Vikan


Vikan - 19.09.1991, Page 32

Vikan - 19.09.1991, Page 32
LJÓSM.: BONNI stelpurnar geta étiö eins og þeim sýnist og gera þaö. Líf- ernið er heldur ekki alltaf jafn- heilbrigt. Sennilega eru fáar starfsstéttir sem svalla og sukka jafnmikið. ÚTLITIÐ ER EKKI ALLT Fyrirsætuheimurinn er harður heimur. Það eru engir sénsar gefnir. Ef yfirmönnum skrif- stofunnar finnst þú vera orðin of feit eða of bólugrafin þá er ekkert skafið utan af hlutun- um, það er bara sagt: „Heyrðu, elskan, þú ert orðin hryllileg í laginu. Ef þú gerir ekkert í þessu þá verðurðu send heim ...“ Þaö eru lík- lega þessar stelpur sem gefa fólki þá hugmynd að fyrirsætur séu alltaf í megrun. Lundarfar skiptir líka geysi- legu máli. Til dæmis má nefna tvær stelpur sem unnu fyrir sömu skrifstofu og ég úti í Tókíó. Þær höfðu nánast sama útlitið, sömu hárgreiðsl- una og sömu línurnar. Önnur var fýluleg týpa en hin var allt- af brosandi og hreinlega Ijóm- aði af krafti og gleði. Sú stelpa fékk mjög mikið að gera, hún kjaftaði sig inn í hverja mynda- tökuna af annarri á meðan hin fékk lítið sem ekkert að gera og var að lokum send heim með skít og skömm. Útlitið er sem sagt ekki allt. ÞÓniST VERA VÆNDISKONA Þó að hvert og eitt verk sem fyrirsætunni áskotnast sé vel borgað liggur ómæld vinna fyrirsætunnar á bak við hvert verk. Það eru stanslaus viðtöl sem skrifstofan útvegar og fyr- ir hvert og eitt viðtal þarf mað- ur að undirbúa sig rækilega. Til dæmis ef maður fær skila- boð eins og þessi frá skrifstof- unni: „Þeir eru að leita að stelpu til að sýna föt fyrir fer- tugar konur, þú æfir þig bara í lestinni á leiðinni..Þá set ég á mig rauðan varalit og klessi hárinu aftur, æfi mig í að tala hægt og virðulega og er mjög settleg í framkomu i við- talinu. í næsta viðtali er verið að leita eftir sextán ára fót- boltastelpu, þá segist ég vera sautján, þurrka framan úr mér farðann, rugla hárið og verð á einni lestarferð að þeirri týpu sem verið er að leita eftir. Viðtölin eru ofsalega misjöfn. Stundum fékk maður fyrirmæli um að dansa í kortér i sundbol einum klæða, fara siðan að hlæja brjálæðislega og þykjast að endingu vera vændiskona að lokka til sin kúnna. Allt þetta átti maður að gera fyrir framan dómnefndina og fyrirsæturnar sem voru að sækja um. Oftaren ekki kemur það fyrir i svona viðtölum að einhver byrjar að gera það sem sett er fyrir en gerir það svo illa aö allir fara að hlæja og viðkomandi er rekinn út með háðsglósum! Allir lenda í því fyrr eða síðar. Það þarf sterkt bak til að kikna ekki við slíka lífsreynslu! 500 ÞÚSUND í DAGLAUN Mjög misjafnt er hvernig borg- að er fyrir vinnu fyrirsæta. Lé- legustu launin, sem maður verður að sætta sig við úti í Tókíó, eru um fimmtán þús- und krónur á dag. Það hljómar mikið, en stundum vinnur maður bara tvo til þrjá daga í viku. Að vísu vann ég bara einu sinni fyrir svona lága upphæð, oftast var ég með svona tvö hundruð þúsund á dag. Sjónvarpsauglýsingar eru hins vegar betur borgaðar, allt upp í fimm hundruð þús- und á dag! Ef maður stendur sig vel getur maður makað krókinn vel en á móti kemur að stelpur sem standa sig illa geta tapað miklum tíma og peningum til einskis. Það er nefnilega ekki alveg ókeypis aö lifa í Tókíó, svo vægt sé tekið til orða! Ég hvet allar stelpur, sem ala á einhverjum draumum, að reyna að láta drauminn rætast. Þær sjá fyrr eða síðar hvort þær rísa undir þeim kröf- um sem gerðar eru til fyrirsæta erlendis. En býsna fáar stelpur hér heima hafa það sem þarf til að rísa undir þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirsæta erlendis. Hér á íslandi geta all- ir orðið fyrirsætur. Hvað varðar framtíðaráætl- anir þá eru þær skýrar. Ég fer eftir mánuð til Amsterdam í frí með kærastanum mínum sem er Ifka fyrirsæta. Hann er Kan- adamaður og við kynntumst úti í Tókíó. Eftir fríið ætlum við að fara að vinna í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Annars ætia ég ekki að vera fyrirsæta til eilífðarnóns. Næsta haust ætla ég að byrja í skóla aftur, annaðhvort í Englandi eða Kanada og hef í hyggju fyrir framtíðina að læra sálfræði." Það verður að segjast eins og er; blaðamaður Vikunnar er alveg hættur við að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Heimur fyrirsætunnar er ekki jafnljúfur og hann hafði gert sér í hugar- lund! □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.