Vikan


Vikan - 19.09.1991, Page 31

Vikan - 19.09.1991, Page 31
„Þaö verður að segjast eins og er um Japanina að þeir eru frábærir. Kurteisir, hugsa um náungann, fara að reglum, eru agaðir og snyrtilegir. Eðlilega er þeim svolítið í nöp við Vest- urlandabúa, eins stórir, rudda- legir og ókurteisir og við erum nú! Japanir hugsa mikið um að vera hluti af samfélaginu, fylgja reglum og að standa sína pligt. Þeim er mjög annt um náungann. Japanir stela heldur alls ekki, slæpast ekki í vinnunni og troðast ekki í bið- röðum en það eru dyggðir sem íslendingar ættu að tileinka sér. Ég held að þetta séu meg- inástæðurnar fyrir því hversu ríkt japanskt samfélag er í dag. Tókíó er alvöru stórborg. Þar er allt að gerast, allar tískusveiflur koma þangað jafnfljótt og til New York, sem sagt mjög fljótt! Japanir kaupa sér vönduð föt og eru mjög framarlega hvað varðar músík og tísku. Það eru ansi undarlegar og einlitar hugmyndir sem fólk gerir sér um fyrirsætur. Flestir halda að við séum allar gyðj- um líkastar og alltaf eins og dúkkur til fara. Sannleikurinn er sá að við erum flestar ósköp venjulegar stelpur sem finnst misgaman að mála okkur og meika. Margir halda líka að fyrirsætur séu ótrúlega hé- gómlegar týpur sem hamast allan daginn við að borða gras og gulrætur til að fitna ekki og eyði svo kvöldinu í eróbikk. Þannig er það ekki, flestar Þessi forsíðustúlka Vogue heltir Linda Evangelista. Ásta hefur fengið mikið að gera út á það hve mjög hún þykir líkjast hinni þekktu sýningarstúlku. 19.TBL1991 VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.