruðu. Þær börðust um. Vissulega. En fingur þeirra náðu aldrei taki.“ „Hver, Johnny? Hver?“ „Ég veit það ekki. En ég ætla að komast að því.“ Svo voru þeir komnir upp á sviðið. Johnny fór niður á fjóra fætur og hóf að skríða hægt yfir pallinn. Hendur hans voru skærrauðar. Bannerm- an hugsaði með sér að þær hlytu að vera orðnar eins og hrá kjötstykki. Johnny stansaði skyndilega og stífnaði. „Hérna,“ sagði hann óskýrt. „Hann gerði það hérna." ímyndir og áferðir og skynjanir flæddu inn. Koparbragð af æsingi, möguleikinn á að ein- hver sæi hann jók á spennuna. Stúlkan braust um, reyndi að hrópa. Hann hafði tekið yfir munn hennar með hanskaklæddri hendi. Þið náið mér aldrei, ég er Ósýnilegi maðurinn, finnst þér þetta nógu sóðalegt, mamma? Johnny fór að stynja og skók höfuðið fram og til baka. Föt að rifna. Hlýja. Eitthvað flæðandi. Blóð? Sæði? Þvag? Hann fór að nötra frá hvirfli til ilja. Hárið hékk ofan í augu. Andlit hans. Brosandi, opið andlit hans innan í hettunni meðan hendur hans (mínar) umlykja hálsinn á fullnægingarstundinni og kreista...og kreista...og kreista. Styrkurinn hvarf úr örmum hans um leið og í- myndirnar dofnuðu. Hann rann framávið og lá nú endilangur á sviðinu, kjökrandi. Þegar Banner- man snerti öxl hans hrópaði hann upp yfir sig og reyndi að brölta í burtu, andlit hans tryllt af ótta. Skjálftaköstin þutu gegnum líkama hans. Buxur hans og jakki voru þakin snjó. „Ég veit hver það er,“ sagði hann. FRAMHALD í NÆSIU VIKU Krossgátur og þrautir tímaritsins Frístundar. Vinsæl afþreying í fríinu. SAM-útgáfan 14. TBL. 1991 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.