Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 24
1 B
iöp \ ' 1
JKt,
Einn af trúöunum sem frú Taylor framleiðir upp i
íslandsferðir.
ég veit ekki hvað ég á að halda. Ég fékk líka sér-
stakar tilfinningar þegar ég fór upp að Herðu-
.breið á leiðinni I Öskju. Við tjölduðum þar tvo
sólarhringa og ég gat ekki fengið af mér að
sofna allan þann tíma. Ég bara gekk og skoðaði
mig um. Hvar sem ég fer er ég svo agndofa að
ég er sífellt að þakka Guði fyrir að leyfa mér að
verða fyrir þessari lífsreynslu. Og það er engu
líkara en mér sé launaður þessi áhugi vegna
þess aö veðrið er alls staðar eins og best verður
á kosið.
- Hvað vissirðu um ísland - til dæmis í
æsku?
Ekkert. Nákvæmlega ekkert nema það sem
ég lærði í landafræði og það var ekkert meira en
ég lærði um önnur lönd. Ég lærði auðvitað um
eldfjöllin og jarðhitann en að öðru leyti fékk ég
enga sérstaka fræðslu. Samt langaði mig alltaf
að koma hingað. Og núna er ég þegar farin að
skipuleggja næstu ferð, 1993, þegar ég ætla
meðal annars aö fara til Vestfjarða. Ég hef að
vísu farið til Stykkishólms og í Breiöafjaröareyjar
en ekki nær Vestfjörðum en það.
- Hefurðu ferðast eitthvað um Bretland?
Já, já. Ég bjó I Salisbury um tíma og hef ferð-
ast um Skotland, Wales, Vatnahéruðin og víða.
Ég er mikið fyrir fjöll en finnst lítið varið I Kanarí-
eyjar og aðra heita staði. Ég hef líka farið um
önnur lönd, til dæmis með manninum mínum til
Jersey - en það hafði engin áhrif á mig. Ég ferð-
ast með manninum mínum annað hvert ár og
þess á milli kem ég hingað. Ég hef selt svolítið af
myndum sem ég hef tekið hérna. Það auðveldar
mér að safna fyrir næstu ferð hingað. Svo vinn
ég sextán og hálfan tíma á viku sem ráðgjafi á
hjónamiðlunarskrifstofu sem heitir Relate. Allir
peningarnir sem ég vinn mér inn sjálf, nema það
sem ég eyði I jólagjafir og svoleiðis, fara beint í
bankann og síðan I ferðakostnað til fslands.
- Mér skilst að þú hafir þegar heimsótt
fleiri staði á íslandi en venjulegir íslendingar
heimsækja sjálfir.
Ja, ég á nú helling eftir. Sumir vegir hérna eru
svo ógnvekjandi, þótt fegurðin sé alltaf á næsta
leiti. Ég myndi ekki þora að aka sjálf um þessa
vegi heldur fer ég með langferðabíl. Rútukerfið
hérna er algerlega til fyrirmyndar. Ég fór með
áætlunarbíl milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrsta
árið mitt hérna og ég hef farið með rútu í Land-
mannalaugar, í bíl sem tekur yfir fjörutíu manns.
En það voru aldrei fleiri en sextán í honum sam-
tlmis. Fólk kom og fór eftir því sem austar dró;
nokkrir fóru út við Landmannalaugar eða komu
inn við Eldgjá. Svona gekk þetta. Þessir bílar eru
þægilegir og bílstjórarnir eru ekki bara vænstu
menn heldur þaulæfðir I sinni starfsgrein.
Mér urðu á heimskuleg mistök á miðvikudag-
inn var. Við vorum á leiðinni austur og settumst
inn á veitingahús á Hellu til að fá okkur kaffi. Og
þarna var stúlka sem heitir Kristín. Hún hafði
ferðast með okkur en sat nú ein svo ég bauð
henni að setjast hjá okkur. Ég vissi ekki að hún
er íslensk en þegar ég fór að tala við hana kom
í Ijós að hún er frá Akranesi. Og fyrir algera tilvilj-
un kom líka í Ijós að hún þekkti Unni vinkonu
mína mjög vel. Ég varð svo himinlifandi og utan
við mig af að tala við hana að ég gleymdi pen-
ingaveskinu mínu þarna á borðinu og uppgötv-
aði það ekki fyrr en við vorum komin á Kirkju-
bæjarklaustur. Það voru að vísu ekki nema um
tólf þúsund krónur í því en það sem olli mér
áhyggjum var að greiðslukortiö mitt var líka í
veskinu. Svo ég fór niður í afgreiðsluna á Eddu-
hótelinu og stúlkan þar fann símanúmerið á veit-
ingahúsinu á Hellu, hringdi þangað fyrir mig og
gaf mér samband. Konan í símanum spurði
hvað ég héti og þegar hún vissi nafn mitt sagði
hún: „Já, veskið þitt var á borðinu og mér hefur
verið fengið það til varðveislu." Ég fór svo þang-
aö og settist niður til að blaða í veskinu. Þá kom
stúlka, sem var að taka af borðunum, til mín og
sagði: „Svo að þú átt þetta veski. Það var fullt af
peningum í því.“ En allir peningarnir voru þar
ennþá ósnertir svo ég bauð henni fundarlaun en
hún vildi ekki taka við þeim. Svona lagað hefði
aldrei getað gerst I Englandi.
