Vikan


Vikan - 19.09.1991, Page 13

Vikan - 19.09.1991, Page 13
spilaði bara eftir plötum, til dæmis með Bítlun- um. Ég fór svo að stelast í settið hennar. Það endaði með því að ég fór í unglingahljómsveit sem hét Amor. Síðan greip ég í þetta í menntaskóla. Þegar ég kom frá Kaupmanna- höfn ákváðum við Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tómas R. Einarsson að stofna djasshljóm- sveit. Við fengum til liðs við okkur Jóhann G. Jóhannsson og Sigurð Flosason saxófón- leikara. Við spiluðum ofboðslega í tvö og hálft ár. Þegar maður horfir til baka er ótrúlegt aö fjölskyldan skyldi ekki snúa baki við manni. Á þessum tíma var ég alltaf að segja við Völu, konuna mína, að ég væri örugglega al- varlega sjúkur. Þegar ég settist niður kæmu veggirnir æðandi á móti mér. Seinna, þegar ég hætti i hljómsveitinni, áttaði ég mig á að ég hafði verið svona rosalega þreyttur. Það tók mig hálft ár aö jafna mig á þessu og ná mér. En þessi hljómsveit hætti sumsé. Tómas, Sigurður og Jóhann stefndu á atvinnu- mennsku en því hefði ég aldrei nennt. Mér fannst gaman að spila en ég vildi ekki gera það að atvinnu minni. Ég hefði líklega hætt fyrr ( hljómsveitinni ef þessir menn hefðu ekki verið svo skemmtilegir sem raun bar vitni." - En trommusettið er þér samt svo hjart- fólgið að þú ert með það allt eða hluta þess á vinnustaðnum. Tekurðu sóló fyrir vinnufélag- ana? „Já, ég hef aðeins gert það en við mismun- andi undirtektir. Aðallega finnst mér settið al- veg jafngóð innanhússkreyting og hver önnur. Svo er líka þægilegt að hafa þetta í vinnunni því þá eru krakkarnir ekki að berja það, týna úr því eða þá að hrinda symbalastatífinu um koll.“ - Heldurðu að piltarnir feti í sömu fótspor og faðirinn og spili á trommur í framtíöinni? „Þeir hafa ekki sýnt neinn áhuga ennþá. Elsti sonur minn hafði, á viðkvæmu augnabliki, út úr mér gamalt og kært trommusett sem ég átti. Hann seldi það - fljótlega! En úr því þú nefndir hvort ég tæki sóló fyrir vinnufélagana þá var það þannig niðri á AB að ég tók mjög sjaldan í settið á daginn. Hins veg- ar æfðum við, hinir ástsælu Spaðar, þar stundum. Ég er í þeirri hljómsveit núna og hún spilar mjög stopult. Það er helst ef um stórvið- burði er að ræða, mamma einhvers í hljóm- sveitinni verður sextug eða eitthvað svoleiðis, að við æfum og komum fram.“ UPPÁTEKTARSAMUR MEÐ AFBRIGÐUM Ókunnugum virðist það líklega jafnótrúlegt og það er satt að Siggi er uppátektarsamur með afbrigöum. Einhverju sinni efndi hann til virðu- legrar Ijósmyndasýningar síðdegis á föstudegi á DV, á meðan hann vann þar. Myndirnar, sem hengdar voru upp á veggi, haföi hann fengið hjá hinum og öðrum sem vissu ekki hvað í vændum var. Þær voru sjokkerandi vondar, illa teknar og flestar úr fókus. Sigurður raðaði stól- um bak í bak í „sýningarsalnum", sendi boðs- kort til samstarfsmanna sinna á ritstjórninni og bauð upp á rautt eðalvín - sem var bannað á vinnustaðnum - og vindla þegar steini lostnir vinnufélagarnir mættu á staðinn. Menn vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta meðan þeir nutu veitinganna og rýndu í hörmungarnar sem héngu á veggjunum. En Sigurður sást aldrei bregða svip. „Ég hef gaman af að hrinda einhverju í fram- kvæmd og sjá það heppnast - eða misheppn- ast. Það er ekki eins skemmtilegt ef það mis- tekst en það má líka hafa gaman af því. Ég hef aldrei hugsað sem svo að nú ætlaði ég að gera eitthvað óvenjulegt. Þetta er bara eitthvað sem mér dettur í hug og læt verða af.