Vikan


Vikan - 19.09.1991, Qupperneq 12

Vikan - 19.09.1991, Qupperneq 12
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Þessa mynd tók Ijósmyndari Vikunnar af Sigurði er hann var útgáfustjóri Almenna Bókafélagsins. Á skrifstofunni hjá honum var trommusett sem hann réðist á til að losa um uppsafnaða spennu. VÍÐA KOMIÐ VIÐ Sigurður hefur víða komið við. Hann hefur skrifað fyrir sjónvarp, ýmist einn eða með Sveinbirni I. Baldvinssyni. Þá hefur hann gert heimildaþætti og viðtalsþætti. Loks eru á döf- inni sex gamanþættir eftir hann og Sveinbjörn sem líklega verða sýndir á næsta ári „Þessir þættir fjalla um náunga sem telur sig nokkuð stóran á viðskiptasviðinu en flytur inn blöðrur. Hann lifir meira og minna allt árið á 17. júní. Svo er hann með ýmis áform. Hinum megin í tvíbýlishúsinu, þar sem hann býr, er mágur hans. Sá er búinn að vera að skrifa BA- ritgerð í sex ár.“ - Þið Sveinbjörn hafið unnið nokkuð mikið saman. Finnst þér betra að skrifa meö öðrum heldur en einn? „Já, mér finnst frekar leiðinlegt að skrifa einn. Að vísu er ég að gera þátt um Bólu- Hjálmar með leiknum atriðum og hann vinn ég einn. í blaðamennskunni var það þannig að ef ég var búinn að lofa að skila grein gerði ég það. En mér fannst mjög erfitt og fráhrindandi að setjast niður og byrja að skrifa." Sigurður lauk BA-námi í bókmenntafræði og íslensku. Hann var einnig eitt ár í leikhúsfræði í Kaupmannahöfn. Svo tók brauðstritið við eins og verða vill. Fyrst varð hann prófarkales- ari á Vísi, síðan á DV, auglýsingafulitrúi á auglýsingadeild DV, blaðamaður á sama blaði og loks ritstjóri á Vikunni. Hann ritstýrði víðar, meðal annars á Heimsmynd hjá Herdísi Þor- geirsdóttur. Loks settist hann hjá Almenna bókafélaginu, sem útgáfustjóri. „Mér var boðið starf á AB,“ segir hann svo- lítið íhugull á svipinn. „Ég hef aðeins einu sinni eða tvisvar sótt um starf á ævinni. Mér var hafnað í báðum tilvikum. Ég hef aldrei komist inn á umsókn en alltaf verið boðin vinna. Þetta er svolítið skrýtið, ekki satt? Mér fannst spennandi að fást við þetta verk- efni á AB. Að vísu var ég búinn að vera svo lengi í fjölmiðlun að ég var hættur að líta á mig sem einhvern sérstakan bókmenntamann. En ég ákvað að slá til.“ - Hvað fannst þér skemmtilegast í útgáfu- starfinu? „Að rabba við góöan höfund þegar langt var til jóla. Það skemmtilegasta við rithöfunda er að þeir eru vel gefnir og hafa tíma til þess að velta málunum fyrir sér. Þeir koma heiman frá sér, setjast á rökstóla og koma fram með for- vitnileg viðhorf og pælingar sem maður hefur aldrei heyrt áður. Þetta gerist þegar svona tíu mánuðir eru til jóla. En þegar mánuðirnir eru orðnir tveir eða einn, þá er viðkomandi höfund- ur orðinn stressaður. Honum finnst í fyrsta lagi bókin sín koma of seint út, í öðru lagi finnst honum hún ekkert auglýst og í þriðja lagi aö enginn fjölmiðill hafi sýnt henni áhuga og óttast þar af leiðandi mjög um söluna." - En hvað um viðkomandi útgáfustjóra? „Viðkomandi útgáfustjóri er löngu kominn úr sambandi þegar hér er komið sögu. Hann er að hringja í prentsmiðjur og prófarkalesara og reynir eftir fremsta megni að reka á eftir öllum. Hann verður að dylja stressið og segja við höf- undinn að þetta verði allt í besta lagi, bókin sé alveg að koma og henni sé spáð góðu gengi í jólabókaflóðinu. Það stóð aldrei til hjá mér að gera útgáfu- stjórnina að ævistarfi mínu. Mér fellur þetta prýðilega eins og það er núna - í einhvern tíma. Maður klárar bara daginn og hvort sem hann er góður eða slæmur er hann alla vega búinn. í útgáfunni er maður með hundrað og fimmtíu járn í eldinum, sem öll eru að mjakast. Mér finnst útgáfustarf spennandi þegar tekst að keyra hlutina áfram þannig að þaö sjóði á öllu. Með starfinu á Rás 2 ætla ég að vinna að útgáfumálum og skrifum fyrir hina og þessa og þá get ég vonandi notið kosta beggja starf- anna. Mér finnst dálítið atriði að skrifa og fjölmiðl- ast því að í útgáfustarfinu gerir maður ekkert sjálfur. Maður er alltaf að fylgjast með verkum annarra. Svo var ástandið ekkert sérlega spennandi eins og komið var fyrir Almenna bókafélaginu, svo sem allir vita. Það er engin ástæða til að hopa þótt maður lendi í erfiðleik- um. Spurningin er bara þessi: Hvað streitist maður við í mörg ár?“ MEÐ SETTIÐ Á SKRIFSTOFUNNI Ekki er nóg með að Siguröur hafi verið á kafi í fjölmiðlum allt frá því að hann þornaði á bak við eyrun. Hann er mikill trommuleikari og hef- ur spilað með hinum og öðrum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sjálfsagt hefur það komið mörgum spánskt fyrir sjónir, sem áttu erindi við blaðamann DV og síðar útgáfustjóra AB, að sjá jargansmikið trommusett tróna i horni skrifstofunnar. „Þetta byrjaði þannig að eldri systir mín keypti trommusett þegar ég var ellefu ára. Það þótti mjög óvenjulegt á þeim tlma og jafnvel óeðlilegt að stelpa skyldi kaupa trommusett. Hún var tuttugu árum á undan sinni samtíð. Hún æfði sig bara inni í herbergi en engum datt í hug að bjóða henni í hljómsveit. Hún 12 VIKAN 19. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.