Vikan


Vikan - 19.09.1991, Síða 35

Vikan - 19.09.1991, Síða 35
rífið hér VILLT OG GOTT ÍSLENSKAR VILLIJURTIR GEFA BRAGÐIÐ UPPSKRIFTIR: ÓSKAR FINNSSON OG INGVAR SIGURÐSSON MATREIÐSLUMEISTARAR REYKSTEIK 11/2 kg kjöt 1 I krækiberjalyng 1 I birkilyng salt og pipar Hægt er að nota hvaða kjöt sem er. Stráið salt- inu og piparnum yfir. Setjið á grillið og leggið lyngið meðfram og yfir kjötið. Setjið lok yfir þannig að það reyksteikist. Snúið kjötinu á 15 mín. fresti. Steikist í 1 klukkutíma. Kryddsmjör hentar vel með þessu. ÍSLENSK KRYDDOLÍA 3 dl ólífuolía 1 dl saxaður arfi 1/2 dl túnfíflar 1 dl smátt saxaðar hundasúrur 1/2 dl blóðberg 2 msk steinselja 1 tsk hvítlaukur 1 tsk pipar Öllu blandað saman og látið standa í 4 klukku- tíma. GRILLAÐUR HUMAR Fyrir fjóra. 800 g skelfiettur humar 2 bollar rifsber Humarinn látinn liggja i berjunum í 4-5 tíma. Þerrað. Grillað. Salti og ögn af nýmuldum hvít- um pipar stráð yfir. SKÖTUSELUR í TÚNFÍFLAOLÍU 2 dl ólífuolía 2 msk. söxuð túnfíflablöð 2 msk. saxaður graslaukur 1/2 tsk. pipar Skötuselurinn er skorinn í bita (3x3 cm) og lát- inn liggja í leginum í 4 til 6 tíma. Síðan er hann tekinn upp, þerraður og látinn á grilltein. Gott er að nota með á grillteininn sveppi, papriku, lauk og tómata. 19. TBL. 1991 VIKAN 35 LJÓSM.: LÁRUS KARL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.