Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 10
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON MYND: SÓLRÚN JÓNSDÓTTIR Vikan rœðir við útvarpsmanninn Sigurð G. Valgeirsson * VEIKIR MENN VERÐA FRISKIR í BEINNI ÚTSENDINGU „Manni finnst maður alltaf vera í hringiðu atburðanna. Svo sér maður hvernig adrenalínið streymir út í blóðið hjá félögunum sem maður er að vinna með,“ segir Sigurður, sem hér sést að störfum í útvarpinu. að eina sem ég átti eftir var aö prófa að vinna á útvarpi. Ég hafði bæði haft umsjón með þáttum og skrifað fyrir sjónvarp, verið á blöðum og tímaritum og unnið við bókaútgáfu. En það blundaði alltaf með mér löngun til að prófa útvarpið og það varð úr.“ Sá sem þetta segir er Sigurður G. Valgeirs- son. Hann hefur að undanförnu verið „betri helmingur" Hallgríms Thorsteinssonar, eins og stundum er sagt um samhent par, í síödeg- isþætti Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis. Þar hættir hann þó bráðlega og flytur sig yfir á Rás 2 þar sem hann stjórnar helgarútvarpi. Sigurður eða Siggi, eins og vinir hans kalla hann, kemur ókunnugum fyrir sjónir eins og hann sé ákaflega rólegur og kannski eilítið virðulegur á stundum. En raunar er Siggi hinn mesti húmoristi, æringi og uppátektarsamur með afbrigðum. Meira um það á eftir. Fyrst er hann spurður hvað hann sjái svona aðlaðandi við útvarpið sem vinnustað. „Útvarpið er skemmtilegur miðill. Það er svo sveigjanlegt. Ef eitthvað gerist niðri í miöbæ getur maður hringt þangað og sagt frá því um leið og það gerist. Það er mjög spennandi að vera í beinni út- sendingu. Hún annaðhvort lukkast eða ekki. Fyrir nokkru gleymdi ég til dæmis spurningunni sem ég hafði ætlað að beina til viðmælanda míns. Ég beinlínis fraus. Úr þessu varð löng þögn sem aldrei virtist ætla að taka enda. Þetta er dálítið óþægilegt á meðan maður upp- lifir það en strax daginn eftir kemur annar þátt- ur sem fær mann til þess að gleyma mistökum dagsins í gær, ef einhver eru.“ - Ertu aldrei taugaóstyrkur? „Ég var það fyrst en finn ekki lengur fyrir því. Þegar útsendingin er komin af stað gleymir maður sér. Þegar heim kemur er maður enn „upptjúnaður". Ætli ég sé ekki svona klukku- tíma að ná mér niður aftur. Veikum mönnum batnar í beinni útsendingu því þeir stein- gleyma veikindum sínum á meðan. Það er líka það skemmtilega við beina útsendingu að ekk- ert sem fer út í loftið verður aftur tekið. Maður hugsar stundum með sjálfum sér hvort maður eigi að segja eitt og annað sem manni dettur í hug. Meirihlutinn af því er nú látinn flakka." - Hefur það komið fyrir að þú hafir látið eitthvað flakka og fengið svo mikla bakþanka að það hafi haldið fyrir þér vöku? „Nei, það er af og frá. Ég fæ sem betur fer sjaldan bakþanka." - Ertu endanlega sestur að á útvarpinu? „Nei, nei. En það er nú einu sinni svo að hafi maður áhuga á að vinna á fjölmiöli losnar mað- ur ekkert við þá bakteríu. Það er mikið að ger- ast í þessum heimi. Manni finnst maður alltaf vera í hringiöu atburðanna. Svo sér maður hvernig adrenalínið streymir út í blóðið hjá félögunum sem maður er að vinna með og hitt- ir marga. Það er líka kostur." - Hefuröu fengið viðbrögð við því sem þú ert að gera á útvarpinu? Hefur einhver hringt í þig og skammaö þig eða hrósað þér? Við þessa spurningu verður Sigurður svolít- ið skelmislegur í framan. „Nei, það er ekki mikið um það. Að vísu sagði mamma aö sér fyndist þetta lélegt. Þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur brugðist mér.“ 1 0 VIKAN 19. TBL 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.