- Þetta hefur verið langt ferðalag. Finnst
þér ekki miklar vegalengdir á milli áhuga-
verðra staða hérna?
24 VIKAN 19. TBL1991
Þegar frúin kom fyrst til Þingvalla fannst henni
sem hún hefði verið þar áður enda þekkti hún
staðinn í krók og kring.
Nei, síður en svo. Það ber alltaf eitthvað nýtt
og spennandi fyrir augu. í þessari ferð sá ég
Heklu og allt nýja hraunið, ég sá fossa og á aðra
hönd eru þessi hefðbundnu íslensku, snævi-
þöktu fjöll sem eru svo sérstök fyrir Island. Þau
eru ólík öllu sem ég hef séð annars staðar. Hin-
um megin eru svo græn tún og litlar hæðir.
Þarna er líka það Island sem maður sér alltaf á
almanaksmyndum. Þetta er eins og að ferðast á
milli tveggja gjörólfkra landa. Og fyrr en varir er
maður staddur á stórkostlegri hrauneyðimörk.
Einu skiptin sem ég blaða í bókinni minni á ferð-
um mínum er á leiðinni milli Hveragerðis og
Hellu. Bæði hef ég oft farið þá leið og auk þess
minnir flatlendið nálægt Hellu svolítið á enskar
sveitir.
- Mér skilst að þú haldir dagbók um þess-
ar ferðir þínar.
Já. Að vísu hef ég ekki fært tvo síðustu daga
inn ennþá vegna þess að ég hef hreinlega ekki
haft tíma til þess. í gærkvöld, þegar við vorum
að hita okkur kaffi, benti einhver okkur á að það
væri komiö fram yfir miðnætti - og það var
ennþá glaða sólskin. Ein í hópnum var með
myndavél sem sýnir rétta dagsetningu og
klukkustund á myndunum sem eru teknar. Svo
aö hún tók mynd fyrir okkur til að geta sannað
þetta fyrir fólkinu heima. Annars er ég sítalandi
um ísland þegar ég kem heim. Ég held að ég sé
að drepa alla úr leiðindum með blaðrinu I mér.
Vinkona mín, sem fór með mér í þessa ferð,
hefur samt komist að því að ég hef ekki ýkt
nokkurn skapaðan hlut í frásögnum mínum.
„Landið er eins og þú hefur lýst því,“ sagði hún
við mig um daginn og bætti við: „Fólkið er eins
og þú hefur lýst því, veðrið og hvaðeina. Þakka
þér fyrir að hafa farið með mig til þessa undra-
lands."
Yfirleitt punkta ég ýmislegt smávegis hjá mér
þegar ég er komin I ró. Ég skrifa til dæmis niður
verðlag - bara til að geta gert samanburð á milli
ferða. Þegar ég kom hingað fyrst voru sextiu
krónur I pundinu en núna eru þær hundrað og
tvær. Og þótt verðlag hafi eitthvað hækkað
hérna á þessu tímabili fæ ég álíka mikið fyrir
pundið.
- En finnst þér ísland samt ekki vera dýrt
ferðamannaland?
Jú, það er það. Flest er tvöfalt dýrara en
heima. Máltíð sem kostar um 1500 krónur hérna
kostar 700-800 krónur heima á Englandi. Besti
veitingastaðurinn sem ég þekki á íslandi er Pott-
urinn og pannan nálægt Skipholti í Reykjavík.
Bæði er maturinn þar sérstaklega góður og þar
að auki fær maður mikið fyrir peningana. Svo er
ég meö vegakort sem ég merki inn á þá staði
sem ég hef heimsótt svo að ég eigi auðveldara
með að sjá hvað ég á eftir að sjá. Og ég hef
loksins lært að nota Ferðahandbókina sem mér
fannst svolítið ruglingsleg fyrst. Það er í rauninni
alveg yndisleg bók því að auk hagnýtra upplýs-
inga er hún hlaðin upplýsingum um þjóðtrúna,
tröllin, risana, sögu landsins og hvað eina.
- Hefurðu lesið einhverja Islendingasagn-
anna?
Allar sem komið hafa út á ensku. Ég á þær all-
ar heima og hef keypt margar þeirra hérna. Ég á
orðið ansi mikið af bókum um ísland. Áður en ég
kom hingað í þetta skiptið pantaði ég bók um
kirkjur landsins vegna þess að hvar sem ég sé
kirkju tek ég að minnsta kosti mynd af henni ef
ég kemst ekki inn I hana. Og nú langar mig í bók
með loftmyndum af íslandi. Svo á ég alls konar
pésa og bæklinga líka, til dæmis um íslenskan
útsaum. Ég fékk sérstaka leiðsögn um Þjóð-