Vikan


Vikan - 11.07.1991, Qupperneq 43

Vikan - 11.07.1991, Qupperneq 43
NA AUGNABUK Skoðanir Bandaríkja- manna á siðgæði í fjöl- miðlum kunna að koma flestum tslendingum og raunar öðrum Evrópubúum undar- lega fyrir sjónir. Á hvaða tíma sólarhrings sem er getur bandarísk alþýða séð glæpi, árásir, nauöganir og morð í sjónvarpinu. Þar er hins vegar algjörlega bannað að sýna geirvörtur eða bera rassa, hvort sem er á ungbörnum eða fullorðnum. Því er það ekki að ástæðulausu sem um- ræður og jafnvel uppþot hafa nú orðið alls staðar þar sem þessar myndir Roberts Mapp- lethorpe hafa verið sýndar. Á sýningunni eru yfir hundrað andlitsmyndir, kyrralífsmyndir og nektarmyndir. Sex mynd- anna teljast ganga út yfir allt það sem bandarisk alþýða tel- ur til velsæmis. Umræður hafa orðið svo heitar að ríkisstyrkj- um til sýningarinnar var fljót- lega hætt og hefur hún verið styrkt af einkaaðilum síðan. Robert Mapplethorpe fæddist f New York-fylki 1946. Þegar hann var sautján ára hóf hann listnám við Pratt Institute í New York og lagði þar stund á málun, teiknun og skúlptúr. Fyrsta árið eftir að hann út- skrifaðist sérhæfði hann sig f ýmiss konar klippimyndum og notfærði sér þá Ijósmyndir úr blöðum f tilraunaskyni. Hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1971 í New York og vakti hún nokkra eftirtekt fyrir myndir sem settar voru saman úr Ijós- myndum teknum úr klámblöð- um og öðrum tímaritum. Mapplethorpe hóf sjálfur Ijós- myndun árið 1975 og vann þá mest með polaroid-myndir en það vartalsverð nýjung á þeim tíma. Ljósmyndir hans vöktu einnig mikla athygli og hann varð fljótlega eftirsóttur Ijós- myndari hjá frægu fólki. Meðal þeirra sem hann tók myndir af má nefna Andy Warhol, Pal- oma Picasso, Arnold Schwar- zenegger, Donald Sutherland og Richard Gere. Þrátt fyrir að margar mynda Mapplethorpes hafi birst f tímaritum eins og Vogue, Int- erview og Baazar er það haft eftir honum að listamenn eigi að stunda list sína án tillits til þess hvort hún geti selst eða ekki. Hann taldi tískuljós- myndir sínar oft vera nær list en tísku og sagði það reyndar ástæðuna fyrir að hann héldi slíkri Ijósmyndun áfram. Hvernig náði Mapplethorpe svona miklum árangri þrátt fyrir að vera umdeildur og for- smáður af flestum? Sjálfur Frh. á næstu opnu 14. TBL 1991 VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.