“ - Þú hefur líka efnt til hljómsveitakeppni heima hjá þér. Hvernig var það? „Ég var meö þetta í stofunni heima. Það mættu tvær hljómsveitir til leiks, Rauður Líban- on og Lómabræður." - í hvorri varst þú? „Báðum! Keppnin fór þannig að Lómabræð- ur fengu fleiri atkvæði áheyrenda en Rauður Líbanon vann. Það var talað um dómnefndar- hneyksli." - Manstu eftir einhverjum hugmyndum sem þig dreymir um að koma í framkvæmd? „Já, ég man eftir tveim. Önnur er sú að láta hanna eftirlíkingu af gíróseðli sem á stendur: „Stöðumælavörður! Það eru 220 volt i rúðu- þurrkunni.“ Þennan miða myndi maður alltaf setja undir þurrkuna ef maður legði ólöglega. Eins hefur mig alltaf langað til þess að láta hanna fyrir mig hálsbindi. Það væri eins og bókarkjölur á að líta og á því stæði: „Merkur ís- lendingur - 1. bindi." Ég hef stundum verið kominn af stað með þetta hálsbindamál en það er dálítið tímafrekt." EKKI BERJA - BLAÐAMAÐUR Hálsbindið það arna yrði ekki fyrsta hönnunar- tilraun Sigurðar ef af yrði. Þegar mál Skapta Jónssonar blaðamanns og dyravarða í Þjóð- leikhúskjallaranum stóð sem hæst lét hann búa til barmmerki sem á stóð: „Ekki berja - Blaðamaður!" Merkjunum útbýtti hann til vinnufélaga sem skunduðu með þau í barmin- um beint niður í Þjóðleikhúskjallara, dyravörð- unum til litillar ánægju. „Svo fórum við á helgarblaði DV einhverju sinni í mótmælagöngu niður á Veðurstofu Is- lands til þess að mótmæla vonda veðrinu. Ég átti ekki þá hugmynd en fannst hún rosalega góð. Það hafði rignt eldi og brennisteini allt sumarið. Við vildum mótmæla þessu, söfnuð- um liði, bjuggum til borða sem á stóð til dæmis: „Þrífst Hlynur í kulda?“ og svo framvegis og fórum i rútu niður á Veðurstofu. Einhverjum veðurfræöingnum var afhent veðurkort sem al- sett var sólum um land allt og mótmælaskjal. Það lygilega við þetta var að það virkaði. Það stytti upp í tvo heila daga á eftir.“ - Áttu þér einhver mottó í lífinu? „Já, tvö. Annað er úr Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu: „Hæfilega „væld“ en snyrti- mennskan þó ávallt í fyrirrúmi." Hitt sagði pabbi alltaf og það hljómar svona: „Það lagast f pressingunni, sagði kerlingin." Þetta átti hún að hafa sagt þegar hún var búin að sauma ermina í hálsmálið á skyrtunni. Það er visst æðruleysi og bjartsýni í þessu." - Er það yfir höfuð eitthvað sem þér finnst leiöinlegt, fer í taugarnar á þér, eitthvað sem þú ekki þolir? „Það eru svona þrjár fjórar manneskjur sem ég þoli ekki. Það er til dæmis óþolandi fólk sem skilar ekki verkefnum á tilsettum tíma. Svo eru til hlutir sem eru svo leiðinlegir að þeir eru orðnir skemmtilegir aftur. Það sem aftur á móti er ekki nógu leiðinlegt til þess að vera orðið skemmtilegt aftur, það er leiðinlegt." - Við þetta er engu að bæta. SAM-ÚTGÁFAN AUGLYSIR: FftlSTUND KBOUOATUS - OrmAUNIR - MAUTIB - IABNAIFNI - SKOP - OATUB VEGLEG VERÐLAUN KROSSGÁTUR GETRAUNIR ÞRAUTIR BARNAEFNI GÁTUR SKOP FÆST A YFIR 600 BLAÐSÖLUSTÖÐUM 19. TBL.1991 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.